Árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka, nema kannski í myndinni Back to the future. Þetta er búið að vera gott ár, þá sérstaklega námslega séð en ástarmálalega séð þá var þetta slæmt ár. En hver getur ekki lifað án ástar? Ef það er einhver þá er það ég. Vinalega séð var þetta mjög gott ár á köflum. Missti og eignaðist vini en eignaðist þó fleiri sem hafa gengið með mér í gegnum súra og sæta sósu. Og súkkulaðisósu líka. Þetta var ár gleði og kætis og er það eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið jafn dugleg og á þessu ári. Þetta er ekkert mont ónei, heldur bara pjúra sannleiki. Ég hef líka aldrei drukkið jafn mikið strumpagos og á þessu ári. Það var ekki ein strumpagoslaus helgi í sumar sem er alveg rosalegt. Það er kannski ástæðan fyrir þessari bumbu minni sem hefur myndast hægt og bítandi. Kannski bara. En ég vil þakka öllum sem ég þekki fyrir þetta góða ár og vonandi verður hið nýja ennþá betra. Og meira strumpagos!
föstudagur, desember 31, 2004
miðvikudagur, desember 29, 2004
Kona
Einkennisorð mín þessa dagana eru: Girl, you'll be a woman soon, en það er einmitt lag sungið af Neil Daimond og seinna af Urge Overkill, eða öfugt. Hvort kom hænan eða eggið fyrst? Enginn veit fyrir víst. Ástæðan fyrir því er óviss. Ég bara finn þetta á mér. Eggjastokkarnir eru svo þroskaðir eitthvað og kvenhormónið fyllir vit mín af vitund um kvenleika minn. Ég hef alltaf verið mjög óánægð með að hafa stórar mjaðmir þangað til núna en það hefur vitaskuld sína kosti að vera stórmjaðma. Ég er kvenlegri í vexti fyrir vikið og svo get ég borið margan krakkann undir belti án þess að afskræmast líkamlega eftir á. Þannig að ég bíð bara eftir að ég verði kona að fullu og þegar það móment kemur, þá veit ég það. Ég held að það sé svipað því að stór bomba bombist inn í leginu og svo fari maður á megatúr eða eitthvað svoleiðis álíka. En ég bíð spennt og læt ykkur vita þegar það gerist.
Ath. Ég er laus á Gamlárskvöld ef einhver vill fá trúð í partíið sitt.
Birt af Særún kl. 19:23 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 28, 2004
Það er súrt
að horfa á klámmynd með 6 strákum. Það er einnig súrt að horfa á Ken Park með 6 strákum. Það er líka súrt að það er ekki tebó í kvöld með 6 strákum. Súrt.
Birt af Særún kl. 14:05 0 tuðituðituð
mánudagur, desember 27, 2004
Leiðist þér?
Taktu þá kvissið mitt eða sjáðu hvernig hinum bleyðunum gekk
Birt af Særún kl. 16:00 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 25, 2004
Jól í bæ
Hátíðirnar hafa verið góðar. Betri en í fyrra. ,,Smá" upptalning:
Þorláksmessukvöld var stuð. Ég ásamt nokkrum krökkum úr tónó skelltum okkur niður í bæ með hljóðfæri og læti og spiluðum fyrir mannmergðina. Það var skítakuldi þótt að ég viti ekki hvort að skítur sé kaldur eða ekki. Langar bara ekki að vita það. Hrafn Gunnlaugsson var dyggur aðdáandi okkar. Til gamans má geta að ég hef komið í bústaðinn hans sem brann fyrir skömmu. Gaman að því. Svo fengum við kakó og allir fóru heim.
Aðfangadagur byrjaði með uppvakningu í gegnum fartól. Ég var boðuð á bjöllukórsæfingu þótt ég hafi aldrei áður spilað á bjöllu. Staulaðist niður í tónó og fékk hvíta hanska. Svo fór ég í gjafaleiðangur. Hann var nú bara eins og alltaf: pabbi fær kaffi og koníak og verður hálfvaltur. Ákvað að nýta mér valtleika hans þegar hann var að dást að fullu tungli. Ég sagði honum að það væri ekkert tungl þarna, hann væri bara að ímynda sér það. Og hann trúði mér. Spurning hvenær ég ætla að segja honum sannleikann. Á leiðinni heim urðum við vitni að þriggja bíla árekstri. Aumingja þau. Þegar heim var komið var komið að jólabaðinu. Fór svo í sparifötin og tveir fráskildir frændur mínir komu í mat. Hann var góður. Sem sagt maturinn. Svo voru pakkarnir opnaðir. Ég fékk margt og mikið. 3 geisladiska og á meðal þeirra var Pottþétt 36 sem ég ætla pottþétt 36 að skila. Ögrandi náttföt. Takk fyrir þau Oddný mín. Önnur náttföt en í þetta skiptið var það afar efnislítill náttkjóll. Hann var frá einum af fráskildu frændum mínum og sagðist hann hafa fengið hjálp við að velja hann. Ég spurði hvort það hefði verið vændiskona sem hjálpaði honum og ég fékk olnbogaskot frá mömmu. En frændi fór bara að hlæja. Við höfum nefnilega svo svipaðan húmor. Frændi er mikill brandarakall og er oft að leika sér í Kína en enginn veit hvað hann er að gera þar. Hann sýndi mér myndir af öllum konunum sem voru alltaf að elta hann þar af því að þær héldu að hann væri milljóner. Hann er það samt ekki. En ég skal halda áfram með gjafirnar. Fékk vettlinga frá hundinum mínum sem hann er búinn að vera heilt ár að prjóna. Hann er hæfileikaríkur hann Sókrates. Fékk einnig bók um dauðan hund. Takk fyrir hana Guðný. Vonandi ertu ekki að gefa það í skyn að þú ætlir að drepa minn hund með garðgaffli. Nenni ekki að telja upp fleiri pakka. Systir mín fékk déskotans hljómborð sem ég ráðlagði foreldrum mínum að kaupa ekki. Það verður ekki stundarfriður á heimilinu það sem eftir er. Talandi um stundarfrið. Ég samdi einu sinni lag sem heitir Stundarfriður þegar ég var 11 ára af því að það var eitthvað sem ekki var á heimilinu. Sendi lagið í keppni en vann ekki. Bömmer. En svo var það eftirrétturinn. Einn fráskildi frændi minn er afar þykkvaxinn og rak afturendann í borðstofuskápinn og upp á skápnum er vínrekki með 8 vínflöskum sem pabbi heldur mikið upp á. Skápurinn byrjaði að vagga og svo búmm. Vínrekkinn plús flöskurnar smölluðust í gólfið og timburgólfið var rauðvínslegið. Þá var byrjað að þrífa í 4. skiptið í þessari viku en rauðvínið fór á hæðina fyrir neðan og í gegnum loftið á tilvonandi herbergi mínu. Ég verð því með rauðvínsloft. Nammi namm. En pabbi fór ekki að gráta eins og yfir dýralífsmyndinni, sem betur fer. Þoli það ekki þegar að fólk grætur á jólunum. En svo var komið að jólakortalesningu. Við höfum alltaf lesið kortin bara strax og þau koma inn um lúguna en ég heimtaði að nú yrðu þau opnuð á aðfangadagskvöldi eins og allir aðrir gera. Fékk sjálf 6 kort, fimm kortum fleiri en í fyrra. Las svo smá í bókinni um dauða hundinn. Steinrotaðist.
Vaknaði kl. 9 í morgun af því að bjöllukórinn var að fara að spila. Það gekk bara vel. Dagurinn fór svo bara í fugl. Nei rugl. Horfði á Harry Potter 3 sem ég gaf örverpinu í jólagjöf. Svo er jólaboð núna with hanged meat, some red cabbage and up-stubby. Afi komst að því hver er versta uppfinning allra tíma: ilmkerti. Veit ekki hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu. Núna er ég bara að láta mér leiðast og bora í nefið. Neih, þarna er páskaunginn sem ég var að leita að! Ái hann er fastur. Með páskaunga fastan í nefinu óska ég ykkur gleiðra jóla og afsaka ef ég sendi ykkur ekki jólakort. Fann ekki símaskrána.
Birt af Særún kl. 19:28 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 23, 2004
Mér tókst það!
Eftir tveggja mánaða langan ökuskírteinistíma tókst mér það loksins. Ég skemmdi bílinn minn. Þannig er mál með vexti að ég vinn í miðbæ Reykjavíkur og miðbænum hefur alltaf fylgt bílastæðavandamál. Eini staðurinn þar sem ég get lagt er inni í þröngasta bílastæðahúsi suðvestan Alpafjalla sem er staðsett undir Hereford. Allir veggir eru málaðir gulir. Gaman að því. Ég hef aldrei verið sérstaklega góð í því að leggja og hefur það hrjáð mig mikið en alltaf hef ég getað reddað mér. Nema í gær. Ég renndi náttfataljósbláa bílnum okkar inn í stæði með gulan vegg og gula súlu á sitthvorri hliðinni og byrjaði á því að misreikna mig aðeins og keyrði á gula vegginn. Þá var bara að bakka út og þá skrapaðist önnur hliðin utan í gula súlu. Gula súlu. Ég fór út, sá rispuna og langaði mest að grenja. Fór í vinnuna, var utan við mig allan tímann og var send heim. Fór heim, sagði mömmu og pabba, allir sáttir. Jíha! En fall er fararheill.
Áðan fór ég í klippingu, kl. 9. Það var erfitt. Kallinn sem klippti mig var samt ekki hommi, skrýtið. Fyrst fór ég á vitlausa hárgreiðslustofu því að enginn sagði mér að stofan væri búin að sameinast annarri stofu og væri við Dómkirkjuna. Kúkar. Jæja, ég kom seint og kallinn byrjaði að klippa. Páll Óskar var í aflitun hliðina á mér. Svo sagði hann: ,,Hefur þú aldrei pælt í því að gerast augnmódel? Þú veist, fyrir gleraugu og svona." Ég varð furðulostin og vitaskuld neitaði ég því því að ég vissi ekki einu sinni að það væru til sérstök augnmódel. Þá sagði hann: ,,Þú ert bara með svo falleg augu." Og aldrei hef ég roðnað svona mikið. Kannski er þetta einhver ný pikköpp lína og vá, hún er sniðug. Ég ætla að nota hana einhvern tímann bara af því að hún er svo léleg.
Í dag er Þorlákur eins og hann er kallaður. Voða margir segja Þodlákur. Ef ég myndi heita Þorlákur þá yrði ég ekki sátt með að vera kölluð Þodlákur. En sem betur fer heiti ég ekki Þorlákur eða Þodlákur. Þorlákur Ósk Pálmadóttir. Hljómar asnalega.
Birt af Særún kl. 13:53 0 tuðituðituð
miðvikudagur, desember 22, 2004
Bland í poka
Niðurstöður úr könnun jóla eru komnar í hús. Fólk er almennt sammála mér um að það eigi að vera jólatrjáasala. Nú er ég ánægð. Þess vegna ætla ég að starta smá kyndilför um höfuðborgarsvæðið og annaðhvort brenna öll jólatrésala- og jólatréssalaskilti eða krota yfir jólatrésala og jólatréssala og setja jólatrjáasala í staðinn. Umsóknareyðublöð fást í Smáralind undir rúllustiganum í Debenhams.
Einkunnir eru einnig komnar í hús. Fékk 10 í stærðfræði! Og í skólasókn reyndar líka. 9 í spænsku. 8 í íslensku eftir að hafa lesið Njálu deginum áður. Svo bara áttur og sjöur. Fékk svo rosalega lélega einkunn í leikfimi sem ég vissi ekki að væri hægt að fá í því fagi en ég tek hana bara ekkert með af því að það er ekki bóklegt fag. Og hana nú!
Fór í jólagjafaleiðangur áðan. Keypti Valtýr prumpuhund á alla línuna. Jæja, þá er ég búin að eyðileggja spennuna fyrir nokkrum.
Vá hvað það skulda mér margir pening og bjór. Það er svolítið óþægileg tilfinning af því að samkvæmt mínum útreikningum er þetta 5200 krónur og ein kippa af Thule. Farið svo að borga mér krakkafífl því að ég er ekki búin til úr peningum. Jólaandinn svífur hreinlega yfir mér.
Birt af Særún kl. 15:29 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 21, 2004
sunnudagur, desember 19, 2004
Súra kvöld
indíd. Byrjaði með vinnu. Mikið að gera, mikið af fólki kom sem ég þekkti og fólk sem ég vildi ekki þekkja en gerði það samt. Missti flösku en hún brotnaði. Ekki. Haha. Blés svo fast á kerti að ég fékk vax framan í mig. Ái það var vont. Afgreiddi mann frá Finnlandi sem hét Bösse. Haha, þá fór ég að hlæja. Afgreiddi líka mann úr Vesturbænum sem hét Kristinn. Haha, þá fór ég að hlæja. Eftir vinnu kíkti fólkið á Svarta kaffi. Allir átu kjöt og þeir drukku öl og þeir skemmtu sér mjög vel. Nema ég af því að ég var bílandi. Á Laugarveginum var margt um manninn. Ég og fulla samferðakona mín pikkuðum upp blindfulla frænku mína og enn fyllri vinkonu hennar og skutluðum þeim á Devitos. Hún kom með rosalega góða línu: ,,Ég er ekki þú og þú ert ekki ég" Fréttir! Haha. Fulla samferðakona mín tók upp á því að tala við alla stráka sem á vegi okkar urðu. Hún gekk í eitt skipti svo langt að gefa unglömbum úr MS númerið sitt svo að þeir gætu hringt þegar við áttum að skutla þeim heim. Nóvei Hósei! Fengum okkur svo pölsu á Aktu taktu. Fórum annan Laugarveg. Keyrðum framhjá Rex og öskruðum á fólkið þar: Rex pex! Fólkið tók vel í það. Á leiðinni heim hringdu svo greyið MS-ingarnir og af því að ég hef gott og stabílt hjarta þá gat ég ekki annað en skutlað kjánunum heim. Svo komst ég að því að þeir eru bara allir að fara til Mexíkó eins og ég. Lítll heimur. Þeir voru 4 aftur í og viti menn, við mættum löggunni. En sá minnsti var ekki lengi að kúra sig ofan í klof vinar síns þannig að ég slapp við sektina í það skiptið. Komst að því að það að skutla heim er ágætt pikköpp lína því að ég held að þeir allir séu með númerið mitt. hoho. Fékk svo sms þegar ég kom heim eftir læti móður minnar yfir seinkomu minni. ,,Við skuldum þér far. Þú ert live-saver" Ég svaraði til baka: ,,Haha, ég á heima í Hafnarfirði þannig að ég mun pottþétt nýta mér farið. Svo er Live-saver nammi."
Súra kvöld, ójá.
Þarna sjáið þið hvað það væri leiðinlegt ef allar færslur væru um mitt daglega líf. Seiseijú.
Birt af Særún kl. 16:18 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 17, 2004
Tímamót
Um daginn gerði ég það sem ég hef ætlað að gera í langan tíma, ég horfði á Pulp Fiction í fyrsta skipti á ævinni. Margir hafa hneykslast á Pulp Fiction-leysi mínu enda er það skiljanlegt, myndin er nú 10 ára gömul. Ég og góðvinur minn sem hafði ekki heldur séð myndina, skelltum okkur fyrir framan imbann og horfðum á subbulegu dýrðina í allri sinni mynd. Það versta var að myndin var með dönskum texta sem truflaði afar mikið, aðallega sökum lélegra þýðinga. Hér komu nokkur dæmi:
My man = Fars niggerson
Fuck off = Fis af
The show must go on = Showen kontinuer
Svo nennti ég ekki að pæla í þessu lengur. En þetta var góð mynd og merkilegt að margir af leikurunum í myndinni leika í framhaldi myndarinnar Get Shorty, sem hefur fengið nafnið Be Cool. Merkilegt. Núna á ég bara eftir að horfa á The Big Lebowski, Grease, Jaws og Rambo.
Uppáhalssetningin mín: Zed is dead
Birt af Særún kl. 16:30 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 16, 2004
Ég er frjáls
Prófin búin. Trallala.
Ég hef verið andvaka núna í mánuð, þá aðallega á nóttunni. Þá hef ég fengið tíma til að hugsa. Hef til dæmis samið marga texta við þekkt lög. Þetta samdi ég fyrir íslenskuprófið:
Lag: Ég er frjáls
Synir Njáls
Synir NJáls
Drápu fósturson
Sváfu lon og don
Synir Njáls
Svo sofnaði ég loksins og á eftir að klára lagið.
Birt af Særún kl. 16:03 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 14, 2004
Misskilningur ársins
Ég hef misskilið orðið tojtoj í þónokkuð langan tíma. Samt er þetta eiginlega ekki orð en ég misskildi það samt. Þannig er mál með vexti, að ég hélt alltaf að þetta væri svona ,,montorð", sem sagt að það væri notað þegar að fólk væri að monta sig og myndi setja upp svona grobbsvip og segja svo ,,Tojtoj!" En á laugardaginn fyrir kammersveitartónleika, skildi ég ekkert í því af hverju í ösköpunum fólk var að öskra tojtoj sín á milli. Þetta var nú kannski ekki beint tíminn til að vera að monta sig. En svo prófaði ég að leggja saman tvo og tvo: tónleikar, fólk að fara að spila, þeim á að ganga vel. Þá þýðir tojtoj það sama og gangi þér vel! Ég er svo mikill illi, hef verið segja þetta við fólk sem verður mér á vegi en svo bara... hef ég ekkert vitað hvað ég var að segja. Svona er bara lífið, eitt tojtoj.
Birt af Særún kl. 14:04 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 12, 2004
Teiti
Í gær var haldið teiti á heimili mínu. Tilefnið var fimmtugs afmæli bróður hans pabba en hann er einstæður, á litla blokkaríbúð og fékk því að halda upp á herlegheitin heima hjá okkur. Keypt var bús fyrir 80.000 pjéninga og fullt af mat fyrir ennþá meiri pjéninga. Teitið samanstóð af fólki í kringum fimmtugt, mér og tvítugri frænku minni. Planið var nú að drekka ekki fyrst að ég er í prófum og svona en vitaskuld fór það um þúfur því að ég var alveg á geitinni. Sveinsína, áttræð frænka mín, þurfti endilega að fara að spurja mig um framtíðina en sökum Bakkusar kom ég engu gáfulegu út út mér. Pabbi var hress eins og alltaf. Sagði rosalega oft við mig: ,,Ertu sátt? Ef þú ert sátt við mig, þá er ég sátt við þig. Nei sáttur." Svo bað hann mig um að kenna sér að heilsast eins og rapparar gera. Hann sýndi mér hvernig hann myndi gera það og það var frekar önkúl. Rann svo allsvakalega úti í garði en það var reykingarstaðurinn og rann beint í alla öskuna. Og auðvitað þurfti ég að vera í hvítu pilsi og síðast þegar ég var í þessu pilsi á árshátíð hér um árið, settist ég í munntóbaksskirp. Þetta er því svo sannarlega óhappapils. Svo kom frændi minn með nýju fótboltakærustuna sína sem var í versló. Og auðvitað lét ég hana vita að ég væri í MR og spurði hvort við ættum ekki að fara í bidsfæt. Hún tók vel í það og veltumst við um gólf í nokkurn tíma. Svo fór allt fólkið í yngri kantinum og kl. 12 sofnaði ég í öllum fötunum í sófanum. Það varð rosalega mikið eftir af áfengi og frændi asnaðist til að kaupa 2 kassa af Breezer. Það var voðalítið drukkið af því þannig að hann gaf mér það sem var eftir: 12 flöskur. Það verður því feitt Breezer fyllerí á næstunni þótt að ég sé ekki sátt við þennan drykk. En það má með sanni segja að þetta var afar athyglisvert kvöld. Ég bara get ekki sagt annað.
Birt af Særún kl. 18:36 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 10, 2004
Tvífarar mánaðarins
Zorin úr Bond-myndinni A View To Kill
Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson
Birt af Særún kl. 16:39 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 09, 2004
Undur og stórmerki
Ég fékk bílinn í morgun til að fara í málvísindapróf. Það verður í fyrsta og síðasta skipti sem það gerist. En ég naut þess líka í þetta eina skiptið. Það er svo svalt að fara á bíl í skólann, sérstaklega þegar bíllinn inniheldur jólaseríur. Prófið gekk á afturfótunum. Ef mér hefði gengið vel, þá hefði prófið gengið á framfótunum. En svo var ekki. Hvernig í ósköpunum er hægt að rökstyðja það að í máli sem er náskylt íslensku geti hestur þýtt kýr og kýr þýtt hestur? Og að hestar bauli og kýr hneggi? Það svar vil ég fá í jólagjöf.
Ekkert er betra en að setjast niður eftir svona hrakfallapróf og rita í nokkur jólakort. Þau voru ekkert nokkur, heldur 15. Og ekkert kort er eins og já, bara bull. En þau eru skemmtilegust. Ég fór samt ekki svo langt að semja 6 erinda ljóð fyrir tvær vinkonur mínar eins og ég gerði í fyrra.
Ég hef átt rosalega erfitt með svefn upp á síðkastið. Annaðhvort dotta ég yfir bókum oft á dag eða get einfaldlega ekki með nokkru móti sofnað. Í gærkvöldi fór ég til dæmis í háttinn kl. 12 en gat ekki sofnað. Prófaði allt: að telja kindur, búa til runur þar sem ég byrja á einu orði og finn annað orð sem tengist því fyrsta og koll af kolli þangað til að ég enda aftur á upphafsorðinu. Þetta gerði ég 3 sinnum en ekkert gekk. Ég prófaði líka að hlusta á jólastöðina í von um að lenda á hugljúfu jólalagi sem myndi syngja mig í svefn. En allt kom fyrir ekki því að annað hvert lag var með Helgu Möller eða Andreu Gylfa. Lenti eiginlega bara á öllum verstu jólalögunum: Little Drummerboy með Siggu Beinu en þar er búið að setja lagið í poppbúning og inn á milli kemur salsasóló og ofan í það gítarsóló. Svo líka júróvisjónlag með einhverjum ítala sem var gert að jólalagi og kall í Skítamóral syngur. Líka Morning Has Broken í jólabúningi. Ullabjakk segi ég bara. En eftir 3 tíma sofnaði ég loksins og 2 tímum seinna vaknaði ég til að læra. Ég er dugnaðargaffall.
Birt af Særún kl. 14:05 0 tuðituðituð
miðvikudagur, desember 08, 2004
Líffræðigrín í smáauglýsingaformi
í tilefni þess að ég var í líffræðipófi í dag.
-Athugið athugið! Prólaktín óskast sem fyrst!
-Ertu orðin/n leið/ur á því að fara alltaf til Kanaríeyja um jólin? Skelltu þér þá til Langerhanseyja! Upplýsingar á www.bris.is
Birt af Særún kl. 16:52 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 07, 2004
Dýralífsmyndir
Það er eitthvað sem ég hef ekki haft mikinn áhuga á fyrr en nú. Þannig er mál með vexti að pabbi er afar mikill áhugamaður um dýr og á örugglega flest alla þættina hans David Attinborough. Hann horfir líka rosalega mikið á Animal Planet og hann vill endilega að við hin í fjölskyldunni sameinumst honum um þetta áhugamál. Til að gera honum til geðs, tók ég mér smá frí frá lærdómnum og skellti mér fyrir framan imbann. Á dagskrá var heimildarmynd um ljón, allt í lagi með það. En þetta var bara alveg rosalega merkileg mynd. Hún fjallaði um ljónynju sem hafði nýlega misst afkvæmi sitt. Á vegi hennar varð antilópukálfur sem hafði misst móður sína og venjulega hefði ljónynjan gripið gæsina og fengið sér einn kálf en nei, ljónynjan tók hann að sér og var honum sem móðir. Hún meira að segja svelti sig í hálfan mánuð svo hún gæti passað hann. Þetta fannst pabba svo merkilegt og fallegt að hann fór næstum því að gráta, allavega felldi hann tár. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem að ég hef séð faðir minn gráta þannig að þetta var stór stund í lífi mínu. En svo versnaði það. Ljónynjan leit af antilópukálfinum í nokkrar sekúndur og þá kom ljón og tók kálfinn. Í kálfinum heyrðust mikil sársaukahljóð og ljónynjan horfði á á meðan ljónið át hann. Hún gat auðvitað ekki gert neitt því að þá yrði hún líka étin.
Þetta virðist kannski ekki vera merkilegt þegar um þetta er lesið en ef þið mynduð sjá þetta með eigin augum, þá væruð þið eflaust sammála mér. En ég hef skipt um skoðun hvað varðar dýralífsmyndir. Þær enda oftast með blóðúthellingum en inn á milli er mikil ást. Mikil ást.
Birt af Særún kl. 13:51 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 05, 2004
Tík!
Það er rosalega góð og kitlandi tilfinning að vera álitin tík af annarri tík. Svo ég best viti, þá hef ég aldrei verið álitin tík fyrr en nú og það gerir þetta svo spennandi. Mér finnst tíkin líka vera algjör tík og hef gaman af því að gefa henni tíkarlegt augnaráð og tíkast aðeins í henni. Ég kalla tíkina líka oft dúkkuna af því að hún er alveg eins og dúkka, samt ekki sæt dúkka. Stundum langar mig hreinlega að plokka þessi dúkkuaugu útúr hausnum hennar og gera eyrnalokka úr þeim en ég geri það auðvitað bara í nauðsyn. Einu sinni ætlaði tíkin að vera voða tíkarleg og labbaði á mig þegar ég hélt á heitri núðlusúpu en heita núðlusúpan helltist ekki á mig, heldur á hana. Hún hélt að ég hefði gert það viljandi þannig að núna er ég súperdúper tík í hennar augum. Ojá, það er góð tilfinning.
Bráðum fær einhver saur í pósti.
Er þér sama þótt ég á hann hósti?
Mikið hatur er þér í brjósti,
viltu að ég nafn þitt uppljóstri?
Birt af Særún kl. 18:12 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 04, 2004
Ef
ég myndi segja við þig: "I am a booby!" þá er ég ekki að segja að ég sé brjóst eða júlla, heldur er ég að segja að ég sé brjáluð manneskja, sbr. Enskar smásögur.
ég myndi segja við þig: "Go to a booby-hatch!" þá er ég ekki að segja þér að fara í brjóstalimgerði*, heldur er ég að segja þér að fara á geðveikrarheimili, sbr. Enskar smásögur.
*haha, brjóst og limur í sama orðinu. Ég er svo mikil dónókona
.
Mr. Hatch er algjör booby
Birt af Særún kl. 21:30 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 03, 2004
Rosalega er ég glöð
að þurfa ekki að skrifa á 50 jólakort þetta árið. Foreldrar mínir hafa nefnilega fundið upp tæknina, tölvuna, Word og prentarann. Núna verður textinn bara pikkaður inn, prentaður og skellt inn í heimatilbúnu kortin sem voru tilbúin í október. Í fyrra fóru foreldar mínir ótroðnar slóðir og létu hvern og einn fjölskyldumeðlim skrifa sitt nafn undir og það í aldursröð. Og af því að heimilishundurinn kann ekki að skrifa, þá þurfti ég að teikna loppufar inn í öll kortin. Viðtakendur kortanna hafa örugglega haldið að við værum nett brjáluð, svona eins og The Brady Bunch.
Þetta verður því gott kortaár í ár.
Birt af Særún kl. 16:52 0 tuðituðituð
miðvikudagur, desember 01, 2004
Jólagjafaóskalisti
Dót:
Bratz Beauty Boom Box
Þráðlaus barnapía
Barnahljómborð með dýrum
Organ Doktor
Girls Only prjónavél
Barnaharmonikka
Þythokkíborð
Veltipétur
Baðborð með 38 cm brúðu
Bratz Safari Cruiser
Ófrísk Judith
Rugguhestur með hnakk og hljóðum
Lögregluljós
Innfrarauð lögreglu Apache þyrla
Bratz - truflaða tískuspilið
Birgittu dúkkan
SingStar Party
Geisladiskar:
Birgitta - Perlur
Nylon - 100% Nylon
Kalli Bjarni
Bækur:
Nylon bókin
Idol bókin
Bókin um dvergakonuna sem þóttist vera eskimói í Ameríku
Bankabók
P.S. ég er sko ekki að djóka meðetta!
Birt af Særún kl. 22:55 0 tuðituðituð
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Ég átti víst 18 ára afmæli í gær, eða eitthvað svoleiðis. Satt best að segja þá var þetta ekki mjög góður dagur. Kvef, tónleikaspilerí, jólaþorpsspilerí, vinna, partý sem endaði með ósköpum. En ég verð að líta á björtu hliðarnar sem eru þær að ég er orðin sjálfráða og má gifta mig. Planið var samt að gera það í gær en ég fann ekki þann rétta. Spurði rosalega marga á Hereford en þeir voru allir giftir eða of fullir til að skilja spurninguna. Ég fékk einnig góðar gjafir, gjafir sem hlýjuðu mér um hjartarætur. Mörg símtölin fékk ég, einnig smáskilaboðin og meira að segja eitt frá Glasgow. Takk fyrir þau. Núna er planið að fara út að borða af því að ekki gafst tími til þess í gær. Pabbi er samt búinn að vera í fýlu í allan dag útaf einhverju skyri, held að við skiljum hann bara eftir heima. Sem sagt lala afmælisdagur, ekki sá besti.
Birt af Særún kl. 18:20 0 tuðituðituð
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Plömmer
Svo virðist sem að ég fari ekki á jólaball MR þetta árið. Busapussurnar kláruðu alla miðana. En ég verð að líta að björtu hliðarnar: ég er nr. svona 20 á biðlista. Vúhú! Og ég sem var búin að hlakka svo mikið til. Ég held þá bara partí fyrir biðlistafólkið eða ræni miða af einum busanum.
Fregnir af jólaundirbúningi móður minnar
Hún er búin að baka 3 sortir af smákökum, allar í gærkveldi. Jólaseríur eru komnar í glugga og aðventukrans á borð. Einnig jóladúkar.
Hrútspungalistinn
Það er komið nýtt system á þetta allt. Ég vildi ekki vera að eyða lötu fólki útaf en í staðinn refsaði ég því með því að gefa þeim ekki p-málið á nafnið sitt. Þeir sem eru duglegir fá einnig umbun en hún er einmitt p-málið á nafnið þeirra. En þeir sem taka sig til og hætta að vera latir, fá p-málið á nafnið sitt. Og aumingja þeir sem skilja ekki p-málið. Þipið gepetipið baparapa boporapað í nepefipið ápá öpömmupu ypykkapar!
Pælingin er að fara að læra fyrir latínupróf.
Birt af Særún kl. 19:57 0 tuðituðituð
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Mean Girls
Af hverju í ósköpunum eyddirðu 1 1/2 klukkutíma í að horfa á þessa mynd? Af hverju Særún, af hverju?
í þessum pikkuðu orðum er móðir mín að taka upp jólaskrautið. Það verður nefnilega allt jólaskraut að vera komið upp fyrir fyrsta í aðventu en hann er núna á sunnudaginn. Hún er samt löngu byrjuð því að í síðustu viku bakaði hún piparkökur, gerði heitt súkkulaði og lét okkur drekka úr jólabollunum okkar en hver og einn fjölskyldumeðlimur á sinn jólabolla. Á mínum stendur: Mom gave me this cup. Hún kláraði líka handgerða aðventukransinn í október og heimatilbúna pappírinn fyrir jólakortin í byrjun nóvember. Ekki halda að hún sé klikkuð, ónei, hún er bara svo mikið jólabarn.
Kosningar á morgun fyrir útskriftarferðina. Mexíkó, (hvítar strendur við Karabíahafið og áfengið drýpur af pálmatrjánum) Krít, (rústir) eða Slóvenía? (nýkomið úr stríði, eða eitthvað) Erfitt val.
Birt af Særún kl. 21:01 0 tuðituðituð
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Gærkvöldið í ljóðamáli
Á Jagúartónleika í gær ég fór
og drakk þar afar mikinn bjór.
Ég borgaði fimmtánhundruð kall
en uppskar heljarinnar svall.
Maður yfir mig hellti drykk,
ég sagði við hann: ,,Þú ert sikk!"
Hitti Bergþór túbumann
mig langaði helst að flengja hann.
Ég fremst við sviðið dansaði dátt
og eðlilega söng mjög hátt.
Í hálsi fokking hás ég er,
ég fór í bað alveg allsber.
Ljóðabókin er á leiðinni í allar helstu bókabúðir.
Birt af Særún kl. 15:46 0 tuðituðituð
föstudagur, nóvember 19, 2004
Þarfaþing mánaðarins
Rafmagnskryddkvörn frá Aida.
Fæst í öllum Bónus verslunum, nema á Stykkishólmi.
Birt af Særún kl. 11:03 0 tuðituðituð
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Handriði
Snjómaðurinn Handriði leit dagsins ljós í gærkvöldi (það er reyndar ekki hægt að líta dagsins ljós á kvöldin)í garðinum mínum. Hann er með risastórt ístyppi í lóðréttri stöðu og það er ástæða fyrir því. Fyrir framan hann er nefnilega 32" sjónvarp með allsberri snjókellingu á skjánum. Hafandi dáðst að Handriða í eilitla stund, lögðu stúlkurnar 3 leið sína í Lárubrekku með snjóþotu í annarri og vettling á hinni. Svo þegar ég kom heim, þá var hundurinn minn búinn að pissa á Handriða. Það mun ég aldrei fyrirgefa.
Birt af Særún kl. 00:00 0 tuðituðituð
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Hvernig voru Ripp, Rapp og Rupp búnir til?
- Með andardrætti!
Æi þetta er svo uppáhaldsbrandarinn minn. Vonandi gleymi ég honum ekki eins og öllum hinum.
Ég er farin að búa til snjókall með Oddnýju. Svo ætla ég að lemja hana í hausinn með skóflu, setja snjó yfir hana, hella vatni yfir, bíða eftir að skaflinn frjósi og flissa á meðan hún deyr kvalarfullum dauðdaga. Oddný mín, ég elska þig samt.
Birt af Særún kl. 20:56 0 tuðituðituð
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Brjáluð vinnuhelgi
Föstudagur:
- full kona á fimmtugsaldri káfaði á lærinu á mér til þess eins að ég myndi láta hana fá eftirréttinn en ekki mann sem sat með henni á borðinu. Ég sló bara á hendina hennar og sagði: ,,Svona gerir þú ekki við stelpu sem gæti verið barnabarnið þitt!" Og hún steinþagði það sem eftir var kvöldsins.
- önnur full gömul kona ropaði svo framan í mig.
- ég var að labba framhjá skrifstofunni sem hefur að geyma tölvu og inn um rifu á hurðinni, sá ég annan danska kokkinn vera að horfa á klámmynd í tölvunni. Ég mun aldrei aftur líta á hann sömu augum.
- ég átti afar skrítið samtal við einn kokkinn sem ég er orðin hálfhrædd við:
Kokkur: Hvað heitir þú?
Ég: Ég er búin að segja þér það tvisvar áður.
K: Nei þú hefur sagt einhverjum öðrum það.
É: Nújæja. (undirgefni) Ég heiti Særún.
K: Pétur. Ertu í annarri vinnu?
É: Nei ég er í skóla.
K: Hvaða skóla?
É: MR
K: Ég á heima á Þingholtsstrætinu.
É: Jájá.
-Og ekki hætti það. Eftir vinnu þegar ég sat í makindum mínum að klæða mig í nýju skóna mína, tók hann annan skóinn og reyndi að klæða mig í hann. Ég veit ekki hvað er að þessum manni. Kannski hefur hann andað að sér of mikið af steikargufu.
Laugardagur:
- ég klessti á minn fyrsta hliðarspegil. En ég beygði hann bara til baka þannig að það reddaðist. Svo var þetta líka bara drusla.
- Brjálaði kokkurinn tók aftur til hendinni þetta kvöldið. Á meðan ég var að raða skítugum diskum í uppþvottadótið, beygði hann sig svona fram fyrir mig og horfði á mig. Ég setti vitaskuld upp undrunarsvip og þá sagði hann:
K: Nei bara að skoða. Ég er bogamaður, þess vegna er ég svona skrítinn.
É: Ég er líka bogamaður.
Svo gekk ég í burtu og forðaðist að tala við hann allt kvöldið.
Afsakið kvörtunarpistilinn, ég varð bara að létta þessu af mér. Nú líður mér miklu betur.
.
Þarna glittir í brjálaða kokkinn.
Birt af Særún kl. 15:49 0 tuðituðituð
laugardagur, nóvember 13, 2004
Ég á hund
og hann er 10 ára í dag. Upp á það verður haldið með herlegheitum, nefnilega með kaffiboði með aragrúa af hnallþórum. Margt verður um manninn í þessu boði og eru foreldrar mínir búnir að búa til slædsjóv með myndum af helstu viðburðum í lífi hans. Fyrsta baðið, fyrsta leikfangið, fyrsta árásin á hann, fyrsta aðgerðin hans og svo fram eftir götunum. Vitaskuld fer afmælisbarnið í sparifötin, rauðu slaufuna sína. Í mannsárum er hann sjötugur í dag, áfangi sem ekki allir ná. Ég vil því hrópa þrefalt húrra fyrir honum Sókrates og bið þig, lesandi góður, að gera slíkt hið sama. Einn, tveir og: Húrra! Húrra!
Ekki var mögulegt að birta mynd af afmælisbarninu því að Hello á birtingarréttinn.
Birt af Særún kl. 15:39 0 tuðituðituð
föstudagur, nóvember 12, 2004
Yawning Chasm
er uppáhaldsleikurinn minn um þessar mundir.
Tæki og tól: margir blakboltar, einn körfubolti og flatur flötur.
Tilgangur: að vinna hitt liðið!
Framkvæmd: Fólkinu er skipt í 2 jafnstór lið og hver fær í sínar hendur blakbolta. Gerð er lína sitthvorum megin við flata flötinn og þurfa keppendur að vera fyrir innan línu síns liðs. Á miðju flatarins er settur körfubolti og planið er að koma honum yfir línu óvinaliðsins. Það er gert með því að reyna að skjóta blakboltanum í körfuboltann og einnig reyna að koma í veg fyrir að körfuboltinn komist inn fyrir línu þíns liðs með sama móti, sem sagt að koma körfuboltanum í burtu með því að skjóta blakboltanum í körfuboltann. Ef boltinn fer yfir línu óvinaliðsins, fær þitt lið stig. Og svona heldur þetta áfram þangað til að allir eru að niðurlútum komnir og geta ekki meir.
Niðurstaða: Æst mikið skemmtilegur leikur. Æst mikið.
Birt af Særún kl. 16:44 0 tuðituðituð
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Ég á mér litla fantasíu
sem mun, ef ég þekki mig rétt, ekki rætast á næstunni. Ég er komin með afar mikinn strætisvagnaleiða og fór því að íhuga nýjan fararskjóta. Ekki á ég bíl eða pening fyrir bíl og því vantar mig eitthvað minna. Ekki reiðhjól því þau eru með óþægilegan hnakk sem skerst lengst upp í botnalanga og svo er afar hættulegt að hjóla á því yfir vetrartímann. Ekki mótorhjól því að ég er hálf hrædd við þau. En skellinaðra, það er allt önnur ella. Hún er lítil og nett og eyðir eflaust litlu bensíni. Svo er hún kvenleg og með flott nafn. Það eina sem vantar er búningurinn. Rauður, þröngur leðurgalli sem þrýstist upp að stinnum líkamanum en gefur jafnframt vörn gegn bolabít. Í gallanum bruna ég svo í skólann og hía á allt fólkið í strætó. Þegar ég kem í skólann fer ég svo beint í Cösu en tek ekki hjálminn af mér, heldur bíð ég. Ég bíð eftir því að nafn mitt er lesið upp í fyrsta tíma. ,,Særún?" ,,Já kennari" Og svo tek ég hjálminn af mér og sveifla síðu hárinu í allar áttir. Strákarnir fimm í bekknum mínum taka andköf og slefa á borðið yfir kynþokka mínum. Síðan fer ég úr gallanum og undir er svart korsilett og sokkabönd. Ég fer úr rauðu leðurstígvélunum og fer í staðinn í svörtu pinnahælana. Að skóla loknum smeygi ég mér svo aftur í gallann og bruna heim í Hafnarfjörðinn og nýt ástríðufullra ásta með Pablo mínum. Og svona er fantasían mín.
Birt af Særún kl. 19:10 0 tuðituðituð
mánudagur, nóvember 08, 2004
Þegar ég kveikti á sjónvarpinu í gær
blasti við mér inúítakynlíf
.
Birt af Særún kl. 15:54 0 tuðituðituð
laugardagur, nóvember 06, 2004
Nú er þessi blessaða embættismannaferð á enda. Hún er nú afar móðukennd verð ég að segja. Þegar ótakmarkað áfengi er í boði, þá er lítið sem stoppar mann nema kannski ef upptakarinn týnist. Ótrúlegt en satt, þá fór ég aldrei á trúnó heldur fékk annað fólk til að fara á trúnó við mig. En það sem sagt var varð eftir í félagsheimilinu Dreng aðallega sökum gleymsku. Það mætti segja að allt hafi gengið á afturfótunum í þessari ferð. Til að byrja með var rútan allt of lítil og skottið opnaðist á miðri leið. Sem betur fer hentist bjórinn ekki út. Svo þegar það var verið að afferma rútuna fauk það sem ég hélt að væri dýnan mín og ég hljóp eins og elding út í myrkrið á eftir henni. Ég datt. Svo fann ég loksins dýnuna en svo var þetta bara ekki dýnan mín. Um nóttina var svo svefnpokanum mínum stolið af mér og hef ekki ennþá komist að því hver sökudólgurinn er. Svo um morguninn fann ég hann aftur og þá var hann allur rifinn. Mig langar ekki að vita hvað var gert við hann eða í honum um nóttina og ætla ég að brenna hann. Ég vaknaði með kúlu á hausnum, risastóran marblett á rassinum og er öll útklóruð til blóðs á bakinu. Gaman væri að fá að vita orsökina, sérstaklega á klórinu. Einnig var hægri hendi mín öll útötuð í einhverju svörtu, örugglega olíu. Ég ætla að fá mér þynnkumat.
Sorrí Erla að ég beilaði á æfingunni í morgun.
Birt af Særún kl. 18:20 0 tuðituðituð
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Kaldhæðni
Í gær fór ég á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit áhugamanna en samt hef ég engan sérstakan áhuga á sinfóníuhljómsveitum.
Svo er ég líka að fara að spila með Kammersveit Hafnarfjarðar en hann Kammer er hvergi sjáanlegur.
Ég er svo upptekin alltaf hreint. Það er alltaf verið að taka mig upp úr gólfinu.
Birt af Særún kl. 10:48 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 31, 2004
Fimmtán Lög sem láta þig og mig hugsa
1. Mmmmm - Crash Test Dummies. Þetta lag var uppáhaldslagið mitt í 6. bekk og er það því ennþá. Þegar ég heyri þetta lag, hugsa ég um hvað það var yndislegt að vera í 6. bekk í SPK og ABC við Hamarinn.
2. Space Oddity - David Bowie. Mig langar alltaf svo að fara út í geim þegar ég heyri þetta lag. Veit samt ekki af hverju.
3. Never Known a Girl Like You - Edwin McCain. Þetta er það sem ég kalla typpalag. Af því að söngvarinn er með typpi. Lífstyppi. Svo er þetta bara svo helvíti flott lag.
4. Borgin - Hjálmar. Lætur mig hugsa um það hvernig það hafi verið að vera Bob Marley.
5. A Horse With No Name - America. Það er örugglega ömurlegt að vera nafnlaus hestur.
6. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveit - Vilhjálmur Vilhjálmsson. Ég ætla að stofna þannig hljómsveit. Hver vill vera með? haha
7. Two Out Of Three Ain't Bad - Meat Loaf. Minnir mig á jarmandi rollu.
8. Tequila Sunrise - The Eagles. Æi, mig langar bara í tekíla þegar ég heyri þetta lag.
9. Hallelujah - Jeff Buckley. Stunurnar í Jeff í byrjun lagsins eru svo svakalegar.
10. Dry Your Eyes Mate - The Streets. Strákar kunna líka að gráta.
11. The Logical Song - Supertramp. Ég átti einu sinni að hlusta á þetta lag í ensku í 9. bekk og ekki datt mér þá í hug að það myndi vera gerð teknóútgáfa af þessu lagi af þýskum aflituðum leðurmönnum.
12. 74' - 75' - The Connells. Amma mín og afi eru einmitt 74 og 75 ára. Merkilegt.
13. Creep - Radiohead. Minnir mig á að ég get verið algjört kríp stundum. Og vírdó.
14. Maps - Yeah Yeah Yeahs. Ég hata kort. Sérstaklega landakort af því að ég kann ekki að brjóta þau aftur saman.
15. Pretty Fly For A Rabbi - Weird Al Yankovic. Ég var einu sinni með Weird Al æði. Skjótið mig!
Birt af Særún kl. 17:35 0 tuðituðituð
fimmtudagur, október 28, 2004
Ég ætla
- að gerast ofurbloggkona.
- að prófa að nota grænakortið sem skilríki á skemmtistöðum. Segi bara að ég sé fædd 24. 11 '04 (1904) og á þeim tíma voru myndavélar óalgengar og þess vegna sé engin mynd af mér. Það hljóta að vera einhverjir loftheiladyraverðir sem gleypa við þessu.
- aldrei aftur að halda matarboð. Ég gerði það um helgina í fyrsta skipti og það var það síðasta. Ég var búin að eyða þónokkuð mörgum krónum í þennan dýrindismat og eftirrétt og svo var bara ekkert borðað af þessu. "Ég borða ekki papriku. Ég er í aðhaldi." BAAAA! Mér er alveg sama! Svo átti að vera smá teiti með áfengi og huggulegheitum en nei, klukkan 11 eftir að hafa sungið öll lögin í SingStar, mér til mikillar mæðu, byrjuðu allir að geispa, náðu sér í teppi og lögðust til hvílu. Nú segi ég stopp: Stopp.
- að gerast smámæltur Þjóðverji. Það verður áhugavert. Ich þþþþþþmieþþþþþe dich auf dem Fenþþþter. (Ég hendi þér út um gluggann)
- að brjóta Abba Greatest Hits diskinn hennar mömmu og líka Papana.
Birt af Særún kl. 15:15 0 tuðituðituð
mánudagur, október 25, 2004
föstudagur, október 22, 2004
Týnda stjarnan
Margir hafa eflaust velt sér fyrir því hvað hafi orðið að leikkonunni Neve Campell. Þeir fáu sem muna ekki eftir henni, þá lék hún í hinum stórfenglegu þáttum Party of Five og í hinni hrollvekjandi trílógíu Scream 1-3. En hér kemur svarið við umveltingum ykkar:
Neve Campell flúði New York borg eftir lélegt gengi Scream 3 og flutti á æskuslóðir til Monitoba-fylkis í Kanada og tók við kalkúnabúi ömmu sinnar sem var í þann mund að deyja úr sífilis. (fut. part.) Þar kynntist hún hinum Vestur-íslenska Jonah Gudmundsson sem varð hennar stoð og stytta í kalkúnaræktinni. Neve býr á búgarðinum ásamt líki ömmu sinnar, tveim gæsarungum (Party og Five) og garðyrkjumanninum Pablo Stravinsky. Óvíst er hvort Neve muni láta sjá sig aftur á hvíta tjaldinu en ég er viss um að enginn sakni hennar. Hún hefur þó látið það frá sér að hugsanlega muni hún gera kvikmynd um þakkargjörðarhátíðina og þá muni hún leika kalkún enda þekki hún þá eins og lófann á sér. Einnig hefur hún skundað í stúdíó og á næstunni munu koma út tvö rapplög með henni og 50 cent: Turkey Hurkey og Thanks for giving me Thanksgiving mofo. Og vissulega bíða allir spenntir eftir þeim smellum. En Neve lifir góðu lífi ásamt kalkúninum sínum, sefur með þá í rúminu sínu og það er bara allt í lagi.
Birt af Særún kl. 15:47 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 20, 2004
Lélegar auglýsingar eru margar
- Natuzzi sófaauglýsingin. Man ekki hvernig textinn er í laginu en hann er bara ömurlegur sem gerir það að verkum að auglýsingin er ömurleg. Selur örugglega fáa sófa sú auglýsing.
- Lazyboy auglýsing í Húsgagnahallarblaði. Þar er mynd af afar föngulegri konu, liggjandi í Latastráksstól MEÐ SÓPRANSAXÓFÓN! Hvað í ósköpunum er konan að gera með sópransaxófón í hægindastól? Er konan alveg spinnigal?
- Einhver tyggjóauglýsing. "Í hvert skipti sem ég fer með læðu, þá förum við alltaf að læðast, hehehehe!" Simmi í Idolinu segir þetta með algjörri perrarödd. Mig langar helst að gubba.
- Popptívíhlunka auglýsingarnar. Það er ekkert gaman að sjá Audda í bangsalíki, stynjandi með lafandi tungu og snertandi vafasama staði.
Eflaust hef ég séð fleiri lélegar auglýsingar en man þær bara ekki í augnablikinu. Ef þið munið eftir fleirum þá megið þið endilega deila þeim.
Birt af Særún kl. 17:19 0 tuðituðituð
þriðjudagur, október 19, 2004
Aegra sum
Ég er sem sagt veik. Málvísindapróf og þýskupróf á morgun en ég gef bara skít í þau. Bílpróf næsta mánudag ef ég verð ein af þeim heppnu og bætist ekki í hóp þeirra sem falla í fyrsta skipti.
Gleymdi að segja frá pöbbarölti helgarinnar á Hveragerði. Fyrst var haldið á Café Kiddu en þar var enginn nema hún æðabera Kidda. Því næst var það Snúllabar. Ég trúi því statt og stöðugt að eigandinn hafi skýrt barinn í höfuðið á kettinum sínum. En þar var trúbador sem kunni ekkert annað en Sódóma og svo festumst ég og Björk inni á klósetti en það var víst aldrei læst. Svo fórum við að lúlla. Reyndar 3 í sama rúmi sem er vafasamt...
Svo vil ég bara segja við fólkið sem var alltaf að pota í mig, hlæja að mér, taka myndir af mér og stíga á ristina á mér á pinnahæl á ballinu að þið megið bara hlaupa á vegg. Sömuleiðis fólkið sem gerir grín af þessari litlu bílferð minni. Þið eruð bara öfundsjúk!
Birt af Særún kl. 19:42 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 17, 2004
Vasareiknaglens
Vasareiknar eru skemmtileg tól. En það er ekki einungis hægt að reikna með þeim, heldur einnig er hægt að hlæja að þeim. Hér koma nokkur dæmi sem hægt er að framkvæma með t.d. Casio reiknivélum:
- Pressa 2x á samasemtakkann (=) Þá stendur efst á skjánum: AnsAns
- Pressa á "svigi opnast" takkann, síðan á kommutakkann. Síðan á "svigi lokast" og endurtaka undanfarandi rullu. Þá kemur þetta: (.)(.) Þá ertu kominn með þessar fínu júllur til að dást að; þér að kostnaðarlausu.
- Pressa á "svigi opnast" og síðan á sinnummerkið x. Loka sviganum með "svigi lokast." Þá er útkoman (x) Og nú hefurðu beygjandi rassgat til að horfa á, daginn út og daginn inn.
- Svo þessi klassíski. Pressa á 170.55378. Svo einfaldlega snýrðu reiknivélinni 180° og þá hefurðu orðin Bless Óli. Góð kveðja ef þú þekkir einhvern Óla. Ég þekki nú bara leiðinlegan Óla þannig að ég þarf alveg örugglega ekki að nota þessa kveðju á næstunni.
Stærðfræði getur nefnilega líka verið skemmtileg krakkar.
Birt af Særún kl. 15:23 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 13, 2004
Á næstunni
er árshátíðin langþráða auðvitað. Það heillar mikið að drekka einhvern viðbjóð og vera útúrrugluð á ballinu. En bjór, Woodys og tequila í blandara heillar meira. Ég mæli með því að fólk taki mig á háhest á ballinu. Ég verð nefnilega í snípsíðu pilsi og í engum nærfötum. Er að spara mömmu þvottinn sko. Og eins gott að þetta er haldið í SÚLNAsalnum. Ég er búin að vera að æfa dansa alveg í mánuð núna. Er náttúrulega komin á samning hjá Goldfinger eins og allir karlkynskennarar skólans ættu að vita nú þegar. Ég er bara orðin blaut, ég hlakka svo til.
Föstudagsmorguninn verður án efa slæmur því ég lofaði víst systur minni að fara með henni og kaupa buxur á hana. Vonandi er nóg af ruslatunnum í Kringlunni til að æla í.
Svo um nónið brumma ég á eitthvað hótel og mun eiga þar sælustundir með Jóni. Með öðrum orðum þá er ég að fara í æfingabúðir. One time in band camp..., já haha ég hef heyrt þennan áður. Þetta verður feitt fyllerí eins og alltaf í öllum ferðum þessarar sveitar og verður slummað upp í alla munna og öll göt. Handrið! Svo verður auðvitað "Ég hef aldrei..." tekinn á þetta eins og alltaf en við komumst alltaf að einhverju nýju í hvert skipti. Og auðvitað verður partýskrúðgangan víðfræga og verður hún nú á Hveragerði. Ég mæli með að þeir sem eiga leið hjá, kíki og sjái ælandi hausa í túbum og graða trompetleikara með njálg. Og hver segir að lúðrasveitir samanstandi einungis af nördum? Við kunnum sko að skemmta okkur!
Ábyrgðarmaður: Jólasveinninn
Lag dagsins
Goldie Looking Chains - Guns Don't Kill People, Rappers Do
Birt af Særún kl. 19:21 0 tuðituðituð
þriðjudagur, október 12, 2004
Kvikmyndagetraun
Í hvaða kvikmynd voru þessi orð sögð?
"Ég viliggi láta þvinga mig til neins!"
Glæsileg verðlaun í boði, því get ég ei neitað.
Birt af Særún kl. 19:42 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 10, 2004
Ég ætti að vera að gera eitthvað gáfulegt núna eins og að t.d. læra undir Ljóðamálapróf. En nei. Í staðinn ætla ég að gera lista yfir allt það sem ég ætla að gera:
Ég ætla að prófa eitt: að borða ekki eða drekka í heila viku.
Ég ætla að hætta að tjá mig. Bæla allt inni í mér og ekki segja sálu frá neinu sem er að gerast hjá mér. Það ætti að þagga niður í þessum kjaftakellingum.
Ég ætla að kaupa mér bananasíma. Þá get ég sungið Ring ring ring ring ring ring ring bananaphone, og virkilega meint það.
Ég ætla að hætta að skrifa. Leggja bara allt á minnið í staðinn. Skrifa það bak við eyrað í öðrum orðum.
Ég ætla að hætta að ganga í nærfötum. Sparar mömmu örugglega heilmikinn þvott.
Ég ætla að byrja að dýrka guðinn Ammahalla sem er guð ölmusunnar. Bráðum munið þið því sjá róna og geðveika í fötunum mínum.
Ég ætla að útskúfa allt fólk sem hefur gert mér eitthvað illt í lífinu. Fyrirgefning er svo sannarlega ekki til í mínum orðaforða.
Ég ætla að labba í skólann í framtíðinni. Ég hef bara gott af því og svo sparar það pening og pláss í strætó.
Ég ætla að hætta að skrifa þennan lista og reyna að gera eitthvað af ofantöldu.
Birt af Særún kl. 21:15 0 tuðituðituð
laugardagur, október 09, 2004
Guðný beit af mér hárlokk í gær. En það var nú óvart.
Ræðulið vessló vann 30.000 kr. gjafabréf á Hereford fyrir "sigurinn" í gær. Það er greinilegt að einhver svaf hjá öllum dómurunum á þeim bæ. En ef þau koma á Hereford í kvöld, ætla ég að missa matinn ÓVART yfir þau eða pissa á eftirréttinn þeirra. Annaðhvort. Hohoho.
Birt af Særún kl. 14:01 0 tuðituðituð
fimmtudagur, október 07, 2004
Njála pjála
Í dag fór ég á Njáluslóðir og skemmti mér konunglega í góðra manna yfirlæti. Rúllaði mér niður brekku í Odda í lopapeysu og var gangandi mosi eftir það. Sagði einnig afar lélega sögu:
"Þegar ég var lítil, sagði mamma alltaf þegar eitthvað gerðist: Og hvað gera bændur í því? Ég svaraði því alltaf bara: Nú, þeir raka og þeir slá." En ég heyrði líka lélega sögu: "Pabbi kærasta míns fer oft á 4 fætur, setur á sig gæru og leikur hest þegar að börn koma í heimsókn." Þetta var nú bara smá útúrdúr. Fjölnir Þorgeirs, folinn mikli, sást víst í sjoppunni sem við vorum í á Hvolsvelli en ég missti af honum, því miður. En ég hef nú farið með honum í reiðtúr og reynið að toppa það! Kakóið góða í Thermos brúsanum klikkaði ekki sem fyrri daginn. Lag dagsins var án efa Ringringringringring Bananaphone. Ég er greinilega með sanna partýblöðru því ég gat haldið í mér frá Hvolsvelli og heim.
Og í tilefni þess að komið er nýtt og betra kommentakerfi, þá eiga ALLIR að kommenta. Jei!
Partýblaðra
Birt af Særún kl. 20:03 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 06, 2004
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.
Birt af Særún kl. 19:10 12 tuðituðituð
Ég var að koma úr toppaklippingu og mig langar helst að skjóta kellinguna sem gerði mér þetta. Ég mun ekki fara út úr húsi hvað sem hver segir á næstu dögum. Á endanum verð ég þó að gera það og þá með hatt. Ég missti meira að segja af tónheyrnartíma af því að ég varð bara að fara heim og grenja úr mér augun og það er ég búin að gera. Loksins náði ég að róa mig niður en svo lít ég aftur í spegilinn og þá kemur sprengjan. Dettifoss má fara að vara sig. Ég er líka á þeim tíma mánaðarins og hormónaflæðið er að killa mig hérna. Og núna er ég að hlusta á Mmmmmm með Crash Test Dummies en það er einmitt á plötu vikunnar. Ef ég vil gráta, þá hlusta ég á það. Já, Særún kann sko að gráta, skammast sín ekki fyrir það og mælir með því.
Birt af Særún kl. 18:53 0 tuðituðituð
mánudagur, október 04, 2004
Júsless informeisjon
- Samkvæmt Fréttablaðinu er Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, 68 ára í dag.
- Samkvæmt Fréttablaðinu er Jóhanna Sigurðardóttir, samkynhneigð alþingiskona, 62 ára í dag.
- Það er stelpa að vinna með mér sem heitir Hneta.
- Ef allar manneskjur heimsins væru settar á risastóra vogarskál og allir termítar heimsins hinum megin, myndu termítarnir vera þyngri.
- Ég er að fara á kaffinámskeið á morgun.
- Núna kann ég að nudda eins og pró eftir vinnupartýið skemmtilega.
- Ég fór á viðbjóðslegasta skemmtistað sem ég hef augum litið - Boomkikker. Öllum klósettsetinum hafði greinilega verið stolið.
- Um helgina hitti ég 4 ítalska ameríkana sem voru að leita að hokkíleikurum á Íslandi. Þeir hefðu fyrst átt að horfa á Mighty Ducks 2 og þá hefðu þeir pottþétt skipt um skoðun.
Birt af Særún kl. 19:02 0 tuðituðituð
föstudagur, október 01, 2004
Wahnsinnig zu machen!
Vinna í kvöld og svo klám- og kúngfúpartý hjá 5.A. Þar verður horft á kúngfúmynd og svo fyrstu klámmyndina sem var búin til og heitir hún Deepthroat. Ég held samt að elsta klámmyndin hafi verið gerð ca. árið 1920 og verið í anda Chaplin. Væntanlega var hún þá svart-hvít og þögul. Síðan á meðan að allt er á fullu og korselettin og kúluhattarnir hreinlega fjúka af, þá kemur textaspjald sem á stendur: STUNUR! Ég væri alveg til í að sjá þá mynd og gaman væri að vita ef hún er virkilega til. En þetta verður rosaleg samkunda, því get ég lofað. Og hver veit nema að allir fari í kúngfú og myndi svo sveitta orgíu eftir á.
Annað kvöld er svo vinna og staffapartý. Mitt fyrsta staffapartý! Þá verður bjór fljótandi um öll gólf og allir tjá tilfinngar sínar um starfsfélaga sína. Oh ég hlakka drullumikið til.
Birt af Særún kl. 16:49 0 tuðituðituð
fimmtudagur, september 30, 2004
Trúir þú á álfasögur?
Á hverjum degi fæ ég dágóðan skammt af vinnusögum frá mömmu. Hún vinnir á leikskóla og því er ekki við öðru að búast en að þær séu ýktar og allsvakalegar. Ég fékk eina góða í dag sem hljómar svona og er bara nokkuð skondin. Nokkrar leikskólakonur eiga heima í sömu skuggalegu götunni og í morgun tóku þær allar eftir því að skuggalegur maður á skuggalegum bíl lét eitthvað skuggalega. Hann hafði lagt skuggalega bílnum sínum upp á skuggalegan grasblett og sat skuggalega í bílnum sínum og beið eftir einhverju skuggalegu. Konurnar bjuggust við hinu versta og héldu að hann væri að bíða eftir því allir færu í vinnuna sína og myndi svo taka til hendinni og ræna öll húsin og börnunum í verkfallinu með. Þær sögðu frá þessu allar á innsoginu og voru að fríka skuggalega mikið út. Þær ákváðu því að gera hið skuggalega og hringdu í lögregluna til að láta hana líta á skuggalega manninn á skuggalega bílnum á skuggalega grasblettinum. Lögreglan fór í málið því að ekki höfðu þeir neitt annað skuggalegt að gera og síðan hringdu þeir aftur í leikskólann með niðurstöðu málsins. Þetta var þá bara háskólanemi sem var að telja bíla á Hringbrautinni fyrir eitthvað umferðarverkefni. Og svo hlógu konurnar allan daginn við þá tilhugsun að núna þurfti greyið kallinn að byrja upp á nýtt að telja. "Einn gulur bíll, einn blár bíll..."
Já, boðskapur þessarar sögu er að þótt að skuggalegur maður á skuggalegum bíl á skuggalegum grasblett sé fyrir utan skuggalega húsið þitt, þá er hann bara að telja bíla.
Orð dagsins: Skuggalegur
Birt af Særún kl. 19:15 0 tuðituðituð
miðvikudagur, september 29, 2004
Steik
Ég gerði eitt alveg rosalega steikt áðan sem eflaust toppar allt sem steikt er. Ég gerði lista yfir alla þá stráka sem ég hef kysst og gaf þeim einkunn. Steiktara verður það ekki. Niðurstöðurnar voru heldur betur sjokkerandi. Til dæmis er nákvæmlega helmingur þeirra í MR sem mér finnst afar merkilegt og þar af leiðandi vandræðalegt. Meðaleinkunn var í lægri kantinum eða 7,2. Hæsta einkunn var 9,5 og sú lægsta var 4. Í 68% tilvika var ég undir áhrifum áfengis einhvern tímann á meðan á verknaðinum stóð og fyrir þá sem ekki kunna að reikna, þá var ég með fúlle femm í 32% tilvika. Það er greinilega búið að steikja mig á pönnu upp úr olíu, ég er svo steikt. En ég mæli með því að allir geri þetta, vekur upp gamlar kenndir og minningar sem er nauðsynlegt á rigningarmiklum kvöldum sem þessum.
Gullmoli dagsins
(Pabbi að horfa á fótboltann) ,,Arsenal er bara prumpulið!"
Birt af Særún kl. 22:37 0 tuðituðituð
mánudagur, september 27, 2004
Í gær skrifaði ég þessa þrusuritgerð fyrir íslensku um lýtaaðgerðir. Hún var allsvakaleg ef ég á að segja sjálf frá og mun hann Óli Odds eflaust fella tár yfir henni. Ég sagði nefnilega frá minni hrikalegu reynslu þegar ég fór í slíka aðgerð í 10. bekk, sagði frá öllum sársaukanum, niðurlægingunni og þar fram eftir götunum. Ég sagði frá því þegar að vinir mínir komu í heimsókn á meðan á bata mínum stóð. Þeir höfðu víst gleymt því að ég væri að fara í aðgerðina og þegar ég kom til dyra með túrban, fóru þeir að hlæja og spurði hvort það væri öskudagur. Ég skellti bara á þá og lagðist í þunglyndi. Ég hlýt að fá einhver samúðarstig fyrir það. Ég gleymdi samt að segja frá því að í þessa viku sem ég var að jafna mig, gat ég ekki brosað neitt því það togaði í einhverja sauma. Ég þurfti því alltaf að taka munninn einhvern veginn saman til að hindra hláturinn. Það var því lítið gleði þessa viku, nema þegar að vinkonur mínar komu og spiluðuð fyrir mig lag úti í garði og gáfu mér sólblóm. En ég mátti ekki brosa, ónei.
Þetta var súra færslan, svona í tilefni súrs nýs útlits. Eignarfalls s-in flæði um allt eins og hunang á engi.
Birt af Særún kl. 21:54 4 tuðituðituð
sunnudagur, september 26, 2004
Ég er á breytingaskeiðinu
Ég er með fiðring í fingrunum og hann er grár
Ég er kona
Birt af Særún kl. 20:46 0 tuðituðituð
laugardagur, september 25, 2004
Í morgun vaknaði ég á gólfinu með MH stimpil á kinninni.
Hver verður fjórtánþúsundasti gesturinn?
Mun hjónabandsskemmileggjarinn Brooke Logan giftast hinum unga Thorne Forrester eða mun Macy, áfengissjúka eiginkona Thornes, halda í mann sinn?
Mun Ridge Forrester samþykkja bón konu sinnar Taylor (klæðskeri haha) og hafa samfarir við Morgan DeWitt, æskuást sína, svo að hún geti átt barn hans?
Mun Becky Moore deyja úr briskrabbameini við altarið er hún giftist unga erfingja Spectra-tískutískuhússins C.J Garrison?
Mun þessum þætti einhvern tímann ljúka?
Birt af Særún kl. 17:17 0 tuðituðituð
fimmtudagur, september 23, 2004
Ég nenni ekki
að bíða eftir því að þið takið þátt í vinaleiknum. Þið getið því bara brókað ykkur upp í görn. En hér koma hin réttu svör:
1. Hver er minn helsti veikleiki?
B. Vínarbrauð - Af því bara. Það má líka borða það á meðan að á villta og hömlulausa kynlífinu stendur.
2. Hvað finnst mér fyndið?
D. Brandarar - Og nei, allt sem ég segi er ófyndið.
3. Hvað geri ég aðallega á daginn?
D. Klappa plastgæsum - En það verða að vera heiðagæsir.
4. Á hvað er ég líklegust til að vera að hlusta á núna?
D. I Feel Pretty - Mikið rétt, ég dansa við lagið fyrir framan spegilinn og dilli mér eggjandi.
5. Hver er uppáhaldstölvuleikurinn minn?
A. Barbie's Cool Trends - Fashion Designer - Hver vill ekki fá að hanna föt á Barbie?
6. Hvaða bók er ég að lesa um þessar mundir?
D. Kokkabók Sigga Hall - Kama Sutra og Tantra? Haldið þið að ég sé einhver perri? Siggi kann líka að elda súpur. Hann er reyndar perri.
Og úrslitin komu á óvart en stigin standa svona:
Haukur: Eitt stig
Guðný: Eitt stig
Kristinn: Tvö stig
Oddný: Tvö stig
Kristinn og Oddný fá því titlana besti vinur Særúnar og besta vinkona Særúnar. Þau mega ráða hvoran titilinn þau fá sér. En ég veit alveg hvaða titil Kristinn velur sér... Til hamingju með þetta krakkar. Vonandi nýtið þið ykkur þennan titil en munið að ég lána ekki pening og stunda ekki kynlíf í Hellisgerði fyrir lakkríspoka.
Plata vikunnar er Strange Days með The Doors af því að á þessum degi árið 1967 (svo ég best viti) var lagið People Are Strange gefið út en það lag er einmitt á þessari plötu. Tilviljun! Allir eiga að vera góðir við hurðarnar sínar.
Birt af Særún kl. 19:35 0 tuðituðituð
mánudagur, september 20, 2004
Hversu vel þykist þú þekkja mig?
1. Hver er minn helsti veikleiki?
A. Villt og hömlulaust kynlíf
B. Vínarbrauð
C. Hvolpar
D. Ökukennarinn minn
2. Hvað finnst mér fyndið?
A. Allt sem aðrir segja
B. Allt sem ég segi
C. Ekkert því ég hef ekki kímnigáfu
D. Brandarar
3. Hvað geri ég aðallega á daginn?
A. Stunda líkamsrækt í einkalíkamsræktarsalnum mínum
B. Sit á hækjum mér
C. Mjólka mig
D. Klappa plastgæsum
4. Á hvað er ég líklegust til að vera að hlusta á núna?
A. Fuck Her Gently
B. I'm An Asshole
C. No Diggity
D. I Feel Pretty
E. Væl móður minnar
5. Hver er uppáhaldstölvuleikurinn minn?
A. Barbie's Cool Trends - Fashion Designer
B. Tekken 3
C. The Sims - Unleashed
D. Gamebreak! The Lion King II: Simba's Pride
6. Hvaða bók er ég að lesa um þessar mundir?
A. Kama Sutra
B. Tantra - Listin að elska
C. Brennu-Njálssögu
D. Kokkabók Sigga Hall
Verðlaunin eru ekki af verri endanum: Titillinn Besti vinur/vinkona Særúnar, í heilt ár! Þetta er titill sem enginn með viti vill missa af.
Birt af Særún kl. 17:49 0 tuðituðituð
laugardagur, september 18, 2004
Sagan um Öskubusku - í grófum dráttum*
Stjúpsystrum Öskubusku er boðið á dansleik í kastalanum. ,,Burstaðu hárið á mér!" segir önnur. ,,Fáðu mér ilmvatnsglasið!" segir önnur. Þær eru báðar hrokafullar. ,,Vertu róleg, Öskubuska!" segir álfkonan góða. ,,Þú ferð á dansleikinn. Hókuspókus! En mundu, að álögin verða búin á miðnætti." Í kastalanum er Öskubuska fegurst allra. Stjúpsysturnar horfa á hana með öfund, þegar hún dansar við prinsinn allt kvöldið. ,,Dong! Dong! Dong!" Klukkan slær tólf á miðnætti og Öskubuska tekur á sprett heim. Þegar hún hleypur niður stigann, missir hún annan glerskóinn. ,,Sú unga stúlka sem kemst í þennan skó, verður konan mín!" tilkynnir prinsinn. Öskubuska ein kemst í skóinn. ,,Þú verður brúður mín!" segir prinsinn. Punktur
* þetta orðalag hef ég aldrei skilið. Grófur... dráttur. Hmm
Birt af Særún kl. 17:07 0 tuðituðituð
þriðjudagur, september 14, 2004
Lög sem koma mér og þér í gott skap:
- That Thing You Do ~ The Wonders: Þetta lag fær mig til að bresta í söng og læra textann utan að. Það er líka bara eitthvað gamalt við það sem lætur mann fá fiðring í kroppinn og byrja að tvista. Þetta lag er eina ásæðan fyrir því að horfði á samnefnda mynd því að hún var léleg mynd en með góðu lagi. Í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni, spila ég þetta lag og hver er útkoman? Glöð Særún.
- Supertramp ~ Logical Song: Þótt að það byrji frekar hægt, látið það ekki blekkja ykkur. Það verður nefnilega seinna grípandi, það grípandi að mig og ykkur langar hreinlega að öskra. Sérstaklega þegar það kemur fyrst eitt klapp og svo tvö klöpp. Þá er góða skapið komið. Saxófónsólóið er líka allsvakalegt og engilmjúk rödd söngmannsins nær að bræða allar frystikistur landsins.
- Blister in The Sun ~ Violent Femmes: Þetta lag fær mig til að dansa Stuðmannadansinn. Þarf að segja meira? Svo eru frunsur á sólinni alltaf mikið gleðiefni.
- Intergalactic ~ Beastie Boys: Þessi óður fær mig til að dansa róbótinn. Það versta er að ég á ekki stróbljós því þá væri allt fullkomið. Svo er líka gaman að dansa hliðar saman hliðar, gera orminn eða dansa Egyptann.
Framhald síðar... stei tjúnd!
Birt af Særún kl. 18:52 0 tuðituðituð
mánudagur, september 13, 2004
Siggrímur
Helgin var slöpp, sérstaklega af því að ég var ein heima í fyrsta skiptið í langan tíma og ég hélt ekki sukkað kynsvall eins og í öll hin skiptin. Á föstudeginum fór ég nú í afmæli til hans Ingimars en á laugardeginum gerði ég eiginlega ekki neitt. Ég og Oddný sátum heima hjá mér og höfðum ekkert að gera. Við höfðum engan bíl og fórum því í Eye Toy, hinn skemmtilega tölvuleik sem fellst í því að boxa, þurrka rúður og drepa drauga. Við urðum fljótt þreyttar á þeim leik og ákváðum því að horfa á DVD. Hin feikiskemmtilega teiknimynd Litla hafmeyjan 2 varð fyrir valinu og vitaskuld sofnaði ég. Svo datt okkur í hug að kíkja aðeins í partí og fá ökkur heitan hund á Select. Við gátum nú ekki labbað í vesturbæinn í partíið þannig að við urðum nú að aka. En enginn var bíllinn... nema gamla Toyota Corolla druslan hans pabba (Siggrímur) sem er einungis 14 ára gömul og lyktar eins armkriki. Við ákváðum að flippa ærlega, vera villtar og stálumst að fara á bílnum. Oddný var ekki með ökuskírteinið sitt þannig að við vorum soldið mikið að brjóta lögin. En það var bara enn meira spennandi. Bíllinn hann Siggrímur vildi ekki fara í gang og eftir nokkrar tilraunir varð bíllinn rafmagnslaus. Pabbi hefur því alveg örugglega ekki komist í vinnuna á réttum tíma í morgun og veit alveg pottþétt af hverju. Síðan fórum við inn og töluðum saman um stráka til kl. 4 um nóttina. Já, þetta var ein slappasta helgi hingað til. Segi ekki meir.
Siggrímur og pabbi á góðum degi
En helgin hjá foreldrum mínum var nú örugglega öllu betri. Þau fóru á æskuslóðir móður minnar í Reykhólasveit á Vestfjörðum og áttu þar glaða daga í faðmi afa og ömmu. Á meðan mamma og gangandi unglingaveikin fóru í berjamó, fór pabbi á gæsaskytterí. Það samanstóð af nokkrum plastgæsum, gæsaflautu, dúk í hermannalitunum, legu í skurði og auðvitað riffli. Eftir nokkra tíma sást fyrsta gæsin og hún var skotin. Heimilishundurinn, sem gerir ekki flugu mein, kom svo með hana í kjaftinum, alblóðugur. Ég mun aldrei aftur geta litið hundinn sömu augum og áður. ,,Og þessi verður sko étin!" Það var það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann kom heim með gripinn í plaspoka og fór svo að logsjóða hana. Frekar kýs ég bláberjasultuna hennar mömmu.
Birt af Særún kl. 17:41 0 tuðituðituð
laugardagur, september 11, 2004
Lagið fasta
Lag hef ég verið með á heilanum nú í nokkra daga eftir miklar umræður í 5.A um Útvarp Sögu 94,3 en það var ein af útvarpsstöðvunum sem ég náði hvað best í vinnunni og voru þær nú ekki margar. Í asnaskap mínum byrjaði ég að koma með nokkur dæmi eins og Ég er frjáls, Ástin er eins og segulstál og jafnframt það lag sem hefur verið fast í hausnum á mér í þónokkurn tíma. En sem betur fer er það hið hressasta lag og kemst ég alltaf í partýmúdið við það að heyra það. Það er ritað svona:
Eyjólfur hressist
Sjá þarna er fögur freyja, la, la, la.
Fús ég, skal hennar vegna deyja, la, la, la,
í bardaga við dreka fjóra, fimm,
sjá frækinn sigur veitist mér.
Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la,
la, la, la, la, la.
Beyg hef, ef vill mig konan þýðast, la, la, la
hverfa mun, strax lífið yndis þýðast, la, la, la
jafnt okkur báðum það ég segi satt
þá sannast mundi hver ég er
Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la,
la, la, la, la, la.
Hve sæll, ég skyldi rækta henni rósakvist (rósakvist)
rauðar, ef ég þá fengi varir hennar kysst.
Dyr myndur opnast inn í draumaheim
djúp yrði sælukenndin mér.
Þær kyrja einum rómi, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
En hún, mér framhjá stöðugt strunsar, la, la, la
Stolt kleyf, og varir mínar hunsar, la, la, la,
Vonleysið grefur sig í geð og sál,
en glaðna yfir tíðum fer.
Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, Eyjólfur,
já orðinn hress
og hefur gáð að sér
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, Eyjólfur,
já orðinn hress
og gáði loks að sér.
Birt af Særún kl. 20:30 0 tuðituðituð
föstudagur, september 10, 2004
Ó og æ
Morguninn var sársaukafullur. Til að byrja með fann ég ekki fyrir hvorugum litlu tánum mínum vegna skóóþæginda og held ég að ein nöglin muni á næstunni segja skilið við hinar neglurnar fjórar á vinstri fæti. Svo er ég komin með stingandi varaþurrk vegna alls brullsins sem átti sér stað á nokkrum busamöllum í gær. Minn úlnliður er líka stokkbólginn eftir járnarmband sem ég var með á ballinu. Ég var greinilega barin til óbóta án minnar vitundar. Hjarta mitt og stolt eru líka í hakki af því að ég sagði mikið á ballinu sem ég hefði ekki átt að segja. En ekki verður aftur snúið ónei. Svo er mér líka illt í hálsinum af því að brjóstin mín stóru voru oft næstum búin að kyrkja mig, þvílíkur máttur sem þessar bombur hafa.
En sársaukinn var þess virði því þetta var bara heví skemmtó ball. Dansaði við Pál Óskar sökum snemmkomu nokkurra hnáta. Ég get því sagt barnabörnunum mínum frá því. Enginn skandall í þetta skiptið, sem er nýtt. Ég ætla líka að halda því þannig.
Birt af Særún kl. 14:11 0 tuðituðituð
miðvikudagur, september 08, 2004
Vinnustaðagrín
Vinnustaðnum mínum er skipt upp í nokkra parta og þeirra á meðal er "kanturinn." Ég hef alltaf verið sett í að þjóna á þeim parti og við það svitna ég mikið því þetta er erfiðisvinna skal ég ykkur segja. Ég get því með rentu sagt að ég sé sveitt á kantinum!
Barnagrín
Ef ég ætti barn með fæðingarblett á miðju enninu, myndi ég halda mig frá því. Það er nefnilega gangandi skotmark hryðjuverka.
Kjánalegtgrín
Að mæta á busaballið á morgun í brjóstarhaldaranum og naríunum utan yfir fötin.
Birt af Særún kl. 20:15 0 tuðituðituð
mánudagur, september 06, 2004
Túr -viðkvæmir aumingjar skulu hætta að lesa hérna-
Það er nú mesta óþarfa drasl sem ég veit um. Hélt Guð að hann væri að gera okkur einhvern greiða þegar hann gaf okkur tvíbrystingunum* þessa "gjöf?" Ég hlakka bara til að byrja á breytingarskeiðinu og losna við þennan fjanda fyrir fullt og allt. Þetta hefur bara verið mér til trafala og hefur ekki gert mér neitt gott. Tökum dæmi um þau augnablik þar sem ég hef byrjað á túr:
- í flugvél
- í sumarbúðum
- á litlu jólunum í grunnskóla
- í skólanum (ég hætti að telja eftir 30 skipti)
- í leikfimi
- á ströndinni
- á balli
- í reiðtúr
- skólaferðalagi
og svona gæti ég lengi talið. Versta tilfellið var þó núna um helgina og er það svo slæmt að siðgæðiseftirlit Íslands myndi fara yfir um og setja mig á svartan lista ef það myndi lesa það hér. Og svo hef ég bara engan áhuga á að segja frá því, því þetta var eitt vandræðalegasta augnablik í lífi mínu og voru þau nú ansi mörg fyrir. Ég varð bara að koma þessu frá mér, þið verðið að afsaka dónaskapinn og klígjuna sem hlýtur af hafa hríslað um líkama ykkar. En svona er nú bara kvennaheimur - helvíti!
AMEN!
* konur. Ég bjó þetta orð til, nema að einhver hafi verið á undan mér.
Birt af Særún kl. 15:49 0 tuðituðituð
sunnudagur, september 05, 2004
Ég
er orðin uppiskroppa með vefsíður til skoðunnar. Ég er meira að segja farin að leggjast svo lágt að fara á Skólafélagssíðuna næstum því á hverjum degi til að athuga hvort einhver sem ég þekki eigi nokkuð afmæli.
Birt af Særún kl. 15:48 0 tuðituðituð
föstudagur, september 03, 2004
Flöskuviðtal
Blaðamaður: Góðan daginn góða flaska. Hvað ertu nú með í vösunum á þessum ágæta föstudegi?
Flaska: Tja, margt um mikið. Smokk, upptakara og viagra pillu.
B: Jáh, það verður ekki af því skafið. En hvert er nafn þitt?
F: X on the beach er mitt nafn.
B: Það er hið furðulegasta nafn. Hvaðan er það?
F: Ég held að það sé bara frá mömmu minni.
B: Og hvað hét hún?
F: Screaming orgasmo, blessuð sé minning hennar. Hún dó hræðilegum dauðdaga á Roskilde 1984. Allt þetta káf varð henni ofviða.
B: En sorglegt. En mér er spurn, fyrir hvað stendur X?
F: Sex.
B: Talan sex?
F: Nei, kynlífið sex.
B: Já þú meinar! En hvaðan ertu?
F: Upprunalega kem ég frá Bandaríkjunum en síðan flutti ég búferli til Portúgal í sólina.
B: Og lifðirðu góðu lífi þar?
F: Já mjög svo. Ég flutti í stórmarkað sem heitir Modelo og þar voru sko píur! Það var bara habbahabba daginn út og inn, ef þú skilur hvað ég meina.
B: Ha, jájá. En hvernig stóð á því að þú ert nú staddur á Íslandi?
F: Það er nú löng saga að segja frá því. Mér var smyglað.
B: Neih nú dámar mér.
F: Svo mun ég verða opnaður á fimmtudaginn og þú mun ég enda í endurvinnslunni.
Svona gerist þegar ég er uppiskroppa með umræðuefni.
Birt af Særún kl. 15:10 0 tuðituðituð
miðvikudagur, september 01, 2004
Stórtíðindi
áttu sér stað í sveitabænum Hafnarfirði í gær: Maður var laminn í hausinn með exi á veitingastaðnum A. Hansen í gærkvöldi. Góð tillaga að barefli en öxi er bara aðeins og amerískt. Kjöthamar er kannski meira málið. Það vill nú svo skemmtilega til að þessa umræddi veitingastaður er smáspöl frá heimili mínu en ég var í vinnunni þegar atburðurinn átti sér stað þannig að ég heyrði ekki ópin sem hafa eflaust komið frá fórnarlambinu sem höfuðkúpubrotnaði við höggið og sitthvað fleira.
En mér finnst það rosalega jákvætt að þetta hafi gerst í Hafnarfirði því að ekkert svona hefur gerst langalengi, ekki síðan að upp kom eitt af þessum STÓRU fíkniefnamálum. Jú reyndar hóran sem var með starfsemi í bílskúrnum sínum. En þetta mun án vafa koma Hafnarfirði aftur á kortið sem "krimmabær" og nú getur fólk séð að við erum ekki dauð úr öllum æðum. Við erum líka blóðþyrst og höfum langanir... til að drepa.
Með þessu áframhaldi munu bæjaryfirvöld (ef þau verða ekki öll dauð) neyðast til að breyta bæjarnafninu yfir í Hafnarmorð-ur eða Hafnarfjö-ldamorð.
Birt af Særún kl. 17:08 0 tuðituðituð
mánudagur, ágúst 30, 2004
Skyldmenni
hlaðast upp í Lærða skólanum. Nú á ég 3 frændur sem ég vissi ekki einu sinni að væru til fyrr en nú. Jú ég vissi svo sem alveg um tilvist þeirra sumra en ekki að í æðum okkar rynni sama Vestfjarðarblóðið. Tveir af þeim eru meira að segja í sama bekknum. Er það ekki tilviljun? Svo sannarlega. Ég efa samt að þeir taki vel í það að ég kalli þá alltaf frænda en það má nú við hátíðleg tækifæri. Núna má ég alveg finna nokkrar frænkur í skólanum svo að þetta verði nú jafnt. En þegar móðir mín komst að skyldleika míns og nýjasta nýja-frændans í gær, spurði hún hvort ég væri nú búin að "digga við hann." Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á þessu en þegar ég það gerði, varð mér um og ó. Svo sagði hún að ég mætti alls ekki "digga við hann" í framtíðinni því það væri ógeðslega. Mamma, þú ert skrítin skrúfa.
Hvernig líst fólkinu svo á nýju kaldhæðnu yfirskriftina? Er hún inn eða út?
Birt af Særún kl. 19:04 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Mr. Brown
var stórfenglegur, guðdómlegur, mikilfenglegur, yndislegur, stórkostlegur, undursamlegur, meiriháttar, frábær, óaðfinnalegur, gamall, snilldin uppmáluð og égfinnekkifleirilýsingarorðlegur. Samt fannst mér nú slæmt að hann kom ekki aftur eftir að hafa verið klappaður allsvakalega upp. Það fannst KK líka. En hann er samt allt ofantalið.
Birt af Særún kl. 18:00 0 tuðituðituð
föstudagur, ágúst 27, 2004
Vinnukvöl
ég byrjaði í nýju vinnunni minni á steikhúsinu Hereford í gær. Ég er í kjánalegri skyrtu. Á fyrsta hálftímanum náði ég næstum því að skera af mér puttann... með sprittkerti. Það fossblæddi og ekki var til neinn plástur á vinnustaðnum. Það ætti nú bara að kæra það. Ég var strax sett í að taka við pöntunum og gekk það vel. Klúðraði bara einni pöntun.
James Brown
á morgun. Þeir sem munu leggja leið sína þangað er velkomið að mæta á heimili mitt (allir ættu að vita hvar ég á heima) í kjallarann um 4-5 leytið í smá fyrirteiti og er skylda að koma með áfengi. Og ekki er það nú verri ef komið er með líka fyrir mig. Sá sami fær stóran plús í kladdann frá mér. Á staðnum verður Rod Stewart að hitta upp og svo hinn víðfrægi leikur Singstar. Síðan verður trallað upp í höll og allar kynlífmaskínur settar í gang. Pabbi á glænýja tösku. Þetta er manna manna heimur. Ég er sálarmaður.
Viðvörun
Ekki láta teikna á handarbak ykkar kall að kúka með bleikum uni ball penna. Það er ekki hægt að ná því af. Bara svona... að láta vita.
Birt af Særún kl. 18:51 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Þriðjudagar eru Billy Joel dagar
Svo er líka gott að vera löt. Þriðjudagar til þreytu.
Birt af Særún kl. 17:51 0 tuðituðituð
mánudagur, ágúst 23, 2004
Hamingjuóskir óskast
því að ég náði þessu blessaða bóklega ökuprófi, prófi sem ég hélt að ég myndi aldrei ná. Fékk 2 villur í A-hluta og enga í B-hluta sem er víst mjög óalgengt að sögn prófdómarans. Ég er óalgeng. En hvað það hefði verið svekkjandi að fá 3 villur í A en enga í B. Þá hefði ég nú orgað á Guð og alla hans engla. Svo er það bara verklega eftir sem verður erfiðara. MUN erfiðara.
Bekkurinn minn
verður og er frábær. Ég er sátt við svona flest alla kennarana en finn á mér að þetta á eftir að verða frábært skólaár, eflaust það besta hingað til. Mig þyrstir líka í þekkingu og vil sjúga í mig hvern einasta dropa af safa latínublómsins. Amen og hallelúja fyrir því!
Sátt
við nýja útlitið á blogginu þótt að ég hafi nú ekki gert það sjálf. En það er gaman þegar aðrir taka sig til og breyta hlutum fyrir mig. Þetta er líka svo... póstmódernískt. Já, það er orðið sem ég var að leita að. En ef einhver kann að laga þetta, þá væri það vel þegið að sá sami/sú sama myndi láta mig vita að hann/hún er til því ég er ekki mjög minimalísk í mér eins og margir ættu nú að vita.
Birt af Særún kl. 17:33 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Ó-menning
Það orð ætti kannski að lýsa síðastliðnu nótt hvað best. Ég stóð ekki við það sem ég sagði. Ég drakk. Ég skeit í buxurnar hvað það varðar. Ég var samt í góðra manna hópi og skemmti mér konunglega. Brúðarbandið er frábært band. Hitti mikið af fólki sem ég hefði kannski ekkert átt að tala við, eins og til dæmis Emil, tónlistarkennarann minn og þýsku risakonuna hans. Ég sagði honum að ég væri með bilaða puttlinga og þess vegna hef ég ekkert getað æft mig í sumar. Ég talaði líka þýsku við konuna hans en hún skildi mig alveg örugglega ekki. Það var líka maður sem var næstum því búinn að berja mig og Oddnýju af því að við tókum fram úr honum í taxi-röðinni. En við vorum á undan að berja 'ann í klessu. Ég hef núna skemmtilega sögu að segja barnabörnunum mínum: ég pissaði á Arnarhól.
Birt af Særún kl. 22:06 0 tuðituðituð
föstudagur, ágúst 20, 2004
Ofsjónir
Ég sé ofsjónir. Template-ið á síðunni er komið efst á síðuna. Þetta er svo raunverulegt. Alveg eins og þegar mér dreymdi í nótt að ég væri ólétt af þríburum eftir vinkonu vinkonu minnar.
Markmið helgarinnar
Að gera þessa helgi að fyrstu og einu áfengislausu helgi sumarsins. Ég hef meira að segja mætt í vinnuna á elliheimilinu með áfengi í blóðinu. Það ætti að kæra mig. Bobbinn við markmiðið er bara sá, að það er menningarnótt á morgun. Þetta verður því erfitt en ég mun rembast við það eins og lóa upp við kjallarabollu. Ekki freista mín, takk fyrir.
Crazy hair-doo
Komin með brjálað dú sem kostaði sitt. Mikil breyting og ég fílaða.
Bíltúr
í Mosfellsbæ að leita að girðingu er sko lífið. Sérstaklega þar sem það er ég sem er akandinn.
Birt af Særún kl. 16:29 0 tuðituðituð
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Ojá
Bæjarvinnan búin en við tekur önnur vinna í næstu viku. Búin að kaupa miða á Djeims Brán. Tek bóklega ökuprófið á mánudaginn. Ég held hreinlega að ég hafi bara aldrei verið jafn hamingjusöm og ég er þessa dagana. Gleði gleði!
Það hefur alltaf verið minn draumur að búa til mína eigin teiknimynd. Ég er komin með hugmynd að einni og líst mér bara vel á hana. Teiknimyndin á að fjalla um brjáluðu beljuna Söru og aðra íbúa sveitabæjarins Geldingastaðir. Sara er gædd þeim hæfileika að mjólka rídalínmjólk með aprikósubragði og allir verða snargeggjaðir þegar þeir drekka hana. Ásamt Knúti, gæsinni hugdjörfu og Gulla, geitinni fífldjörfu ná þau yfirráðum á Íslandi og setja alla geðveiku Íslendingana ofan í Þingvallavatn og segja þeim að synda hundasund. Þó halda þau nokkrum, setja í BT músabúning og nota þá sem þjóna. Á meðan búa þau til plan um heimsyfirráð. Meira er ég ekki komin með. Ef teiknimyndin myndi svo slá í gegn hérna heima, myndi ég auðvitað talsetja hana fyrir enskan markað. Þá myndi hún heita Sarah The Wacko Cow og upphafsstefið væri nýjasta lagið með Pixies, Bam Thwok af því að mér finnst það barna- og teiknimyndalegt. Sa-rah, wacko wacko wacko! Og svo framvegis. Ég hreinlega sé peningana flæða inn í huganum!
Birt af Særún kl. 18:33 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Heillaóskir
Ég vil óska foreldrum mínum til hamingju með sykur- og járnbrúðkaupsafmælið sitt í dag. Upp á það var haldið með pallabyggingu í garðinum og Húsasmiðjuferðum.
Ég gleymi því nú seint þegar þau giftu sig á þessum degi árið 1998 og ég spilaði My heart will go on á hornið mitt í ljósbláum kínakjól í athöfninni. Og mamma fór að hágrenja þegar ég byrjaði að spila og öll fína málningin fór í klessu og lak í upphlutinn hennar. Svo í þokkabót fékk hún hrísgrjón í augað því grjónunum var ekki kastað laust, heldur var þeim þrykkt. Greyið mamma var því með rautt auga í veislunni og óhöppin eru ekki búin enn. Gamall vinur hans pabba var beðinn um að taka myndir og hann notaði óvart gamlar filmur og þegar myndirnar komu úr framköllun sást í bakgrunninum á öllum myndunum, myndir af rakettum og jólaboðum vinarins. Myndirnar voru því ónýtar. En þau eru hamingjusamlega gift í dag og það er það sem skiptir máli, ekki upphlutir, augu eða ljósmyndir. Vá, þetta var fallega sagt af mér.
Helgin
er þokukennd. Ég vaknaði í morgun með skröpuð hné og margar flíkur voru götóttar. Svo voru skórnir mínir grútskítugir en samt fór ég nú bara í miðbæ Reykjavíkur. Ef einhver hefur upplýsingar um hvað í ósköpunum ég var að gera, þá væru þær vel þegnar.
Birt af Særún kl. 15:56 0 tuðituðituð
laugardagur, ágúst 14, 2004
Stutt
- komin með vinnu á Hereford
- lenti í bílslysi í strætó áðan
- tek bóklega ökuprófið í næstu viku
- fór á 10. bekkjar "rejúníon" í gær
- það var hressandi
- í kvöld verður djúsað diskótekunum á
- HEY!
Birt af Særún kl. 18:43 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Óhappadagur
Óhöppin voru mörg í dag og hér koma þau sem standa upp úr:
1. Ég tók daginn snemma og fór í ökutíma. Brummaði ég niður Laugarveginn og svo niður á höfn í Reykjavík. Þar klessti ég næstum því á tjaldvagn við Seglagerðina Ægi. Þökk sé skjótum viðbrögðum og aukabremsu kennarans meiddist enginn tjaldvagn, bíll eða Særún.
2. Rósa frænka kom í heimsókn í vinnunni með tilheyrandi gjöfum og tilstandi.
3. Ég var að setjast inn í bílinn sem flytur okkur slátturfólkið og var að loka rennihurðinni þegar bíllinn fór af stað. Bíllinn er þannig innréttaður að aftast eru 3 sæti, næst tvö og fremst einnig tvö. Bíllinn fór svo snökkt af stað að ég var alveg að detta þannig að ég ákvað að grípa í höfuðpúðann frammí en greip einnig í hár annars flokkstjórans sem er sítt mjög. Hann öskraði og mér brá svo að ég datt aftur fyrir mig á gólfið, beint á einhverja skrúfu sem stóð upp úr gólfinu. Ég uppskar risastóran marblett á rassinn og reiðan og hársáran flokkstjóra.
4. Ég var að fá mér sopa af Húsavíkurjógúrti í fernu í ofanverðum bíl þegar keyrt var harkalega yfir hraðahindrun. Og vitaskuld skvettist jógúrtið á aðra kinnina á mér við höggið og örugglega líka á farþega fyrir aftan mig. Ég var því útötuð í jógúrti það sem eftir var dagsins og var vinsæll áfangastaður skordýra, aðallega geitunga.
Birt af Særún kl. 22:11 0 tuðituðituð
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Heimskusamtal dagsins
Ég var að vinna á sláttuvélinni í gær (í 11 tíma!) þegar ég hitti stelpu sem var með mér í grunnskóla (Við vorum sko ekki par). Samtal okkar var einhvern veginn á þennan veg:
Stelpa: Hæ! Ógisslega langt síðan ég sá þig! Ég sé þig bara aldrei í skólanum.
Ég: Það er kannski af því að ég er ekki með þér í skóla.
Stelpa: Ha, ertu ekki í Flensborg? (voða hissa)
Ég: Nei, því miður.
Stelpa: Nú, þá er það ekkert skrýtið. Bíddu, ertu að vinna við það að keyra á rallíbíl um Hafnarfjörð?
Ég: HA?
Stelpa: Já, er þetta kannski gjörningur eða eitthvað?
Ég: HA? (Löng umhugsunarþögn) Nei, ég er sko rallíbílaskemmtikraftur Hafnarfjarðar. Besta starf í heimi! En jæja, ég þarf að skemmta í barnaafmæli eftir 5 mínútur. Verð að skjótast á rallíbílnum mínum hraðskreiða.
Stelpa: OK, gangi þér vel!
Sumt fólk mætti alveg hengja sig. Nei Særún, svona segirðu ekki!
Birt af Særún kl. 19:18 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Tvífarar dagsins
Ryan úr OC og Russel Crowe
Eins og faðir, eins og sonur
Birt af Særún kl. 18:55 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Stöðuhækkun
Það sem eftir er sumarsins verð ég á hlussusláttuvélarbíl að slá gras Hafnarfjarðarbæjar. Fyrsta skiptið mitt var í gær og fór ég hamförum á tryllitækinu. Fyrst voru ég og Kristín að slá fótboltavöll og misskildi ég leiðbeiningarnar heldur betur. Ég átti auðvitað að slá við hliðina á henni en ég fór beint fyrir aftan hana og sló þá aftur yfir það sem hún var búin með. Þetta fattaðist þó ekki fyrr en við vorum búnar að slá allan völlinn. Ykkur fyndist þetta fyndið ef þið væruð sjálf að slá gras. Ég klessti líka oft á hluti þegar ég var að keyra milli staða, spenningurinn og sæluvíman var svo mikil. Síðan byrjaði reykur að streyma úr vélinni og brennslulykt gaus upp. Ég hélt hreinlega að vélin væri að fara að springa og var því tilbúin að fleygja mér í jörðina eins og í bíómyndinum þegar sprengingin myndi koma. En þess þurfti ég ekki því einhver blessuð reim slitnaði bara og sprengingin átti sér ekki stað. Þetta gekk nú betur í dag, mun betur. Ég er vinnunörd.
Ég fékk loksins bréf frá Tannálfinum í Danmörku og þakka ég honum fyrir það. Hló ég vel og lengi þegar ég heyrði söguna um sæðið í hárinu. Ojájá. Takk fyrir bréfið kæri tannálfur! Gefion plojer Sjælland fri. Það lærði ég nú í Snorra-Eddu.
Ég mæli eindregið með myndinni Shaun of the dead ef þið viljið hlæja ykkur máttlaus. Og ekki skemmir að hafa með sér fallegt og frítt eintak af gagnstæða kyninu.
Birt af Særún kl. 19:41 0 tuðituðituð
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Handaband
er sérstakt fyrirbæri. Það er hægt að taka í hendina á hverjum sem er er samt er engin sérstök meining á bak við það. Það lýsir ekki hvort umræddum aðila sé vel við þig eða ekki, heldur bara... ég veit það ekki. En ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það laust handaband. Svona veimiltítulegt handaband sem segir ekkert annað en að umræddur aðili hafi engan áhuga á að taka í hendina á þér eða er nýbúinn að vera á klósettinu og fattar allt í einu að hann/hún gleymdi að þvo sér eftir á. Sterkt og þétt handaband, það er sko málið! Við viljum enga auminga, nei takk!
Handaband er eiginlega bara ósjálfrátt viðbragð. Þú hugsar ekki: ,,Nei þarna er hann Jón! Best að gefa honum almennilegt handaband." Hendin fer bara í þessa stöðu og ætlast til þess að tekið sé í sig tilbaka. Stundum tek ég ekki einu sinni eftir því að hafa tekið í hendina á einhverjum. Það er alveg magnað! Handaband er ekki eins og faðmlag, þvert á móti. Þú faðmar ekki hvern sem er nema að þú sért í jarðarför eða að partýstandast*. Handaband getur líka verið alveg stórhættulegt heilsunni. Ég þekkti einu sinni konu sem fór úr lið við að taka í hendur ættingja sinna á ættarmóti**. Það er því mikilvægt að stunda handaband í hófi því annars getur þetta bara endað illa.
Drekkum hland, borðum sand og notum hóflega handaband!
*ég ætla að hætta að nota orðið að djamma. Ég fæ gæsahúð við það eitt að heyra það viðurstyggilega orð. Þetta orð er bara bráðarbirgðaorð.
**reyndar datt hún á tjaldstæðinu um tjaldhæl vegna mikils áfengismagns í blóði hennar. Kannski átti það sinn þátt í handaeymslunum, hver veit.
Greinilega þrísomm í uppsiglingu
Birt af Særún kl. 18:44 0 tuðituðituð
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Vissuð þið
- að eftir kl. 2 að nóttu til, er ekki hægt að fá franskar á Nonnabita?
- að það er ekki sniðugt að fara hálfnakin/n í lítinn heitapott með um 12 manns kl. 2 um nótt.
- að það er heldur ekki sniðugt að nota fölsuð skilríki.
- að það er gaman að taka buxur einhvers sem er "upptekinn" inni í herbergi vinar síns, setja tannkrem í alla vasa og setja buxurnar svo í örbylgjuofninn.
- að það er líka gaman þegar umræddur buxnaeigandi hringir um morguninn, brjálaður og finnur ekki buxurnar sínar.
- að það er ekki mjög gáfulegt að geyma bjór milli hnjánna. Það endar alltaf með klofsulli og það í Húsdýragarðinum.
Birt af Særún kl. 17:01 0 tuðituðituð
föstudagur, júlí 30, 2004
Vinnustaðagrín
Flokkstjórinn: ,,Þetta er alveg gasalegt veður!"
Ég: ,,Er veðrið þá líka svona í Gaza?"
Lag dagsins
Hey Ya - Þórir
Birt af Særún kl. 18:01 0 tuðituðituð
Rímslím
sei sei nei says:
hæ hæ sæta æta
sei sei nei says:
spæta
Særún says:
á ég þig að kæta?
sei sei nei says:
að sjálfsögðu þarftu gleði að bæta
Særún says:
eða viltu mér ei mæta?
sei sei nei says:
það þykir mér nú mikil glæta
Særún says:
þú verður þig að gæta
sei sei nei says:
vegna mikilla læta?
Særún says:
eða annars muntu rúmið væta
sei sei nei says:
ég mun rúmið tæta
sei sei nei says:
með þér
sei sei nei says:
vina mín mæta
Særún says:
ertu við mig að þræta?
sei sei nei says:
um fjölda fæta (sagt af manni sem er ekki góður í íslensku)
Særún says:
milli tveggja stræta
sei sei nei says:
nei ég vil ríða milli tveggja sæta
Særún says:
viltu mig græta?
sei sei nei says:
ég verð að mér að gæta
Særún says:
við erum búin með öll orðin
sei sei nei says:
er það?
sei sei nei says:
það má aldeilis ekki kalla þig bright-a
Særún says:
Heitirðu Dæda?
Særún says:
viltu við mig fight-a?
Það er gaman að glíma - við það að ríma
Birt af Særún kl. 00:45 0 tuðituðituð
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Hvað er fyndnast?
1. Að vera stungin/n af býflugu.
2. Það er strákur að vinna með mér sem heitir Þór og er í Krossinum.
3. Að eiga börn sem heita Högni og Læða.
4. Að taka 2 hrífur, binda þær saman svo þær myndi kross og leika svo krossfestingu Krists á miðju hringtorgi.
5. Systur minni finnst allt vera bútasaumsteppi.
6. South Park þátturinn þar sem hönd Cartmans breytist í Jennifer Lopez og Ben Affleck verður ástfanginn af höndinni.
7. Að gefa vinum sínum karlkyns g-streng með glimmer.
8. Engisprettubrandarar.
9. Að kýla fólk í hnakkann.
10. Gamall kall er að labba og sér svo hrúgu af unglingum í skærgulum vestum á víðavangi. Hann hugsar með sér: ,,Djöfulsins helvítis letibykkjur alltaf hreint í þessari bæjarvinnu! Hrumf!" Svo voru unglingarnir bara dauðir allan tímann!
11. Að lita augabrúnir móður sinnar óvart með ónýtum lit og augabrúnirnar verða bláar.
Birt af Særún kl. 19:44 0 tuðituðituð
mánudagur, júlí 26, 2004
Haha!
Um helgina tókum við stelpurnar þennan mann hér fyrir neðan og vin hans, upp í bíl til okkar til að vísa okkur veginn í Vesturbænum. Hann tilkynnti okkur það strax að hann hafði keppt í Herra Ísland en engin af okkur trúði honum. Svo var það bara satt! En hann var ekki með gloss og meik þá... held ég. Hann gaf mér koss á kinnina af einhverjum ástæðum og númerið sitt líka. Hann var líka drukkinn mjög. En vil ég fara yfir í svona týpu? Nei.
Birt af Særún kl. 23:02 0 tuðituðituð
sunnudagur, júlí 25, 2004
Leti leti leti! Leti alla tíð!
Leti hrjáir mannskapinn enda er sunnudagur í dag. Ég fór að vinna í morgun á elliheimilinu og viti menn, dónakallinn reyndi að afklæða mig með litlum árangri. Leiðinlega, fertuga konan sem lítur út eins og kall og býr enn hjá foreldrum sínum tók kast í dag af því að einn íbúi heimilisins kallaði hana brjálaða kynskiptinginn Helga en hún heitir einmitt Helga þessi kona. En hjá honum heitir hún Helgi.
Á föstudaginn í vinnunni fann ég geitungabú eða geitungabúið fann eiginlega mig. Ég var að taka upp grashrúgu þegar ég sá einn geitung koma úr holu. Á eftir honum komu um 20 geitungar (talan hækkar alltaf í hvert skipti sem ég segi þessa sögu) og flykktust að mér. Í skelfingu minni hljóp ég eins hratt og ég gat, öskraði og henti af mér skærgula vestinu á mettíma. Vestið varð svo allt morandi í geitungum og ég slapp með núll stungur. Ég held að ég hjartað í mér hafi misst úr nokkur slög því ef það er eitthvað sem ég er hrædd við, þá eru það geitungar. Segjum sem svo að ef það væri til hryllingsmynd sem myndi heita "The goat-youngs strike back!" þá myndi ég ekki geta horft á hana. Skemmtilegt innlegg Særún!
Ég er sökkandi bloggari!
Birt af Særún kl. 17:33 0 tuðituðituð
laugardagur, júlí 24, 2004
Hver vill vera memm í kvöld?
Ég er sko algjört partýdýr sem á fullt af áfengi. Tilboð óskast!
Birt af Særún kl. 18:58 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Bakið mitt
er búið. Í dag var tómstundadagur í vinnunni og var farið meðal annars í go-kart. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og kunni því ekkert á þetta og það var ekki verið að kenna mér neitt á apparatið. Adrenalínið var ennþá að flæða eftir þessa blessuðu utanlandsferð að ég gat bara ekki hamið mig á brautinni. Ég svínaði framúr, klessti á og keyrði útaf en það á sér góða og gilda skýringu: enginn sagði mér að það ætti að stíga á bremsuna í beygjum. Það er kannski kommonsens en mér fannst alveg nóg að sleppa bara bensíngjöfinni og það virkaði alveg stundum. Þegar tíminn var hálfnaður og ég búin að keyra 2x útaf (fyrsta skiptið var ekki mér að kenna) var mér sagt að hætta vegna þess að ég var ógn við hina sem voru að keyra og hefði líklegast ollið stórslysi hefði ég haldið áfram. Og þá var hlegið að mér. Það er einhver lítil rödd innan í mér að segja mér að ég eigi ekki að vera undir stýri. Ég finn það bara á mér.
En ég vann keiluleik!!
Birt af Særún kl. 19:57 0 tuðituðituð
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Í Portúgal
- var gaman
- fór ég á jet-ski, sjóleða og bananabát.
- smakkaði ég krókódílakjöt, strútakjöt, krabbaklær og froskalappir.
- fór ég á fótboltaleik.
- gleypti ég mikið af sjó.
- var sandur í öllum rifum og skúmaskotum.
- drakk ég af mér allt vit.
- komst ég að skemmtilegheitum þess að bæði spila og horfa á golf.
- komst ég að því að Bretar eru leiðinlegasta og frekasta fólk sem til er. Allavega þessir sem voru á sama hóteli og ég.
- eru flestir innfæddir með forljótar tær.
- eru flestir karlmenn fagrir.
- gerði ég skandala og keypti mér sandala.
- fékk ég mér tattú á öxlina.
- keypti ég mér flota af íþróttafötum fyrir íþróttina sem ég æfi ekki.
- hitti ég ónefndan kennara í tónlistarskólanum blindfullan niðri í bæ.
- hitti ég ljósmóður mína.
- brann ég á tánum og augnlokunum.
- var Rottweiler hundur bundinn úti í blokkinni á móti hótelinu.
- sá ég í fyrsta skipti móður mína fulla.
- drakk ég kókglas sem ég hefði ekki átt að gera.
- ætlaði ég að fara á brjálaða tónleika en varð að hætta við - allt útaf einu glasi af margarítu.
- smakkaði ég fullt af kokteilum og fann bara einn góðan - Pink Butterfly.
- talaði ég við Sigurjón Kjartansson.
- eignaðist ég marga vini - ekki að ég þurfti eitthvað fleiri. Hehe!
- keypti ég mér bambusflautu.
- er heitt.
Birt af Særún kl. 22:22 0 tuðituðituð
sunnudagur, júlí 18, 2004
Brunarúst
Thad vard thví midur ekkert úr tónleikunum í gaer, thad er úr ferd okkar á thá. Tveir sem aetludu ad fara med fengu matareitrun og aeldu bara í allan gaerdag og vid hin thrjú ákvádum ad thad faeru allir eda enginn og fyrst thau voru ekki í neinu ástandi til thess, seldum vid Bretum á hótelinu midana. Leidinlegt!
Hér eru allir brunnir, ég líka (á augnlokunum) og einhver kall sem er á hótelinu sagdi mommu ad thad vaeri gott rád ad setja vodka á brunann. Mamma hljóp strax út í búd ad kaupa flosku og hellti yfir sig og hina fjolskyldumedlimina fullt af vodka. Sársauki mikill fylgdi thessu og urdu allir bara ennthá raudari. Svo var kallinn bara ad plata og mamma vard brjálud. Eg hef aldrei séd hana svona brjálada. Og núna sitja allir inni á herbergi og geta ekki hreyft sig og anga af áfengislykt. Eg stend yfir theim og hlae. Eg fíla thennan kall.
Núna verdur hótelbarinn tekinn á thetta. I augnablikinu er indverskur kall í balerínubúning ad syngja Afturstraetisstráka lög
Portúgalska ord dagsins:
Lojas: bar
Birt af Særún kl. 21:19 0 tuðituðituð
laugardagur, júlí 17, 2004
Helgin
verdur geggjud! I kvold eru thad tónleikar med Bob Dylan, PJ Harvey og The Cure sem verdur bara snilld. Midarnir kostudu sitt en peningurinn er thess virdi. Vid krakkarnir erum ad springa hérna, vid hlokkum svo til. I gaer var svo sigling um strendur Algarve á seglskútu og sídan var endad í grillveislu á eydistrond. Eg mannadi mig í ad synda í land frá skipinu í stadinn fyrir ad fara í gúmmíbát. Eg sé ekki eftir thví. Eg sá veitingastadinn hans Figo sem heitir Sjöan en hann er einmitt númer 7 í landslidinu sem hann er líklegast ad fara ad haetta í. Eg sá líka húsid sem hann gifti sig í sem var alveg vid strondina. Heví svalt! Svo sá ég Figo á gódgerdarfótboltaleiknum í sídustu viku. Okkur er greinilega aetlad ad vera saman.
Portúgalska ord dagsins:
Piscina : sundlaug
Birt af Særún kl. 13:48 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Jaeja
Nú er mín sko full! Eg var ad koma úr Gamla baenum thar sem adalpartýpleisid er. Norsararnir mínir eru farnir en viti menn... ég fann nýja norsara ádan! Sem eiga fullt af pening! Sem kaupa handa mér áfengi! En kaupa vont áfengi. Cocacabana er vont, martini er vont og bara allir kokteilar eru vondir. Bjórinn er bestur og ég aetla ad halda mig vid hann. Sigurjón Kjartansson er á sama hóteli ogh ég. Eg mannadi mig upp í ad tala vid hann í dag og hrósadi honum fyrir gódan thátt. Hann tók vel í thad kallinn og var hinn ánaegdasti og vid spjolludum vel og lengi um daginn og veginn. Hann á samt brjálud born, 3 stráka sem kaffaera Bretum og Islendingum. Their borda krókódílakjot eins og ég. Já og strútakjot. Cloe Ofelía eda eitthvad er líka á sama hóteli og ég. Thad er bara búbbíssjóv á hverjum degi hjá henni. Eg vaeri nú tíl í ad vera med hennar búbbíbs. Peningurinn er ad klárast!
Birt af Særún kl. 02:03 0 tuðituðituð
sunnudagur, júlí 11, 2004
Kippa af bjór: 200 kr.
Tvo fyllerí búin. Í fyrradag var thad Laugarvegurinn thar sem vid stelpurnar fengum alltaf gefins drykki og thurftum thví ekki ad eyda krónu allan tímann. Thad hefur sína kosti ad vera ljóshaerd. Karlmenn hér hafa voda gaman ad thví ad dansa fyrir aftan stelpur og glápa á rassinn á theim á medan. Sumir eru svo kraefir ad reyna ad komast inn í hringinn. Thad tekst samt aldrei nema ad their séu getnadarlegir. Í gaer var thad svo gamli baerinn en thar var ekki eins mikil stemning. Vid hittum Nordmennina Hans, Johann og Klaus sem gáfu okkur drykki (thessir voru ekki nískir eins og Nordmenn eru thekktir fyrir) og toludu norsku vid okkur. Their voru mikid fyrir ad káfa en their máttu thad líka alveg af thví ad their voru svo fagrir. Svo af einhverri furdulegri ástaedu lentum vid inni á strippstad. Okkur var samt ekki bodid ad dansa og thá fórum vid heim. Fengum okkur svo ad borda á hótelinu, egg og beikon. Og núna er ég ad fara í stóru verslunarmidstodina og eftir thad nidur á strond á einhvern bananabát. Rosalega hlýtur thad ad hafa verid leidinlegt ad lesa thetta, ég vorkenni ykkur. Thess vegna aetla ég ekki ad blogga fyrr en ég kem heim, halda lidinu spenntu og svona thví allir vilja nú heyra fylleríissogurnar hennar Saerúnar. Ojájá.
Birt af Særún kl. 11:43 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Salida
Thad er eitt af theim fáu ordum sem eg kann a portugölsku og thad thydir salerni eda klósett. Ég kann líka ad segja Saida en thad trhydir útgangur. Eftir viku verd ég thví faglaerd í portúgolsku. Núna er ég á hótelinu mínu ad fara ad taka thatt i karókí. Thad verdur skrautlegt mjög. Á morgun fer ég svo líklegast á nautaat og takid eftir: nautin er ekki drepin. Svo 12. júlí aetlum vid á gódgerdarfótboltaleik med Figo, Ronaldo, Zidane, Beckham og fleiri kollum. Thad verdur vírad. Portúgalskir karlmenn eru fagrir og verda mjög gladir thegar their sjá ljóshaerdan kvenmann med blá augu eins og mig. Til daemis ádan kom strákur á bíl og baud okkur stelpunum far heim úr vatnsrennibrautagardinum en vid afthokkudum. Svo thegar hann keyrdi burt, sáum vid ad aftan á bílnum stód: Eat my dust. Svakalegur toffari. En ég aetla ekki ad vera leidinleg og tala um vedrid. Thid vitid bara ad thad er gott. Albufeira er morad í Bretum, feitum Bretum. Eina fólkid sem er feitt, reykir og er leidinlegt, thad eru Bretarnir. Svo eru their líka med ljótustu hárgreidslurnar. En All by myself kallar!
Adios amigos!
Birt af Særún kl. 21:43 0 tuðituðituð
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Hver er með þetta gal?
Jú, auðvitað hann Portú! Á morgun fer ég til Portúgal að hitta Portú og heyra hann gala. Ég kann ekki spænsku, hvað þá portúgölsku þannig að öll samskipti við innfædda verða heldur betur skrautleg. Það furðulega er að ég að er fara með foreldrum mínum og vinafólki þeirra, en ekki í einhverja sukkferð með óbermunum vinum mínum. En sem betur fer verða krakkar á mínum aldri með í för en það er einn hængur á - þau eru kærustupar! Og þau eru frá Akureyri! Strákurinn er víst sonur Jóns Ásgeirs í Baugi en hvort það er satt eða ekki, veit ég ekki. Ég verð því þriðja hjólið í ferðinni en ég ætti svo sem að vera búin að kynnast og venjast því.
Nú stendur yfir strangt nám í ökuskóla 1. Fyrsti tíminn var í gær og var hann heldur betur skrýtinn. Ökukennarinn tók af einhverri ástæðu, litla rottuhvolpinn sinn með sér og leyfði honum að labba útum alla stofu. Allir þurftu því að passa allar snöggar fótahreyfingar og minnstu munaði að ég kremdi eitt stykki hvolp með mínum stóru bífum. Slæmt!
Ég gerði hið ólíklegasta í gær - fór á heimildarmyndina um Metallica. Með mér í för voru þrír drengir og var einn klæddur í rauðar stuttbuxur sem var steikt en sniðugt. En svo að ég snúi mér aftur að heimildarmyndinni, þá kom hún mér skemmtilega á óvart. Ég bjóst við því að sofna en svo var ekki. Hún var líka fyndin á köflum og einnig dramatísk. Lars Ulrich er mjög oft alveg að fara að gráta en nær alltaf að halda tárunum inni. Fólkið í rokkbransanum hefur nefnilega líka tilfinningar sko!
En nú er komið að kveðjustund. Ég sný aftur hress og kát eftir rúmar 2 vikur með djúsí sögur í pokahorninu. Sviðasultan kveður!
Mitt tilvonandi heimili
Birt af Særún kl. 15:34 0 tuðituðituð