sunnudagur, september 07, 2003

REGS OG PEGS DAXINS!

Vondar kartöflur


Kona var að kvarta undan kartöflum í Velvakanda sl. sunnudag. Er ég henni alveg sammála og finnst ástandið aldrei hafa verið svona slæmt áður. (Kannski ekki árið 1700 og súrkál þegar kartöflur voru ekki einu sinni til! Vertu ánægð með það sem þú hefur... manneskja) Það eru svartir blettir á kartöflunum af því að þær hafa verið blautar í pokunum. (Það er líka rigning á þessu landi allan ársins hring! Og kartöflur eru mannlegar... það eru flest allir með fæðingarbletti!) Þegar keyptar eru kartöflur þarf að taka þær strax úr pokanum þegar heim er komið, annars eyðileggjast þær. (Ráð daxins gjössovel!)
Það finnst mörgum gott að borða kartöflur (Nei er það?!?) með hýðinu (Nei ekki mér) en í ár hefur það ekki verið hægt. Finnst mér að kartöflubændur ættu að taka þetta til alvarlegrar athugunar því ég veit að ég tala fyrir hönd margra. (Og heyriði það kartöflubændur!! Það verður að gera eitthvað í þessu... og það strags!!)


Það sem hægt er að nöldra yfir kartöbblum... og það í Velvakanda. En “sem betur fer” byrjaði RÚV aftur með Leiðindarljós því ef svo væri ekki, væru dagmömmur og frystihúsakvensur á Kópaskeri og konur úr Vesturbænum ennþá að kvarta í Velvakandi því að lífið hefur bara engan tilgang og er gjörsamlega ómögulegt án Leiðindaljóss. En í staðinn eru það kartöbblur. Jeminn eini!

Rappanúlí in da krímhás

Engin ummæli: