fimmtudagur, mars 31, 2005

Dónó bónó

Nöfnin Guðríður og Sigríður eru svolítið dónó ef pælt er í því.

mánudagur, mars 28, 2005

Viltu gerast Særún?

Farðu þá eftir þessum leiðbeiningum:

Lúkkið
1. Fáðu þér brjálað dýra klippingu á snobbhárgreiðslustofu og láttu hana duga næsta árið. Slitnir endar eru bara kúl.
2. Slepptu brjóstarhaldaranum, túttuför eru svöl.
3. Peysur eru fyrir aumingja, vertu því í langermabol.
4. Kauptu dýrar buxur, ferð svo í þær heima hjá þér, ert ekki að fíla þær og hendir þeim aftast í fataskápinn.
5. Búðu til pils úr gömlum vinnubuxum af pabba þínum.
6. Vertu í nýlonsokkabuxum undir buxunum, þær halda öllu á sínum stað.
7. Notaðu hvítan ælæner og blátt naglalakk. Líka á táslurnar.

Fasið

1. Kallaðu alla mússímúss sem tala við þig og vinsældirnar blómstra.
2. Sýndu foreldrum þínum virðingu, kallaðu þau uppalanda 1 og 2.
3. Notaðu línur eins og: "Ég er svo feit!", "Stelpur sjáiði, inngróið hár!" og "Æi getum við ekki bara farið heim til þín?". Bara upp úr þurru.
4. Farðu niður í bæ og rúllaðu þér niður Laugarveginn. Þannig veiðirðu þér í matinn.
5. Vingastu við strætóbílstjóra. Þeir geta komið sér vel á gúrkutíðum.
6. Fáðu æði fyrir nýrri tónlist á viku fresti og hlustaðu ekki á annað. Dæmi: Súkkat > Van Morrison > Billy Joel > Lögin úr Stone Free > 80' tónlist > Meat Loaf > Toni Braxton.

Skemmtanalífið

1. Í veskinu þínu eiga eftirtaldir hlutir að vera til staðar: smokkur (helst rifflaður), túrtappi, nafnspjaldið þitt, sprettunál, bauluolía og tómt nótnablað. Ef penna vantar er alltaf hægt að skrifa á nótnablaðið með blóði.
2. Hringdu í núverandi og fyrrverandi vini þína undir áhrifum áfengis. Báðir aðilar hafa svo gaman að því.
3. Farðu heim með einhverjum eftir fyllerí. Bara einhverjum.
4. Skildu greiðslukortið þitt eftir heima. Þú átt það til að eyða.
5. Ekki gefa mönnum númerið þitt sem bjóða þér fyrst í pulsu og svo í partí. Pulsupartí eru fyrir litla krakka.
6. Vertu búin að teipa fyrir munninn á þér áður en þú byrjar að drekka. Þá sleppurðu við þynnkuna morguninn eftir.

Ef þið farið eftir þessum leiðbeiningum er útkoman falleg og góð Særún. Ekki sitja á rassgatinu, gerðu eitthvað!

sunnudagur, mars 27, 2005

Páskar smáskar

eru í dag. Gleði með það. Leitin að páskaegginu hófst snemma í morgun. Eftir um 5 mínútna leit fann ég eggið, í leynihólfi í gamalli kistu sem langalangaamma mín átti. Þar fann ég líka gamlan konfektmola. Stórefa samt að langalangaamma hafi átt hann. En ég fékk besta málsátt sem ég hef fengið. Hann er svona: Vinur þinn á vin og vinur vinar þíns einnig, hafðu því gát á tungu þinni. Úff, þetta er bara snilldar málsháttur. Og þess vegna ætla ég að fara eftir honum, kominn tími til.

Hún Ása sem er að vinna með mér er frá Færeyjum. Við erum orðnar góðar vinkonur og eftir vinnu í gær fengum við okkur ís. Ojá. Hún sagði mér allt um Færeyjar og kenndi mér meira að segja smá færeysku, sem ég er reyndar búin að gleyma. En hún sagði mér að í Færeyjum "rolla" Færeyinar páskaeggjum niður fjall. Svo þegar það kemur niður á jafnsléttu er eggið brotið og þá er hægt að borða eggið. Ef svo óheppilega vill til að eggið brotnar ekki, þá má ekki borða það. Mér finnst þetta sniðugur siður. Mig langar að fara til Færeyja og borða skerpukjöt á brauði. Og "smúla" svo um bæinn, þ.e. rúnta. Hérna er færeysk heimasíða sem ég er búin að hlæja mikið að. Njótið! En ég og Ása eigum margt sameiginlegt. Til dæmis höfum við báðar gaman að tungumálum. Svo kann hún alveg fullt af þeim; þýsku, ensku, latínu, frönsku, norsku og dönsku. Svo á hún kærasta sem gengur alltaf í útvíðum buxum og notar sixpensara. Reyndar eigum við það ekki sameiginlegt...

Jæja, ég var plötuð í Catan. Kann ekki Catan en það er allt í lagi.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Babb í bátnum

Ég þarf að fara í einhverja fermingaveislu í Mosó. Málið er samt að ég virkilega hata fermingabarnið, eða ætti ég að segja fermingardjöfulinn. Þannig er mál með vexti að þegar ég var í 5. bekk fór ég í heimsókn til æskuvinar hans pabba, jú ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann átti brjálaða krakka og á enn, sem leyfðu engum öðrum að snerta dótið sitt. En af því að ég var svo frek, þá tók ég bara Geimbój sem elsti strákurinn átti og fór í hann. Samt ekki INNí hann. Hann varð alveg fúríús, tók körfubolta og sparkaði honum framan í mig. Ég varð líka alveg fúríús af því að ég meiddi mig svo mikið en hann var svo lítill að ég hætti við að lemja hann. Svo var ég svo mikil gelgja að ég kunni ekki að lemja. Fór á klóið, leit í spegil og þá var bara allt í blóði, nefbrjóskið stóð upp úr nefinu og ég leit út eins og ... flatbaka eða Mækúl Djakkson. Öskraði og mér var hent inn á spítala þar sem nefið mitt var bara í kássi. Á meðan ég beið horfði ég á Sabrinu og öll börn flúðu þegar þau sáu mig. Það þurfti að ýta brjóskinu inn aftur og sauma fyrir en enginn veit af hverju eða hvernig þetta gerðist. Læknirinn talaði eitthvað um að eitthvað hafi sprungið og þess vegna ákvað ég að nefið mitt hafi sprungið, bara í tætlur. Auglýsti það um allan skóla að ég væri með sprungið nef og já, mér var strítt. Og síðan þá hefur nefið mitt aldrei verið samt við sig, bara allt í tætlum. Enn ekki þýðir að gráta það. Ég verð því bara að hefna mín í eitt skipti fyrir öll, koma með körfubolta í veislu fermingardjöfulsins og dúndra í hann af öllu afli. Það ætti að kenna honum lexíu. Svo ætti ég kannski að taka með mér eins og eitt fermingaumslag um leið og ég helyp út, svona til að bæta fyrir allan andlegan skaða sem ég varð fyrir.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Þar sem dagar þessa "drykkjubloggs" eru taldir, er hér kominn nýr liður á þetta "nýja, ferska og edrú" blogg en það er liðurinn:

Tilraunin

Tilgangur: að komast að því hvort vökvi renni beint niður ef maður er að drekka hann um leið og maður pissar.

Framkvæmd: gegnið er inn á salerni eða einhvern annan stað til þvaglosunar, t.d. kamar eða holu. Buxurnar eru varlega dregnar niður á hæla og síðan er vatn með matarlit dregið fram, helst með grænum matarlit. Best er að koma sér vel fyrir og ef til vill með gott slúðurfréttablað í hönd. Þá er kreist af öllum lífs- og sálarkröftum þangað til þvagið byrjar að drjúpa. Þá er matarlitsvatnið teigað í botn og síðan er beðið, þó ekki með óþreygju, eftir að grænt piss myndist um leið.

Niðurstöður: ógrænar.



Þessi mynd koma þegar ég gúgglaði green piss. Æi en sætt.

Móa mín, ef þú ert að lesa þetta, þá gleymdi ég ekki afmælinu þínu í gær. Ég bara fresti því aðeins. Til hammó með ammó!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Já, vil bara byrja á því að þakka henni Oddnýju elskunni minni fyrir þetta góða innlegg hérna fyrir neðan. Gaman að þessu! Sérstaklega þar sem ég var við hliðina á henni að tala við einhvern í símann... og guð einn veit við hvern ég var að tala. En það var sem sagt árshátíð í gær. Það var bara tussugaman enda var áfengið í tonnatali. Af því að það var árshátíð skellti ég mér á eitt krullujárn í gær sem ég hefði betur átt að sleppa því ég var eins og Diana Ross á góðum og rökum degi. Svo gisti ég hjá Oddnýju og vaknaði bara í náttfötunum hennar og með teppi. Ah það var nú gaman að því. Og núna ætla ég að fá mér feitan þynnkumat, steikja mér beikon eða eitthvað.

Þynnkulögin góðu:

LCD Soundsystem - Daft Punk is playing at my house
Har Mar Superstar - DUI
Beck - E-Pro

ÉG ER GESTABLOGGARI SÆRÚNAR Í DAG.....
´ÉG HEITI ODDNÝ! ÉG ER BEST Í HEIMI....
Í KVÖLD VAR SKEMMTILEGT ÞÓ ÉG GERÐI MIG AÐ SVOLITLU FÍBLI....
ÞANNIG STANDA MÁLIN...ÞAÐ ER GAUR SEM ELSKAR MIG OG ÓHEPPINN HANN....ÉG Á KÆRASTA!! HANN ER Í EKVADOR...ÉG ELSKA HANN...ÉG ER Í BULLINU....BJÖRN ER FÆÐINGARHÁLVITI....SEM RÍÐUR ÖLLUM...(EKKI SEM ÉG VIL,,,, ÉG ÞOLI EKKI FÆÐINGARHALVITA!)
ÉG ELSKA SÆRÝUNU...SEM ÆTLAR AÐ GISTAHJÁ MÉR Í NÓTT:) ÉG ER BEST!ÉF ELSKA TOMMA...ÉG ER Í RUGLINUÆ....+EG ER BULL....ÉG HATA DEIT OG ÁSTARMÁL....ÞETTA ER OF FLÓKIÐ ALLT SAMAN...ÉG ELSKA YKKUR....KÆRU LESENDUR! ÞETTA ER ROSALEGA GAMAN...ÉG ER OG FULL TIL AÐ SOFA...ÉGF DRAKK BARA MJÓLK Í KVÖLD......GÓÐA NÓTT....

sunnudagur, mars 20, 2005

þunnþunnþunnþunnþunnþunnþunnbananaþunn

oj!ég ætla að hætta að drekka.vaknaði í morgun í rúmi helga björns og veit ekkert af hverju.man ekki einu sinni eftir því að hafa farið þangað.týndi svo símanum mínum í gær og man heldur ekki eftir því.svo heyrði ég ansi magnaðar sögur um mig í morgun.magnað.hitti svo hauk á sólon.haha!var þriðja hjól í alla nótt.meira að segja á meðan á samförum stóð.nei djók.ég svaf annars staðar.í rúminu hans helga björns.svo er árshátíð hjá hereford á morgun.það verður æst og ætla ég að hætta að drekka eftir hana.ég lofa!ég er ekkert að höndla þessa drykkju vel.greinilega.vá það er súrt að skrifa með litlum stöfum og gera aldrei bil eftir punkt.ég er svo flippöð!

laugardagur, mars 19, 2005

Stolt siglir fleyið mitt!

Hérna kemur rosalega léleg saga:

Mamma og pabbi voru í matarboði í gær hjá snobbfrændfólki okkar. Þau voru að horfa á ídolið og þar var einhver feit kona að syngja. Þá sagði snobbfrænka mín: "Gvöð hún á ekki að vera í svona þverröndóttri peysu, það gerir hana bara enn feitari." Svo kemur bomban: pabbi sat við hliðina á henni í þverröndóttri peysu. Haha!

Ég fékk óvæntan glaðning í morgun þegar ég vaknaði, skelþunn að vanda. Við hlið mér lá miði á Robert Plant tónleikana. Pabbi var því ekki að grínast þegar hann sagðist ætla að bjóða mér. En auðvitað er alltaf einhver hængur á. Ég þarf að fara með gömlum vinum hans pabba líka og fara í eitthvað "fyrirpartí" fyrir tónleikana. Þetta verður skrautlegt.



Gríp' í pung!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Duperman!

Þar sem ég hef ekkert að skrifa um, ætla ég að birta hér hluta úr spænskuritgerðinni minni María y Tomás. Til að koma ykkur inn í söguna, þá týndist María í Granada en hittir síðan Tomás sem bíður henni heim í mat. Þau eru að labba þegar að Tomás gerist svo ósvífinn að taka í hönd Maríu. María hleypur í burtu og í þröngt húsasund þar sem hún er klóruð í framan af villiketti. Nú heldur sagan áfram:

María llora pero ve algo en el cielo. ¡Es el Duperman! Duperman vola por encima de la cabeza de María y cae de pies en la calle. Él dice: “¡No llore, lloróna! ¿Qué ha pasado?” María respuesta con las lágrimas en sus ojos: “Yo he perdido a mi grupo y Tomás es un asno.” Entonces Duperman dice: “Yo voy a rematar a Tomás.” Duperman se aleja y vuelve poco después. Él dice: “Yo he rematado a Tomás y ahora voy a voler contigo a tu grupo.” María empieza a sonreír porque Duperman está tan guapo y musculoso.

Fyrir spænskuþurfalinga:

María grætur en sér eitthvað á himninum. Það er Duperman! Duperman flýgur fyrir ofan höfuð Maríu og lendir á fótunum á götunni. Hann segir: "Ekki gráta, grenjuskjóða! Hvað kom fyrir?" María svarar með tárin í augunum: "Ég hef týnt hópnum mínum og Tomás er asni." Síðan segir Duperman: "Ég ætla að sparka í Tomás." Duperman fer burt og kemur aftur stuttu síðar. Hann segir: "Ég hef sparkað í Tomás og núna ætla ég að fara með þig til hópsins þíns." María byrjar að brosa af því að Duperman er svo sætur og massaður.

Já það er gott að vera góður spænskupenni. Haha kaldhæðni í gegn!

miðvikudagur, mars 16, 2005

Fluga

Þegar ég beygði mig niður til að ná í skólatöskuna mína, var mér tjáð að fluga flaug úr buxunum mínum. Vona ég að hún hafi lifað góðu lífi þar sem sólin aldrei skín.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Merkisdagur

Í dag er merkisdagur, tvöfaldur merkisdagur.

Merkisdagur nr. 1: Í dag er Idvs Martii, en þennan dag, 44 f. Kr. dó Caesar. Þar sem ég er nú á fornmálabraut var deginum fagnað með útkomu Latínublaðsins og síðan gekk "góði hluti" bekkjarins um í tógu í hádegishlénu og boðaði latneskan boðskap. Salve, amice carissime!

Merkisdagur nr. 2: Samkvæmt Morkinskinnu, dagbók okkar mringa, er HA-dagurinn. Jú því þeir þrír nemendur sem eiga afmæli dag, eiga öll nöfn sem byrja á Ha. HAraldur, HArpa og HAnna. Hér með vil ég því óska þeim til hamingju með daginn og ég vona að engir busar eyðileggi HA-daginn að ári með því að eiga kannski nafn sem byrjar á BY. Þá er allt ónýtt.

mánudagur, mars 14, 2005

Í gær hafði ég ekkert gáfulegt að gera þannig að

- ég teiknaði broskalla á allar táneglurnar mínar. Svo virðist sem penninn hafi verið vatnsheldur og því munu broskallarnir ekki fara af á næstunni.

- ég skoðaði alla Loka og öll MT blöðin sem ég hef sankað að mér síðan í 3. bekk. Reyndar las ég hverja einustu grein og þetta tók mig ca. 2 tíma. Svo af því að reglustika lá á borðinu við hlið mér, þá mældi ég þykkt bunkans sem reyndist vera 9,3 cm.

- gerði ég teiknimyndasögu um Jón Sigurðsson.

- gekk ég niður á Súfusta með gleraugun hennar Guðnýjar. Komst að því að með gleraugu virka ég minni en ég er og svo líður mér eins og ég hafi reykt eitthvað dúbíus.

- gerði ég skattskýrsluna mína.

- tók ég upp gítarinn Hannibal sem hefur kúldrast bak við sófa alveg síðan ég fékk hann í 10. bekk. Á hann spilaði ég nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð Sókratesar og nágranna.

laugardagur, mars 12, 2005

Jibbí-kóla

Pabbi er búinn að lofa að bjóða mér á Robert Plant. ,,Svo að þú getir verið dræverinn minn. Hehehe!" Æi hann er svo yndislegur.

Jæja, frænkan vann ekki ídolið í þetta skipti. Fjölskyldan var fyrir alvöru að pæla í að keyra á Hólmavík til að geta verið með familíunni í partýinu þar. En sem betur fer hættu þau við.

Ég missti af latínuprófinu í gær. Vaknaði með svo mikla beinverki að ég gat bara ekki hreyft mig. Missti líka af Hot Lips (eða Hot Chips, man ekki) á Nasa. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fæ beinverki og hér kemur læknisfræðileg skýring á því fyrirbæri fyrir þá sem ekki hafa upplifað slíka verki. Fletti þessu upp í læknabók þannig að það má taka mark á þessu:

Beinverkir: Ekki ósvipaðir þeirri tilfinningu að beinin stækka, en ekki líkaminn. Sem er vont.

Þar hafið þið það. Klimm í kvöld!

miðvikudagur, mars 09, 2005

Í dag sá ég mann með krók

labba inn á sólbaðsstofu.

a) Tekur hann krókinn af áður en hann fer í bekkinn svo að litli handstubburinn fái lit?
b) Tekur hann krókinn ekki af, af því að hann er hræddur um að týna króknum eða að honum verði stolið?
c) Tekur hann krókinn af og leggur hann á magann sinn svo að hann fái svona króksfar líkt og sumir fá handafar?
d) Tekur hann krókinn ekki af því hann vill ekki að krókurinn sé skilinn útundan?

sunnudagur, mars 06, 2005

Í bígerð

- að gera fyrirlestur um Derrick í þýsku.
- að komast að því hvort leikarinn ágæti en jafnframt dauði, Gísli Halldórsson eigi þýskan bróður sem leikur Herr Kolberg í Derrick-þættinum Stellen Sie sich vor, man hat Doktor Prestel erschossen. Þeir eru bara svo líkir. Lík-ir. Haha!
- að fara úr nærbuxunum sem ég fór í í morgun og snúa þeim rétt í þetta skipti.
- að íhuga atvinnutilboðið sem ég fékk frá fullum manni á Hereford; afgreislustúlka á vídjóleigu á Snorrabrautinni. Það ku vera betur borgað.
- að fara á stefnumót með ógeðiskokknum. Hann er bara svo sjarmó. En hvað skildi kallinn minn segja við því? Spurning...
- að setja typpi á allar vinkonu mínar. Það væri svo gaman að sjá þær klóra sér í pungnum.
- að viðurkenna að síðasta færsla var bara uppspuni. Rétt upp hönd sem trúðu!
- að yfirgefa tölvuna svo hægt sé að gera bleik fermingarboðskort.

laugardagur, mars 05, 2005

Berjum mæður annarra barna!

Á fimmtudaginn var ég í fúlu skapi. Ekki nóg með það að bekkurinn minn ágæti tapaði ræðukeppninni og að aðeins nokkrar hræður úr mínum ágæta bekk létu sjá sig, (núna er bekkurinn orðinn semi-ágætur) heldur varð ég fyrir árás. Ég gekk í hægindum mínum heim úr strætó með allar mínar blýþungu töskur á bakinu, þegar að brjálað barn hleypur á mig og lendir á íþróttatöskunni minni sem hékk á öxlinni minni. Krakkinn fór að gráta og þá kom mamma hans öskrandi. Ég hélt að hún væri að öskra á krakkann fyrir að hlaupa á mig, en nei, hún var að öskra á mig! Hún hélt því fram að ég hefði lamið hann með töskunni. Ég hélt nú ekki! Hún spurði því krakkann hvort ég hefði lamið hann með töskunni og hann öskraði því játandi. Mig langaði að kýla þau bæði en ég náði að halda aftur hnefunum með erfiðleikum. Samtal okkar var einhvern veginn svona:

Ég: ,,Heyrðu góða mín! Ég er búin að eiga nógu erfiðan dag og ég bara nenni þessu ekki! Þú ræður hvort þú trúir organdi krakkanum þínum frekar en mér, hálffullorðni manneskju, en ég hef enga ástæðu til að lemja hann."
Hún (á háa c-inu): ,,En hann sagði að þú hefðir gert það!"
Ég (líka á háa c-inu): ,,Krakkar ljúga!"

Svo strunsaði ég í burtu. Einn daginn mun ég finna krakkann í fjöru og kenna honum lexíu. Og mömmunni líka sem ætti að senda á hæli fyrir tens-mæður.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Þú hýri Hafnarfjörður!

Í Hafnarfirði gerist aldrei neitt þrátt fyrir að þetta sé hinn besti bær. Það sannast kannski best þegar að eina hafnfirska fréttablaðið er lesið, öðru nafni Fjarðarpósturinn. Ég ætla að koma með nokkur dæmi um allt það bitastæða sem gerist í þessum bæ:

Elín Ósk Óskarsdóttir fékk ein tónlistarmanna hæstu listamannalaun, listamannalaun í 3 ár. Þetta er geysileg viðurkenning fyrir okkar frábæru söngkonu.

Allt of víða hertaka bæjarbúar gangstéttar með því að leggja þar bílum sínum, kerrum eða öðru eins og þetta dæmi á Öldugötunni sannar. (sýnd mynd af einmana kerru á gangstétt) Íbúi segir ekkert að gert þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir.

Mörgum brá í brún er þeir tóku eftir að klukkurnar á Hafnarfjarðarkirkju voru horfnar. Þó þær hafa ekki alltaf verið samstíga þykja þær þó ómissandi hluti af miðbæjarstemningunni enda fylgir klukknahljómur með. (Vá!) Nú hefur vísum og öðrum sýnilegum hlutum klukknanna verið komið í viðgerð og verða klukkurnar vonandi komnar innan skamms og þá að sjálfsögðu í sparibúningi.

Í fríið með foreldrunum Ef einhver heldur að unglingarnir vilji ekki í frí með foreldrunum þá afsannar þesski mynd slíkar fullyrðingar! (mynd af móður að draga barn sitt út í bíl sem rígheldur utan um tölvuna sína.)

Þessi ungi maður (mynd af ungum manni) mætti á torgið fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju eitt síðdegið og hóf þar mikinn dans á bekk. Félagi hans tók herlegheitin upp á myndband en ungir vegfarendur stóðu hjá og undruðust aðfarirnar enda ekki á hverjum degi sem ungir menn dansa á stuttbuxum í miðbænum. Betra ef svo væri og þá talaði enginn um dauðan miðbæ. Miðbærinn er aðeins það sem íbúarnir gera hann að. Ekki er vitað um ástæðu uppátækisins en líklega tengist það vakningardögum Flensborgarskólans.

Forsíðufyrirsögnin: Fann skjal frá 1920 í skorsteini Herkastalans - Nöfn allra sem komu að byggingu hússins.

Eins og lesa má, þá eru hlutirnir allir að gerast í Hafnarfirði.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Kókópöffs

Ræðukeppni á morgun við "ofurliðið". Ég sé samt ekkert ofurlegt við það lið. Æi, það er ekkert spes. Þetta sagði ég bara til að láta mér líða betur. Umræðuefnið er Ofurhetjur og er 5.A með ofurhetjum. Það skemmtilega innan gæsalappa, er að við fengum að vita umræðuefnið í gær og ekki fékkst frestur á keppnina og því er keppni við tímann bara tekin á þetta. Það verður því forvitnilegt að sjá útkomuna á morgun. Og í þokkabót er glósupróf í ensku á morgun. Ah, lífið er æði! Ætli það sé ekki best að skrifa nokkur svör með hjálp The Clash og Súkkat. Jú mikið rétt.