föstudagur, nóvember 28, 2003

ÞAÐ SEM PIRRANDI ER...

... þegar móðirin á heimilinu tekur upp á því að kaupa tannbursta á liðið, hefur þá alla frá Colgate en í mismunandi dökkum litum (grænum, fjólubláum, bláum og öðruvísi bláum). Svo þegar að völt unglingsstúlka kemur heim frá "samkundu" um nótt og ætlar að fara að tannbursta sig, man hún ekkert hvaða tannbursta hún átti! Hún tekur því upp á því að nota bara alla tannburstana! Þessar mæður!!

... stórir auglýsingabæklingar, t.d. frá Elko og Rúmfatalagernum. Það þarf heilt borð til að lesa þá.

... lúðrasveitabúningar, sérstaklega þessir fjólubláu og gulu/gulllituðu. Böndin á öxlinni eiga það til að flækjast í öllu steini léttara, t.d. hurðarhúnum. Þarf ekki að útskýra þetta því að þið þekkið þetta!

... nafnabrandarar af því að þeir eru svo langt frá því að vera fyndnir. Hér koma nokkur dæmi:

A: “Ohh, vanda sig!”
B: “Ég heiti ekki Vanda Sig, ég heiti Guðríður Jóns!”

A: “Drífa sig!”
B: “Ég heiti ekki Drífa Sig, ég heiti Sveinsína Trausta!”

A: “Þegar ég verð gömul, ætla ég að setjast í helgan stein.”
B: “Hver er þessi Helgi Steinn??”

Nafnabrandarar í boði mömmu – maður kallar ekki allt mömmu sína!

... þegar að fjölskyldumeðlimirnir mínir finna alla áfengisfelustaðina mína "ÓVART!"
"Ég opnaði bara hurðina á herberginu þínu og þá datt bara taskan með bjórnum af snaganum"
"Hvaða bjór er þetta í kassanum? Þegar að ég ætlaði að fara að ná í gamlar skólabækur í honum... blasti bara kippa við mér!! Hvernig stendur á þessu? Og hvar fékkstu þetta? Veistu ekki að það er gegn lögum að selja börnum undir lögaldri áfengi?"
Ég verð bara að vona að það finni enginn kippuna sem er inní fataskápnum mínum! :sHérna er ég ásamt nokkrum vel völdum félögum í hátíðarbúningnum okkar. Ég er önnur til vinstri. Sem betur fer er enginn hurðarhúnn sjáanlegur!!

Engin ummæli: