Nýjasta ofurhetjan
Alltaf hef ég verið áhugamanneskja um ofurhetjur. Nei segi svona. Að öllu gríni slepptu þá erum ég og Kristín búnar að búa til okkar eigin ofurhetju: The Porcupine Man eða Broddgaltarmanninn á góðri íslensku. Hann er þeim hæfileikum gæddur að vera venjulegur maður í útliti en þegar hann verður reiður eða þarf að bjarga fólki, þá skjótast broddar útúr honum sem hann getur svo stungið vondu kallana með. Hann getur líka tekið þá úr sér og þá virka þeir eins og spjót. Á daginn vinnur hann svo í bílalúgunni á McDonalds. Þetta er svo hans tryggi aðstoðarmaður:
The Porcupine Dog klikkar ekki. Eftir miklar rannsóknir komst ég að því að The Porcupine Man er til í alvörunni. Reyndar var hann til árið 1802 í Þýskalandi og hét þá Der Stachelschweinmann. Hann er sexí eins og sjá má:
Svo er hann með brodda á bibbanum. Uss, eins gott að konan hans reyti hann ekki til reiði í bólinu. Ái.
laugardagur, júlí 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli