Óútskýranlegir hlutir eru sífellt að koma fyrir mig. Hlutir sem ég mun seint geta útskýrt. Einn slíkur gerðist aðfaranótt laugardags. Á föstudeginum var mikið djammað og djúsað og búsað. Mín kom heim vel í því og mig minnir að ég hafi farið að sofa á evuklæðum sem er eitthvað sem ég geri ekki oft. Eiginlega bara aldrei. Vaknaði um hádegi næsta dag, leit í kringum mig og þá var allt sem átti að vera í fataskápnum mínum komið á mitt gólf í hrúgu. Ég leit niður og sá að ég var komin í alltof litlar íþróttabuxur og sparisparibol. Ringluð var ég en pældi ekkert meira í þessu fyrr en ég kom niður. Þá sagði mamma: "Særún, hvað varst þú að gera úti um miðja nótt í þessum fáránlegu fötum?" Ég svaraði: "Ha?" Á móti sagði hún að hún hafi heyrt pent bank á hurðina og vitandi að ég var komin heim bjóst hún ekki við að sjá mig þegar hún opnaði. En það var það sem hún sá, mig berfætta í íþróttabuxum og bol. Hún sagði að hún hafi sagt við mig: "Hvað ertu að gera barn?" Ég sagði þá: "Ég var bara að loka og læsti mig úti." Síðan sagði mamma mér að fara að sofa. Það skondna en merkilega er að ég man ekki eftir þessu. Annaðhvort gekk ég í svefni eða datt algjörlega úr sambandi sökum drykkju. Ég neita þó að trúa síðari kostnum. Þetta er krípíkrípí.
PS. Mín versta martröð rættist áðan. Ég var stungin af geitungi í hálsinn. Utan á hálsinn, ekki inní hálsinn. Þá væri ég nú ekki spriklandi eins og ég er núna. Ég hálfskammast mín fyrir að hafa verið stungin geitungasumarið litla. Só vott. En þetta var vont. Ójá. Núna hefur fóbían mín tvöfaldast og hún var nú ekki lítil fyrir.
mánudagur, júlí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli