sunnudagur, ágúst 01, 2004

Vissuð þið

- að eftir kl. 2 að nóttu til, er ekki hægt að fá franskar á Nonnabita?
- að það er ekki sniðugt að fara hálfnakin/n í lítinn heitapott með um 12 manns kl. 2 um nótt.
- að það er heldur ekki sniðugt að nota fölsuð skilríki.
- að það er gaman að taka buxur einhvers sem er "upptekinn" inni í herbergi vinar síns, setja tannkrem í alla vasa og setja buxurnar svo í örbylgjuofninn.
- að það er líka gaman þegar umræddur buxnaeigandi hringir um morguninn, brjálaður og finnur ekki buxurnar sínar.
- að það er ekki mjög gáfulegt að geyma bjór milli hnjánna. Það endar alltaf með klofsulli og það í Húsdýragarðinum.


Engin ummæli: