laugardagur, nóvember 29, 2003

BÓK DAGSINS!

Þennan virðulega titil fær besta bók sem skrifuð hefur verið. Ég fann hana í rykföllnum kassa um daginn og hoppaði hæð mína þegar ég sá hana. Þetta var uppáhalds bókin mín í æsku og sást það vel á því hversu slefborin hún var – ég slefaði víst mikið sem krakki. Bókin hefur að geyma einn fallegasta boðskap sem að prentaður hefur verið. Bók vikunnar er:

Bangsímon og afmælisveislan


Einn góðan veðurdag kom Bangsímon gangandi eftir stígnum sem lá niður að gömlu trébrúnni. Honum þótti alltaf svo gaman að standa á brúnni og horfa niður í lygnan árstrauminn.
Þegar hann gekk fram hjá háu trjánum datt eitthvað hart á hausinn á honum.
- Sko, hrópaði Bangsímon. Þetta er fallegur köngull!
Bangsímon var svo gagntekinn af að horfa á fallega köngulinn að hann tók ekkert eftir rótarhnyðju sem stóð upp úr götunni. POMP! Hann hrasaði um hnyðjuna og stakkst á höfuðið.
Hann kom niður á miðja brúna sína góðu.
- Hvað er orðið af könglinum mínum? sagði Bangsímon um leið og hann leit upp.
- Æ, æ, hann hefur dottið í ána! Hann horfði á köngulinn fljóta með straumnum.
Þá sá Bangsímon dálítið merkilegt.
- En skrýtið! Köngullinn datt út af brúnni hérna megin en kemur undan henni hinum megin. Ég ætla að prófa þetta aftur.
Bangsímon tíndi fleiri köngla og fáein prik og fór með það yfir á brúna. Hann teygði sig yfir handriðið öðrum megin og henti könglunum og prikunum í ána. Svo hljóp hann yfir að handriðinu hinum megin.
- Þarna er einn, þarna er annar, þarna er prik. Það kemur allt hingað! Og prikin fljóta hraðar en könglarnir, sagði Bangsímon. Ég verð að segja öllum hinum frá þessu!
- Gríslingur! Kaninka! Gúri! Nú kann ég nýjan leik. Hann heitir Bangsaprik. Ég skírði hann í höfuðið á sjálfum mér, sagði Bangsímon. Ég get ekki útskýrt hann en ég ætla að sýna ykkur hann.
Þau fóru niður að ánni.
- Fyrst týna allir fáein prik, sagði Bangsímon. Svo hendum við þeim af brúnni hérna megin og hlaupum síðan yfir á hinn kantinn og gáum hvert okkar vinnur. Eruð þið tilbúin? Hendið þeim núna! Þau hlupu þvert yfir brúna.
- Þarna koma mín prik! hrópaði Gúri.
En þetta voru engin bangsaprik. Það var Eyrnaslapi sem flaut niður ána.
- Hvað er að sjá þig, Eyrnaslapi? kallaði Kaninka. Ertu að bíða eftir að einhver bjargi þér á þurrt land?
- Já, það væri fínt, svaraði asninn og gekk upp og niður í vatninu.
- Hvað gerum við nú? spurði Grislingur.
- Mér dettur ráð í hug, sagði Bangsímon. Við hendum stórum steini rétt hjá Eyrnaslapa. Þá bera öldurnar hann að landi! Þetta þótti öllum þjóðráð nema Eyrnaslapa.
Bangsímon sótti stóran stein og lyfti honum upp á brúarhandriðið. Hann miðaði á blett við hliðina á Eyrnaslapa og skaut föstu skoti. SKVAMP! Steinninn féll afar nærri Eyrnaslapa eða réttara sagt beint ofan á hann.

Ohh... ég get ekki skrifað meir, þetta er svo sárt! Aumingja Eyrnaslapi að fá stein á sig! En það kom á daginn að Tumi tígur hafði hrint honum ofan í ána en Tumi sagðist bara hafa hóstað á hann. Bansímon tók eftir því að Eyrnaslapi var eitthvað slappur á kantinum en það var útaf því að Eyrnaslapi átti afmæli en enginn óskaði honum til hamingju með afmælið! Þau ákváðu því að gefa honum gjafir. Bangsímon ætlaði að gefa honum hunang en hann kláraði allt á leiðinni. Grislingur ætlaði að gefa honum blöðru en hún sprakk þegar að hann klessti á tré. Svo var haldið sörpræs partý og allir voru glaðir til ævi loka! Endir!

Boðskapur sögunnar: Simple mind, simple pleasure!
Leikur dagsins: Bangsaprik

Engin ummæli: