miðvikudagur, desember 10, 2003

JÓLALAGAPÆLINGAR!

Poppjólalög eru afar sérkennileg fyrirbrigði sem hefur fest klær sínar um jólin. Hver man ekki eftir jólalaginu með Landi og sonum og Júróvisjón laginu sem kallinn í Skítamóral gerði að jólalagi og það kollreið landanum fram og aftur? Gott dæmi um poppjólalagadrottningar eru stöllurnar Helga Möller og Sigga Beinteins. Þessar konur hafa alltaf farið í taugarnar á mér, ekki síst þegar ég heyri jólalög með þeim. Ég tók svo eftir því að framburður þeirra við flutning jólalaganna er hörmulegur. Eins í lagi frk. Möller, Fyrsta aðfangadagskvöld, heyri ég bara: "Fyrsta affaffaffakvöld, fyrsta affaffaffakvöld. Á jólahátíðinni..."
Annað dæmi er lagið Senn koma jólin með Siggu Beinu. Ég veit að textinn á ekki að vera svona en ég heyri alltaf: "Og senn koma jólin, kviknar í húsinu!"
Eigi veit ég hvað segja skal, kannski þarf að skafa út úr eyrunum á mér eða að það þarf að senda þessar söngkonur til talmeinafræðings. En eitt veit ég... ég er ekki sú eina sem heyri þetta.Þetta vill Sigga að komi fyrir þig um jólin. Er hún ekki vond kona?

Í súkkulaðidagatalinu: Man það ekki

Engin ummæli: