fimmtudagur, október 23, 2003

SJÓNVARPSÞÁTTUR DAXINS!

Þessir raunveruleikaþættir eru ekkert nema plága en núna hafa framleiðendur í Bandaríkinni svo sannarlega hitt naglann á höfuðið með besta raunveruleikaþætti norðan Alpafjalla: Queer Eye for a Straight Guy. Fyrir þá sem ekki vita hvaða þáttur þetta er, þá fjallar hann um 5 homma sem taka kynvísan mann og gera hann eiginlega að Barbí-dúkkunni sinni (Ken), fara með hann í klippingu, kaupa á hann föt, kenna honum að elda og innrétta íbúðina hans uppá nýtt. Þetta er svona blanda af Innlit/Útlit, Einn, tveir og elda og Oprah Winfrey. Svo um daginn var ég einmitt að horfa á þennan margrómaða þátt og sá eitt atriði sem vakti mikla kátínu í mínu húmorslausa lífi. Í endann á þættinum kemur hver "hommi" með eina ráðleggingu og homminn sem er með svona bjútí-trix kom með kennslu í því hvernig á að setja á sig rakspíra: (Eða veiðivatn eins og Pési vinur minn kallar þetta)

Sometimes it can be hard to spray after-shave but I've got the perfect formula for that:
SPRAY - DELAY - WALK AWAY!

Svo kom hann með sýnikennslu og allt!! Vá þetta var svo fyndið! Og núna hef ég komist að því að hommar kunna að ríma og þeir eru heví fyndnir því að ég er síhlæjandi þegar ég horfi á þessa þætti. Svo kom annað rím frá þeim þegar þeir voru að skála kampavíni vegna nýja meistaraverksins síns: CHEERS FOR QUEERS!

Skál fyrir þeim!!

Engin ummæli: