fimmtudagur, mars 29, 2007

Fúff

Og aldrei hættir það. Annríkið er í hámarki þessa dagana en auðvitað gefur maður litla fólkinu bút af tíma sínum. Kláraði þetta blessaða miðstigspróf í gær og ég held barasta að ég hafi tekið það í ósmurðan analinn. Eða svona næstum því. Skólastjórinn var ekki að gera góða hluti með því að heimta að fá að vera inni í prófinu. Stressið tífaldaðist. Mikið hjúkk að vera búin að þessum andskota.

Æfingarnar með Bjarkarbandinu stoppa ekkert. Ónei. Ég er flækt í svo mikið af snúrum að ég bara... er alltaf að flækja mig. Svo veit ég ekkert hvað þetta heitir allt saman sem maður er flæktur í. Bara míkrófónn. Segjum það bara. En hann Bob fær það skemmtilega hlutverk að þrífa heyrnadæmið sem við stelpurnar troðum inní mergsýrð eyrun. Svo merkti hann mitt: Serun. Mér finnst það flott nafn.

Helgin verður mega. Myndataka með Björk og stelpunum. Veit ekkert hvernig það verður en ef ég giska rétt þá verður það eitthvað rosa flippað og artífartí. Ekkert að því. Svo vinna. Og líka vinna á sunnudaginn. Síðasta vaktin mín. Og eftir það eru það styrktartónleikar FORMA á Nasa. Jei. Og auðvitað stóri konsertinn í Höllinni 9. apríl. Kaupa miða hér. Svo eru það nýjust fréttir. Mín fær tvo frímiða á alla tónleika á túrnum. Je. Þannig að ef þér finnst þú eiga það skilið að fá þessa miða, þá er bara málið að láta mig vita og spyrja.

En nóg um mig og nóg um þig því ég ætla að hypja mig. Svo væri ekkert slæmt að fá svona eins og eitt og eitt kóment. Jebb.

Út.

sunnudagur, mars 25, 2007

Og ég beið og beið og beið og beið...

Leikhúsgagnrýni Særúnar

Fjölskyldan á Hverfisgötunni gerði sér dagamun eitt laugardagskvöldið, fann sameiginlegan tíma og skellti sér í leikhús. Uppalendurnir splæstu enda hefur svo hátt leikhúsmiðaverð ekki sést síðan Sound of Music var frumsýnt hér um árið. Sýningin "Laddi 6-tugur" varð fyrir valinu enda er gamla fólkið aðdáendur miklir. Allir fóru í sitt fínasta púss nema pabbi. Honum fannst alveg nóg að vera í Mancester pólóbolnum sínum og gömlu góðu Dressman gallabuxunum. Já og Intersport sokkunum. Sætin voru góð en þröng þó. Pabbi kvartaði yfir því og einnig yfir pizzunni sem við fengum sama kvöldið. Hann var að drepast í maganum útaf henni. "Aldrei aftur panta frá Hróa Hetti. Oj!" Við hlustuðum ekki á það raus því sýningin var að byrja. Hljómsveitin spilaði syrpu af Laddalögum og mamma dillaði sér með í sætinu. Steinn Ármann kom á sviðið og í kjölfarið Elsa Lund sem talaði rosalega mikið um typpið á Ladda og slæmt ástand þess. Jæja, þá kom þarna fulli presturinn úr Heilsubælinu. Fyndnastur fannst mér þó hann Magnús enda vorum við öll fjögur farin að grenja úr hlátri yfir uppblásnu dúkkunni hans sem sprakk. Og auðvitað kom leiðsögumaðurinn sem kann litla ensku: "Don't fuck so close!"

Hlé

Pabbi fór að kúka pizzunni. Fussaði meira en æjæj, þá var sýningin bara að byrja aftur. Þá loksins kom Laddi sem hafði verið að leita að Borgarleikhúsinu alla sýninguna. Jeræt! Salurinn ætlaði að gjörsamlega að rifna í tvennt þegar hann sagði brandarann um Adam og Evu. Ókei, mér er alveg sama þótt ég sé eitthvað að kjafta. Hættið þá bara að lesa núna. Hann fékk sem sagt alltaf biblíumyndir á KFUM þegar hann var lítill og á myndunum voru eiginlega alltaf Adam og Eva. Adam stóð alltaf fyrir aftan runna svo að ekki sæist í liminn. Þess vegna varð það skemmtilega orð til: limgerði. Svo var hann alltaf mikið að pæla hvernig þetta laufblað gat haldist uppi á henni Evu. Það var varla til lím í Eden. En þá fattaði hann það. Hún notaði rabbabara. Ég get nú ekki neitað því að nornahláturinn minn sjaldgæfi hafi brotist út í öllu sínu veldi yfir þessum brandara og skammast ég mín ekkert fyrir það. Hann Halli, bróður hans var líka þarna. Þeir eru bræðir sko. Bara ef þið vissuð það ekki. Við vorum öll sammála um það hann líktist helst dvergi en manni. Ekki það að dvergar séu ekki menn. En jæja, þá kom syrpa af Laddalögum sem var ívið löng. En ég mæli hiklaust með þessari sýningu þótt það sé nú erfitt að fá miða núna. Held sveimérþá að það sé bara uppselt á þær allar. Ég ætla því að gefa henni 3 lakkrísreimar af 5 mögulegum. Jei!

Var svo að setja inn þessar fínu myndir af Inkúbúss tónleikunum sem voru einmitt haldnir fyrr á mánuðinum. Vessogú.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Baaaaaa!

Ég torgaðe heilöm ananas með flöffi og öllu og núna er feitur ananas fastör melle tannanna á mér og enginn tannþráður né tannstöngöll í kelómetra radíös. Oj þetta er óþægelegt. En það er allt í legi því ananas er svo góðör. Líka bananaananas.

Óska eftir að fá gefens nokkra klökkötíma frá einhverjöm. Þeir verða notaðer í fretema. Leggeð þá bara enn í gleðibankann minn sem er alltaf openn. Jájá.

Og allir að taka frá 9. apríl! Af hverjö? Veit ekki.

Ég er að fara í 10 manna kjól í næstö vekö. Leggaleggaláe.

Líka í stigspróf. Ekki leggaleggaláe.

Nafnið mitt var í Mogganöm öm dagenn. Risastórt leggaleggaláe.

Svo á ég föllt af mendöm enn á tölvönne menne sem ég ætla að setja enn þegar ég hef tema og það er nú ekki mekeð tel af honöm.

sunnudagur, mars 18, 2007

Tvær góðar leiðir í viðbót til að vera pirrandi

Ég er ekkert að hætta sko...

1. Þú ert farþegi í bíl. Fram í auðvitað því þú ert alltaf shot gun. Svo er akandinn eitthvað úti að aka og þá gerirðu það: tekur harkalega í handbremsuna með tilheyrandi afleiðingum. Svo verður akandinn skiljanlega alveg fjúríus og spyr hvað sé eiginlega að þér. Þá svararðu bara: "Varð bara að prófa". Trúið mér, ég hef prófað þetta og þetta virkar. Enda er ég pró í pirringum.

2. Ef þú ert til dæmis í bíó eða á matsölustað og sá sem er með þér að borða/horfa fer á klóið, hræktu þá í drykkinn hans eða hennar á meðan. Svo hlærðu inn í þér þangað til sá sami er búinn með drykkinn sinn. Svo gjörsamlega springurðu úr hlátri um leið og síðasti dropinn úr glasinu er í munni drekkandans. Síðan er aðalfúttið auðvitað að segja hinum allt af létta og hlæja á meðan. Þennan pirring á ég reyndar eftir að framkvæma en mig hefur alltaf langað. Einn daginn... einn daginn.

Get ekki hugsað meir því það er nákvæmlega mánuður þangað til ég fer í tónleikaferðalag lífs míns. Jei!

mánudagur, mars 12, 2007

Nokkrar góðar leiðir til að vera pirrandi

Ég get stundum verið pirrandi með eindæmum og aðrir geta það líka. Ef þú vilt vera pirrandi eins og ég farðu þá eftir þessum reglum.

1. Vertu með rosalega skerandi símhringingu sem lætur fólki alltaf bregða þegar þeir heyra hana.
2. Vertu með mest pirrandi sms-tón sem hægt er að finna. Mæli með hanagali sem gjörsamlega sker eyru annarra af. Var að gera góða hluti hjá mér í sumar.
3. Gefðu selsbit í kinnina þegar tækifæri gefst. Klikkar aldrei.
4. Sleiktu vísifingur og stingdu honum inn í eyra þess sem á að pirra. Og ekki hætta. Bara aldrei.
5. Ef þú spyrð einhvern að einhverju og svar viðkomandi er: "Ég veit það ekki." segðu þá með hæðnistón: "Þú veist ekki neitt!" í hvert skipti sem tækifæri gefst.
6. Gerðu asnaeyrun á allar myndir sem teknar eru af öðrum. Meira að segja hjá fólki sem þú þekkir ekki neitt. Bara fyndnara fyrir vikið.
7. Taktu myndir af klofum annarra og settu þær á netið. Eins og ég hef nú gert hér:

Þetta er nú reyndar mitt klof en ég er svo pirrandi að ég ælta að pirra fólk með því að setja inn mynd sem á örugglega eftir að pirra fólk. Já.
8. Ef þú ert í heimsókn hjá einhverjum, farðu þá að dissa það hvað það sé ógeðslega mikið drasl þarna og suddalega skítugt. Bara ekki húsum hæft!
9. Farðu svo í allar skúffur svo að eigandinn sjái til. Spurði svo hvar "dónaskúffan" sé.
10. Kveiktu á tölvu gestgjafans meðan hann er kannski á klóinu og farðu inn á MSN-ið hjá honum. Byrjaðu svo að tala við allar stelpur/stráka (fer eftir kyni viðkomandi) og segðu: "TUSSA!/HOMMI! ÉG HATA ÞIG!" og loggaðu þig svo útaf áður en hann/hún kemur til baka.

Og svona gæti ég endalaust talið upp. Ætla samt ekki að gefa allt upp. Verð nú að hafa eitthvað bögg útaf fyrir mig. Smá prævasí hérna. Lifið vel og ég enda þetta á einni nettri af mér og Oddnýju tilvonandi afnælisbarni.


Oooooog ein af mér og Sigrúnu sólskinsbarni sem brosir svo fallega:

miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég mæli ekki með því...

að tannbursta þig fyrir framan tölvuna. Prófaði það áðan og svelgdist svona svakalega á að ég sá ekkert annað í stöðunni en að frussa heila tannkremsklabbinu yfir tölvuskjáinn og lyklaborðið. Og á meðan ég pikka þetta inn skrúbba ég ofan í takkarifurnar með horninu á tusku og eyrnapinna. Mörgum eyrnapinnum. Ég vonast til að ætlunarverkinu ljúki áður en heimilsfólkið vaknar. Og ég vona líka að þau lesi ekki þetta blogg. Sji.


Þetta var nú sérdeilis skemmtilegur og sveittur konsert mjög


Og þarna er maður eithvað að pósa fullur að reyna að kyssa kamerumanninn sem er maður sjálfur

Og hættið svo að dissa mig, internetfólk!

laugardagur, mars 03, 2007

Stefnumótaráðleggingar Særúnar

Undirrituð hefur farið á mörg slæm stefnumótin um árin. Allavega hefur ekkert af þeim verið gott. Hér koma nokkrar sannsögulegar ráðleggingar til karlpeningsins. Já og lesbíanna. Segi svona. Njótið og farið eftir, því engin stúlka vill lenda í mínum óhöppum. Onei.

1. Ef það vill svo skemmtilega til að þú ert með myndavél í vasanum á deitinu, bara alveg óvart, þá segir þér það ekki að taka mynd af gellunni sem situr hinum megin við borðið að fikta í hárinu sökum óþægilegs andrúmslofts. Ef þú gerir þetta máttu skjóta þig í böllinn á staðnum!

2. Stelpan er á bíl og þið hittist í bænum. Þú færð þér nokkra öllara á kaffihúsinu og stelpan fer að geispa. Þú SEGIR henni að skutla þér heim. Ókei, þú átt heima stutt frá. Stelpan rennur í hlað en leggur ekki í neitt stæði, bara svona til að segja þér að hún sé ekki að koma inn. Þú biður um knús. Jájá, á mörkunum. Í guðanna bænum, EKKI STYNJA OG UMMA á meðan á knúsinu stendur. Og ekki knúsa í heila mínútu og vilt ekki sleppa. Bara lost keis.

3. Þú kemur óvænt heim til stelpunnar og lætur ekki vita. Með rómantíska DVD mynd - Dancing With Wolves. Jújú, voða kósí en samt soldið mis. Þú hoppar í rúmið hennar eins og þú eigir það og skilur eftir pláss fyrir stelpuna til að fara að spúna fyrir framan sjónvarpið. Svo ferðu að káfa á andlitinu á henni á meðan þið horfið á myndina. Hvað er málið?!? Þú varst kannski að pissa rétt áðan eða kúka og þvoðir þér ekki um hendurnar. Oj! Það gæti munað litlu að stelpan slái þig utan undir.

4. Þú ert geðveikt góður í keilu. Það segir þér samt ekki að bjóða stelpunni í einn leik og bursta hana 178-15. Svo verðurðu ýkt montinn og segir að sá sem tapi bjóði kaffi á kaffihúsi. Gubb!

5. Ekki bjóða stelpu í bíó á fyrsta deiti. Hvað þá á barnamynd um rottur. Hvað þá að borga miðana með fílusvip og segja svo í kjölfarið: "Þú splæsir nammið" og færð þér svo stóra popp, stóra kók, Mars og Nóa Kropps poka. Nær allavega uppí andvirði hins bíómiðans. Íddíót!

6. Stelpan er að fá sér nokkra í bænum og þú átt heima í miðbæ Reykjavíkur. Sendir stelpunni sms og spyrð hvað hún sé að gera. Hún segir þér það og þú býður henni í heimsókn. Stelpan segir að þá komist hún kannski ekki heim en þú segir að bragði: "Ætli ég verði ekki að skutla þér heim..." Stelpan labbar dágóðan spöl í slabbinu og hringir þegar hún er fyrir utan. "Ekki öskra, mamma og pabbi eru sofandi." Stelpan svarar móðguð: "Ég skal reyna að hemja mig!" Byrjar vel. Þið eruð að horfa vídjó. Ekkert gerist. Smá spjall. Svo ferð þú að GEISPA og spyrð hvort stelpan geti ekki reddað sér heim! Stelpan segist svo ekki vera, allir eru farnir heim. Stelpan neyðist til að labba til baka og taka ein leigubíl heim. Þú færð verðlaunin ASNI ALDARINNAR og út að borða fyrir einn á Bæjarins bestu því það muntu vera að eilífu... EINN!

7. Þú býður stelpunni heim að horfa á sjónvarpsþætti. Kaupir nammi handa ykkur en borðar ekki sjálfur nammi. Hálfpínir stelpuna til að fá sér. Horfir á hana borða og henni líður ekki vel með þetta allt saman. Pressa. Síðan ferðu að pota í hana á fullu og stelpan horfir á þig undrunaraugum: "Hvað ertu að gera?!?" Hann svarar: "Ég er að bara að reyna að gera þetta..." og kyssir stelpuna með gúmmívörum út um allt andlit. Smúþ! Nei.

8. Þú ert fullur. Sendir stelpu sms og spyrð hvað hún sé að gera. Hún segist vera heima. En þú? "Er að kúka. Viltu sjá?" Heillandi! Það ætti að senda svona menn á hæli.

Í guðanna bænum drengir. Ekki gera sömu mistök og þessir drengir. Þið gætuð misst manndóminn...