Nokkrar góðar leiðir til að vera pirrandi
Ég get stundum verið pirrandi með eindæmum og aðrir geta það líka. Ef þú vilt vera pirrandi eins og ég farðu þá eftir þessum reglum.
1. Vertu með rosalega skerandi símhringingu sem lætur fólki alltaf bregða þegar þeir heyra hana.
2. Vertu með mest pirrandi sms-tón sem hægt er að finna. Mæli með hanagali sem gjörsamlega sker eyru annarra af. Var að gera góða hluti hjá mér í sumar.
3. Gefðu selsbit í kinnina þegar tækifæri gefst. Klikkar aldrei.
4. Sleiktu vísifingur og stingdu honum inn í eyra þess sem á að pirra. Og ekki hætta. Bara aldrei.
5. Ef þú spyrð einhvern að einhverju og svar viðkomandi er: "Ég veit það ekki." segðu þá með hæðnistón: "Þú veist ekki neitt!" í hvert skipti sem tækifæri gefst.
6. Gerðu asnaeyrun á allar myndir sem teknar eru af öðrum. Meira að segja hjá fólki sem þú þekkir ekki neitt. Bara fyndnara fyrir vikið.
7. Taktu myndir af klofum annarra og settu þær á netið. Eins og ég hef nú gert hér:
Þetta er nú reyndar mitt klof en ég er svo pirrandi að ég ælta að pirra fólk með því að setja inn mynd sem á örugglega eftir að pirra fólk. Já.
8. Ef þú ert í heimsókn hjá einhverjum, farðu þá að dissa það hvað það sé ógeðslega mikið drasl þarna og suddalega skítugt. Bara ekki húsum hæft!
9. Farðu svo í allar skúffur svo að eigandinn sjái til. Spurði svo hvar "dónaskúffan" sé.
10. Kveiktu á tölvu gestgjafans meðan hann er kannski á klóinu og farðu inn á MSN-ið hjá honum. Byrjaðu svo að tala við allar stelpur/stráka (fer eftir kyni viðkomandi) og segðu: "TUSSA!/HOMMI! ÉG HATA ÞIG!" og loggaðu þig svo útaf áður en hann/hún kemur til baka.
Og svona gæti ég endalaust talið upp. Ætla samt ekki að gefa allt upp. Verð nú að hafa eitthvað bögg útaf fyrir mig. Smá prævasí hérna. Lifið vel og ég enda þetta á einni nettri af mér og Oddnýju tilvonandi afnælisbarni.
Oooooog ein af mér og Sigrúnu sólskinsbarni sem brosir svo fallega:
mánudagur, mars 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Bara að lea þetta gerði mig pisst!
hahahahhahahha - verð að prófa þetta einhvern tímann !! verð að hætta að vera þessi næs person sem vill engan pirra og fara að testa limmit fólks ;)
btw - cute pics man :D !! mikill heiður að vera til sýnis á síðunni þinni hehe ;) !!
þú ert æði- æði - æði - særún saxafónn!!!
ég þarf að fara að pakka - klukkan orðin 1 og ég á að mæta í vinnu kl.9 og ekki búin að pakka .. úbbbbbbbs! ég er sko slórari íslands.com!!
anyways - vertu dugleg að blogga og senda mér e-mail og alles meðan ég er úti - og ég reyni að stofna blogg svo þú hafir eitthvað að gera (semsagt lesa það) og commenta eins og vitlaus mannvera :D
hugs and kisses - love ya long time :D !! blerú :D
Ég læt mér bara nægja að mylja prins póló í rúmið hjá einhverjum.
Skrifa ummæli