þriðjudagur, desember 02, 2003

UPPGÖTVANIR DAGSINS!

1. Baðherbergisgardínur á klósetti nr. 2 eru gegnsæjar. Ég á víst fan-club og allt! Endilega skráið ykkur í hann.... alltaf pláss fyrir fleiri. Fundir fyrir framan gluggann kl. 20 alla daga.

2. Who let the dogs out? Það er greinilegt að litlir Sókratesar og litlar Sókrateresur eiga eftir að hlaupa um hverfið á næstunni því að nágrannatíkin er á lóðaríi. Getnaðurinn hefur þó ekki átt sér stað.

3. Maður fær heiftarlega vindverki af of miklu piparkökuáti. Nefni engin nöfn.

4. Fólk um hvippinn og hvappinn er búið að linka við mig þannig að ég mun endurgreiða greiðann. En kunna endur að greiða sér með greiðu?Það er greinilegt að þessi fartari hefur verið að stelast í piparkökurnar á bænum!

Í súkkulaðidagatalinu: Stjarna

Engin ummæli: