Kókópöffs
Ræðukeppni á morgun við "ofurliðið". Ég sé samt ekkert ofurlegt við það lið. Æi, það er ekkert spes. Þetta sagði ég bara til að láta mér líða betur. Umræðuefnið er Ofurhetjur og er 5.A með ofurhetjum. Það skemmtilega innan gæsalappa, er að við fengum að vita umræðuefnið í gær og ekki fékkst frestur á keppnina og því er keppni við tímann bara tekin á þetta. Það verður því forvitnilegt að sjá útkomuna á morgun. Og í þokkabót er glósupróf í ensku á morgun. Ah, lífið er æði! Ætli það sé ekki best að skrifa nokkur svör með hjálp The Clash og Súkkat. Jú mikið rétt.
miðvikudagur, mars 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli