sunnudagur, ágúst 24, 2003

Það eru ekki margir sem vita að ég er jógúrt- og skyrmanneskja mikil... samt meira svona... fíkill. Og að því tilefni ætla ég að reyna að vera með vikulegan þátt á þessu bloggi; jógúrt vikunnar.

JÓGÚRT VIKUNNAR!

Ég smakkaði þetta jógúrt fyrir svona 2 vikum og gjörsamlega féll fyrir því strax og ég lét það inn fyrir mínar varir. Það var svolítið sætt og væmið en það er ég nú líka!! (já þetta var kaldhæðni krakkar mínir!) Og sem betur fer, á þetta jógúrt sér nafn og það á mörgum tungumálum: 1. Húsavíkur létt-jógúrt með perum og vanillu. 2. Leicht-Joghurt mit Birnen und Vanille 3. Low-fat yougurt with pears and vanilla. Alþjóðlegt jógúrt takk fyrir!!

Að mínu mati eru umbúðir jógúrtsins afar smekklegar og fallegar... voða sæt mynd af peru og svo er lítið vanillublóm sem sveigir sig í kringum peruna og hjúfrar sig að henni. Þá veit ég núna að vanilla er blóm, ekki ístegund. Svo eru aðeins 82 kaloríur og 1,3 grömm af fitu í 100 grömmum þannig að þetta ætti ekki að vera mjög fitandi... enda er þetta líka LÉTT jógúrt, samt alveg 500 gramma dolla...

S.s. bara hið ágætasta jógúrt og ég mæli með því. Húsavík rokkar!!! >:E

Engin ummæli: