föstudagur, júlí 29, 2005

Jamm og jú

Það eru víst 5 dagar í'etta. Mín búin að kaupa allt sem til þarf og er reddí steddí. Í gær fékk ég þessa skyndilegu þrá til að fara til Eyja en hún Vala átti nú sinn þátt í því. Auðvitað er bara rugl að skipuleggja eitthvað svona með stuttum fyrirvara en ég er bara svona flippuð. En málið er að ég tók vaktirnar hennar Völu á Hereford því hún var að fara til Eyja en ekki ég. Ég er svo mikill öðlingur. Og núna get ég ekki fengið frí. En það er önnur þjóðhátíð eftir þessa. Vona ég.

Ég fór á mitt fyrsta pöbbarölt í Hafnarfirði í gær. Kíkti á Hansen í fyrsta skipti og ég varð hissa. Bjóst bara við gömlum köllum en nei nei, þetta var bara eins og að vera á Grunnskólahátíð í 9. bekk. Kannaðist við fullt af fólki en ekki nóg til fara og tala við það. Svona er að byrja í skóla í Reykjavík og missa allt samband við heimabæinn. Hitti hann Björn sem er 55 ára og sköllóttur. Hann sagði að ég væri mjög falleg kona. Tók svo kast á nýjasta stolkerinn minn. Sagði honum að ég væri sko engin hóra eða brunddolla. Og þar með losnaði ég við hann. Fór svo í garðteiti í götunni minni. Þar voru teknar erótískar myndir og hár var blásið inni á baði. Og af því að ég nennti ekki að labba þessi nokkur skref sem voru heim til mín, sótti Einar mig. Haha. En honum fannst það ekkert fyndið.

Fólk mætti nú alveg vera duglegra við að kommenta. Ha...

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Dagurinn í dag

var ekki dagurinn í gær. Onei. Vinnudagurinn var langur en skemmtilegur. Rakstur á leikskólum hefur marga kosti, þá aðallega leiktæki. Ramban stóð fyrir sínu. Vega-saltið fyrir ykkur borgarkvikindin. Grýla fíla appelsína var rifjuð upp. Henni var ég búin að gleyma. Stuð að raka á táslunum og bera svo saman tær sínar. Nú berum við ekki lengur saman bækur okkar, heldur tær okkar. Svo er kitlandi að raka hrífum undir iljar. Aulahúmor minn er ekkert að dvína. Ég bara get ekki að þessu gert. Þetta er pottþétt sjúkdómur. Dæmi:

Vala: "Við erum alveg að bonda hérna!"
Ég: "Ha, James Bonda?"

Fólki er hætt að finnast þetta fyndið. Þetta er orðið daglegt brauð. Bara ein vika eftir af slætti. Þá ætla ég að slá mér upp með einhverjum og slá svo í gegn! Svo er pælingin að slá á létta strengi eftir að hafa slegið nokkra rassa.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Zzzzzzzzz

Skrollið á músinni minni ískrar. Hundurinn minn vill éta upp úr ruslatunnunni. Sé það á honum. Ég er búin að horfa á alla Lost þættina. Hahaha hí á ykkur. Ég er búin að vinna stanslaust frá 9-24 í dag. Svo er maður kallaður letingi þegar maður heyrir ekki til. Ég er bitur. Talaði þýsku við kúnna áðan. Og ég sem hélt að ég hefði gleymt öllu í sumar. Fékk líka brjálað tipps. Taschengeld ja ja bitte schnell! Ég er með óráði. Óráður er besti vinur minn. '

Ólag vikunnar: Burt með kvótann - Rass.
Ólag vikunnar II: Drugs - Cynic Guru.
Ólag vikunnar III: Halldór Ásgrímsson - Skátar.

mánudagur, júlí 18, 2005

Óútskýranlegir hlutir eru sífellt að koma fyrir mig. Hlutir sem ég mun seint geta útskýrt. Einn slíkur gerðist aðfaranótt laugardags. Á föstudeginum var mikið djammað og djúsað og búsað. Mín kom heim vel í því og mig minnir að ég hafi farið að sofa á evuklæðum sem er eitthvað sem ég geri ekki oft. Eiginlega bara aldrei. Vaknaði um hádegi næsta dag, leit í kringum mig og þá var allt sem átti að vera í fataskápnum mínum komið á mitt gólf í hrúgu. Ég leit niður og sá að ég var komin í alltof litlar íþróttabuxur og sparisparibol. Ringluð var ég en pældi ekkert meira í þessu fyrr en ég kom niður. Þá sagði mamma: "Særún, hvað varst þú að gera úti um miðja nótt í þessum fáránlegu fötum?" Ég svaraði: "Ha?" Á móti sagði hún að hún hafi heyrt pent bank á hurðina og vitandi að ég var komin heim bjóst hún ekki við að sjá mig þegar hún opnaði. En það var það sem hún sá, mig berfætta í íþróttabuxum og bol. Hún sagði að hún hafi sagt við mig: "Hvað ertu að gera barn?" Ég sagði þá: "Ég var bara að loka og læsti mig úti." Síðan sagði mamma mér að fara að sofa. Það skondna en merkilega er að ég man ekki eftir þessu. Annaðhvort gekk ég í svefni eða datt algjörlega úr sambandi sökum drykkju. Ég neita þó að trúa síðari kostnum. Þetta er krípíkrípí.

PS. Mín versta martröð rættist áðan. Ég var stungin af geitungi í hálsinn. Utan á hálsinn, ekki inní hálsinn. Þá væri ég nú ekki spriklandi eins og ég er núna. Ég hálfskammast mín fyrir að hafa verið stungin geitungasumarið litla. Só vott. En þetta var vont. Ójá. Núna hefur fóbían mín tvöfaldast og hún var nú ekki lítil fyrir.

laugardagur, júlí 16, 2005

Nýjasta ofurhetjan

Alltaf hef ég verið áhugamanneskja um ofurhetjur. Nei segi svona. Að öllu gríni slepptu þá erum ég og Kristín búnar að búa til okkar eigin ofurhetju: The Porcupine Man eða Broddgaltarmanninn á góðri íslensku. Hann er þeim hæfileikum gæddur að vera venjulegur maður í útliti en þegar hann verður reiður eða þarf að bjarga fólki, þá skjótast broddar útúr honum sem hann getur svo stungið vondu kallana með. Hann getur líka tekið þá úr sér og þá virka þeir eins og spjót. Á daginn vinnur hann svo í bílalúgunni á McDonalds. Þetta er svo hans tryggi aðstoðarmaður:



The Porcupine Dog klikkar ekki. Eftir miklar rannsóknir komst ég að því að The Porcupine Man er til í alvörunni. Reyndar var hann til árið 1802 í Þýskalandi og hét þá Der Stachelschweinmann. Hann er sexí eins og sjá má:



Svo er hann með brodda á bibbanum. Uss, eins gott að konan hans reyti hann ekki til reiði í bólinu. Ái.

föstudagur, júlí 15, 2005



Þessi hefur nú heldur betur gleymt að skeina sér

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Það er rússnesk stelpa að vinna með mér. Um daginn sagði hún við mig: "Þú vera svo sæt! Þú bara geta verið módel fyrir stór föt." Segir sú sem er búinn að losna við 10 kíló af því að hún svelti sig.

G! festival í Færeyjum þarnæstu helgi. Mig langar að fara. Hver vill ekki sjá sveitir á borð við Holgar og villmenn, Páll Finnur Páll, Spælimenninir, Knút Háberg Eysturstein, Tónabond yvir hav, Hjördis og genturnar, Afenginn og Vágaverk v/ Jóan Jakku og Sámal? Svei þér ljóshærði fagri maður sem ert að fara!

mánudagur, júlí 11, 2005

Orðið á götunni

er að það besta sem þú getur gefið þeim sem þú ætlar að totta, áður en þú tottar hann, er ananassafi. Hins vegar er það versta sem þú getur gefið einhverjum sem þú ætlar að totta, áður en þú tottar hann, hvítlaukur. Þetta er víst eitthvað svona norskt. Ætli það komi þá ananas- og hvítlauksbragð? Þá kýs ég frekar hvítlaukinn því ekkert er betra en hvítlauksbrauð.



Djöfulli væri ég til í að kjamsa á þessum andskotum!

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Ómissandi

að fá sér einn fyrir svefninn á Hótel Holti, vera nýbúin að missa af trommuleikaranum í Foo og prumpa svo í leðursófann.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Á hótelinu á Portúgal:

- megum við vera í hjólastól
- megum við drekka koníak
- getum við notað prentara
- megum við leika okkur með dót, aðallega bangsa og bolta
- megum við gefa og fá pakka
- megum við gista yfir nóttina
- getum við hringt úr síma á meðan við sofum
- getum við haldið ráðstefnur og fundi
- getum við eytt peningum
- megum við reykja pípu
- megum við vera með hundana okkar. Jess!
- getum við setið í lausu lofti á doppum
- getum við eytt pening OG notað lykla á meðan við sofum
- getum við orðið fyrir eldingu
- getum við farið í klippingu
- getum við pissað í kross



Rosalega hlýtur þetta að vera massað hótel!

sunnudagur, júlí 03, 2005

Í nótt fór ég uppá hótelherbergi til Kana. 101 hótel. Vinur hans lá nakinn í rúminu. Þá hló ég, tók áfengi úr míníbarnum og fór. Ég er svo svöl á því skiljiði.