laugardagur, október 11, 2003

ÞAÐ SEM Á DAGA MÍNA HEFUR DRIFIÐ...

... mamma ætlar að fara í kirkjukór!
... mamma þarf að fara í inntökupróf og presturinn þarf að vera viðstaddur. Hann hleypir nú ekki hvaða rödd sem er inn í Guðs hús.
... mamma er núna að æfa sig fyrir inntökuprófið. Er að þrífa, hlustar á Papana og gólar: "Já það er lotterí, já það er lotterí og ég tek þátt í því!"
... hundar eru líka með fílapensla. Það er s.s. ekkert fyndið en þeir eru bara svo heví stórir!!
... ég kastaði svefnpoka (óvart) í pabba um síðustu helgi. Ég kastaði pokanum niður um lúguna sem fer niður í kjallara og það vildi svo skemmtilega til að pabbi var að labba í rólegheitum fram hjá stiganum fyrir neðan. Hann fékk pokann í hausinn og slengdist upp að vegg. Hann er með kúlu og finnst það ekki fyndið. En það finnst mér!
... ég gerði enskuverkefni um Christina Aguliera fyrir systir mína í gær. Allar stafsetningavillurnar sem hún gerði fóru svo í taugarnar á mér að ég ákvað bara að gera verkefnið fyrir hana! Og núna veit ég ALLT um hana... það er fyndið og sorglegt í senn.
... það er systrafélagsfundur heima hjá mér í kvöld. En það mætir bara u.þ.b. helmingur vegna veikinda, brúðkaupa og leiklistarferðalaga. Það verður fámennt... en góðmennt.

Engin ummæli: