laugardagur, september 29, 2007

Heimkomin

Eftir eitt leiðinlegasta flug norðan Alpafjalla er ég loks komin heim. Ef þú lendir milli tveggja sveittra norskra vina þá lofar það ekki góðu. Conan O'Brien var tekinn í ósmurt síðastliðinn fimmtudag og má sjá atriðið hér í slöppum gæðum:



Glímukappinn/leikarinn The Rock var þarna líka og svakalega er hann stór maður. Ji. En eftir sjóvið var brummað á grímuball túrsins og var þemað þjóðerni. Ég tók aðalgelluna Wonder Woman á þetta enda Ameríka í gegn. Hér koma myndir:


Gertud die Bierdame


Hvaða píur eru þetta?


America! Fuck yeah!


Ring Mark Bell var brassgella eina kvöldstund og Bergrún voodoo bara hlær


Bretarnir voru auðvitað Stubbarnir. Hvað annað...

Og nú tekur alvaran við. Þetta var alveg ágætis túr.

þriðjudagur, september 25, 2007

Litla appelsínan endurtekur sig

Þá er maður kominn hingað í stóra eplið í annað skiptið. Erum á þessu truntulega flotta hóteli og staðsetningin er góð. Ekkert Times Square núna með panflautuuppvakningu eða maraþoni kl. 6 á laugardagsmorgni. Stemmarinn bara voða tjillaður núna en í gær spiluðum við í hinu margrómaða húsi Madison Square Garden. Samkvæmt Wikipedia tekur húsið 20.000 manns sem er ekkert slor. Wikipedia lýgur ekki! Santogold og The Klaxons hituðu áhorfendaskarann upp og tókst þeim það. Fyrir þá sem ekki vita erum við komnar með þráðlausa míkófóna þannig að í uppklappslögunum förum við fremst á svið og slömmum og djömmum með Björkinni sem er bara snilld. Eftir giggið var svo farið í partí sem Klaxons menn héldu og hef ég ekki skemmt mér svona mikið lengi lengi. Núna er það bara þriðjudagsþynnka og lærdómur beint í æð. Góð blanda. Á fimmtudaginn spilum við svo eitt lag í Conan O'Brien og svo beint upp í vél á föstudaginn og heim. Til að hafa alla ánægða eru hér nokkrar myndamyndir:


Fundum skyr.is í Whole Foods. Gott að fá smá íslenskt í mallann.


Pan Asian er best


Frekar stórt


Klaxonsdúddar í blörri


Ein sveitt eftir sjóvið með nýtt hárskraut


Gakktu til liðs við bleika liðið


Ef þetta er ekki stuðmynd þá veit ég ekki hvað

Aðrar myndir eru ekki birtingarhæfar

föstudagur, september 21, 2007

Ch-ch-ch-ch-ch-ch-check it out!

Í Montreal er ég nú. Áður en við komum þangað fórum við nú í sturtustopp í þjóðgarðinn Shenandoah þar sem símasamband og önnur sambönd voru ekki til. Það var samt voðalega næs að vera í hálfgerðum fjallakofa með útsýni yfir risastóran dal og lítil dádýr skoppandi út um allt. Við nokkrar skelltum okkur samt í útreiðatúr til að drepa tímann og var það bara hilvíti mikið stuð. Hesturinn minn bakkaði samt með mig í runna, ekki sáttur. Á staðnum var svo sjóvið: The Glockers og samanstóð af miðaldra konum að steppkántrídansa. Hló ég mikið af því uppátæki. Spiluðum svo um kvöldið þar sem við reyttum af okkur gullmolana. Gott dæmi frá Brynju: "Stokkalega!" Haha. En svo var brummað til Montreal í alveg slatta tíma eins og alltaf.

Í Montreal er voða voða mikið stuð og fullt af geitungum. Ég verslaði auðvitað og svona. Þvó þvottinn minn. Og svo var það rúsínan í pulsuendanum. Okkur var boðið af Beastie Boys á tónleika sem þeir spiluðu á í gær í hokkíhöll. Við fengum þessi voða voða góðu sæti og voru kallarnir frekar hressir. Hoppuðu og skoppuðu um sviðið eins og litlar krumapaðar rúsínur. Allir helstu smellirnir komu eins Intergalactic, Body Movin', Pass The Mic og Check It Out. Tók myndbönd sem ég ætla að reyna að skella hérna inn. Fengum svo að fara baksviðs og viti menn, annar Adam-inn dróg okkur bara inn í búningsherbergið þeirra og var voða kammó. Hafði voðalega miklar áhyggjur af því hvort við vildum ekki eitthvað að borða eða drekka. Svo var einhver kona að blaðra rosalega mikið við okkur um það þegar hún fór að veiða á Íslandi og ég kannaðist svo rooosalega við hana. Þá fattaði ég að þetta var kona sem lék í þáttunum Jericho sem hef greinilega bara séð. Lítill heimur. Og núna sit ég í risastóru hjólhýsi og mun spila seinna í kvöld. Og NY í nótt. Myndir!!!


Eins og maðurinn sagði: Nýjum búning fylgir nýtt ennisskraut


Flottir rasssar! Eeeee!



Ég og Lenard sem ég kýs að kalla Runna. Haha.


Ég bara VERÐ að fá mér svona dress...


Ég sat á spilastokknum hennar Brynju. Obbobobb.


Ógeðslega finnst mér þetta flott mynd

mánudagur, september 17, 2007

Atleeeeenta

Óheppnin hefur lagt mig í einelti síðastliðnu daga. Til að byrja með þá fékk ég hálfgert glóðurauga í Texas. Þannig er mál með vexti að í síðasta laginu, Pluto þá slömmum við smá. Algjörir rokkarar, ég veit. En í síðasta slamminu slammaði ég hann Benna minn í munnstykkið í augað og fékk þetta flotta glóðurauga. Mér finnst það bara töff. Er núna fyrst að verða fjólublátt þannig að það er bara eins og ég sé með augnskugga. Þá er það vandamál úr sögunni. Svo kemur næsta óheppni í næsta bæ. Svo stuttu eftir slammið kviknaði í hátalara á sviðinu. Og stuttu fyrir það kviknaði í risastórum vörubíl. Alltaf svo heitt í Texas sko. Jújú við djömmmuðum eftir giggið og ég fór í handahlaup og var að drepast í klofinu eftir það. En einhverjir gaurar úr ónefndri hljómsveit tók mynd af mér á meðan. Æði. Fórum svo í rútuna að talsetja eldgamla Jean Claude van Damme mynd.

Daginn eftir vöknuðum við í Jackson, Missippi og var það heldur betur draugabær. Ekkert opið á laugardegi þannig að ég var bara á hótelinu allan tímann. Fór í sólbað reyndar og saug í mig markaðsfræðina. Svo kom óhapp númer tvö. Ég var eitthvað að fikta í snyrtibudduni minni og kippist við það að ég skar mig á f***ing rakvélinni minni í löngutöng. Heilan bút úr puttanum! Og búturinn varð eftir í rakvélinni! Mín varð smá histerísk en þetta reddaðist samt allt á endanum. Mér blæddi ekki út því annars væri ég ekki að blogga núna. Er samt hálfhandlama og sýni fólki oft fingurinn, alveg óvart.

Og núna erum við í Atlanta og spilum í kvöld. Loksins komu langþráðir búningar og ætla ég að vera svo örlát að sýna ykkur hann, fyrst af öllum. Góðmennskan í fyrirrúmi. Þessir eru heldur kvenlegri að mér finnst og mun þægilegri. En fyrst kemur ein mynd:


Sigrún litla fékk sér nokkur tattú í anda Texas


Sumir voru ofurspenntir


Allar í gallann!


Uppá sviði

Svo erum við píurnar búnar að stofna myspace og má nálgast það hér.

föstudagur, september 14, 2007

Ofurblogg skal það vera!

Þá er ég bara mætt í Texas-fylki, réttara sagt Austin. Hér er alltaf sami hitinn, maður þarf varla að pissa því allur vökvi gufar strax upp. En best að byrja á byrjuninni:

Toronto:
Það er í Kanada krakkar mínir. Þar var nú heljarinnar stuð. Ég náði að versla smá því allir vita að smá sjopperí læknar öll sár. Skellti mér svo í CN turninn sem er hvorki meira né minna en 553 metra hár. Var mér smá bumbult í lyftunni en það er nú bara eðlilegt held ég. Svo var það misskilningur aldarinnar. Ég var að rölta heim á hótel með pyngjur og pakka þegar ég heyri öskrað hinum megin við götuna: "Paris!" Ég leit ótt og títt í kringum mig í von um að sjá stjörnuna en svo byrjaði kauðinn að hlaupa til mín með kameruna í eftirdraginu. Mér brá svo að ég hljóp beint inn á hótel og inn á herbergi. Þannig var nú Parísar Hilton-sagan mín en núna er ég kölluð Hiltonsdottir af einum kauða hér. Alltaf gaman. Svo spiluðum við á festivali á eyju einni í vatninu sem Toronto er við. Flugurnar voru að gera út af við mig og gleypti ég kannski svona fimm og sniffaði eina á meðan á gigginu stóð. Ojojoj. Svo ætlaði ég að fara aftur á festivalið kvöldið eftir til að sjá Blonde Readhead og Smashing Pumpkins en það fór fyrir bí.


Búningsherbergið var húsbíll. Fönní.


Vorum beðin um að koma í smá myndatöku með badmintonspaða. Meira fönní.

Detroit:
Komum til Birmingham fyrir utan Detroit á mánudaginn og gistum þar eina nótt. Daginn eftir var farið til Detroit og spila í ekki svo ljótu leikhúsi. M.I.A. vinkona okkar hitaði upp og var hressari sem aldrei fyrr.


Ekki furða að nýja hornið mitt heitir Stóri-Benni.


Harpa skrapp aftur til ísaldar


Var dansað eða hvað...

Um nóttina var svo brummað til Nashville og þar var voðalega lítið að gera. Engir veitingastaðir opnir kl. 7 þannig að núna fær Nashville nafnið Assville. Frá mér til Nashville. Bamm! Sem betur fer var stoppað stutt og um nóttina keyrðum við hingað til Austin. Heitt og aftur heitt. En við skelltum okkur bara í hótelsundlaugina á þaki hótelsins og kældum okkur niður. Fengum okkur svo ekta Texmex mat um kvöldið sem var ekki amalegt. Og núna erum við hérna á Austin City Limits festivalinu og spilum í kvöld. Erum í góðra manna hópi því Peter Björn and John eru að spila núna og á eftir ætla ég að skutlast á Queens of the Stone Age og fleiri. Stuhuð. Nóttin mun svo fara í það að keyra til Jackson í sturtustopp. Svo kem ég heim eftir 2 vikur þannig að fólk verður að fara að panta tíma með mér. Haha.

Já svo má ég núna segja frá myndatökunni sem við píurnar fórum í fyrir um mánuði síðan. Það var pósað fyrir Dazed and Confused og á það víst að vera komið út en erfitt að finna það hérna í USA enda breskt blað þar á ferð. Allnokkrar rokmyndir af mér sem ættu að gleðja augað. Nei djók.

Ble

föstudagur, september 07, 2007

Hæhó

Er í núll bloggstuði og er komin til Toronto í Kanada. Svaka heitt og áðan var mér ruglað saman við Parísi Hilton sem gistir á sama hóteli og við. Ekki mjög eftirsóknarvert finnst mér. Pottþétt nefið. Eða að papparassinn var blindur. Svo er svaka stórt kvikmyndafestival hérna og læti. Mýrin eða Jar City er víst að gera góða hluti. Ég læt svo kannski vita af mér þegar bloggandinn svífur yfir mig. Hvenær sem það gerist.

laugardagur, september 01, 2007

Stóra-Bretland

Þar er ég stödd þessa stundina. Tók London með trompi í nokkra daga, las viðskiptin í görn og fór inn á milli á Oxford Street, á Tate Modern á Dalí sýningu, fann mér horn og já, í 3 sprautur. Ég sagði sprautur já. Maður þarf víst að horfast í augu við óttann ef maður ætlar sér að fara til framandi landa eins og þau eru mörg í Suður-Ameríku en þangað fer ég í nóvember. En sprauturnar eru ekki búnar því ég á eftir að fara í einhverjar fjórar í viðbót. Úff. En ég get víst lítið kvartað því Shaun, tour managerinn okkar, var að greinast með blóðtappa í fætinum út af öllum þessum flugum (flugum í flugvél, ekki hrossaflugum) Hann þarf að fara í fullt af sprautum og má ekki koma með okkur til Kanada og usa því þangað þarf maður víst að fljúga. Voðalega tómlegt án hans. En vonandi batnar honum.


Og hérna erum við á einum indverskum. Fékk smá í mallann eftir þetta.

Já og svo er túrrútan sem við erum í núna sú flottasta til þessa. Á tveimur hæðum með betri stofu og læti. Þarna erum við að horfa á eitthvað rosalega fyndið á flatskjánum: (myndin er uppsett)


Á Írlandi vorum við í eina nótt á 5 stjörnu golfhóteli úti í rassgati. Fór ég nú í hvorugt (rassgatið eða golfið) heldur las bara og las. Mini-Björk var svo heppin að fá svítu því það hafa allir haldið að þar væri Big-Björk um að ræða en hún var ekki einu sinni á hótelinu. Heppin. Þannig að við fórum í svítuna um kvöldið og horfðum á Fjögur brúðkaup og jarðarför sem var mjög viðeigandi.


Ég og rekstarhagfræðibókin mín erum bestu vinkonur núna. Erum alltaf að spjalla um framboð og eftirspurn og svona. Síðan var spilað um kvöldið á hálfgerðu hippafestivali sem var nú bara mjög gaman. Keypti mér sólgleraugu þar og læti. Heitar flögur spiluðu á undan okkur og LCD Hljóðkerfi á eftir okkur. Svo var "Íslandsvinurinn" Damon Albarn á svæðinu, eflaust nýkominn af Kaffibarnum. Ég tók því nú bara rólega og fór upp í rútu eftir gigg enda ferja morguninn eftir. Gotta love 'em ferries. Ég stalst til að taka kameruna upp á svið og smellti af nokkrum myndum:


Fólkið var að missa sig


Kannast eitthvað við þessar píur


Kalladeildin

Þessi færsla er orðin endalaus þannig að ég hætti þessu bulli bara núna. Næsta gigg er svo annað kvöld fyrir utan Glasgow og þá verður húllumhæ. Brummum svo til London um nóttina og fljúgum svo til Keneda á miðvikudaginn. Babbla eitthvað gáfulegt þá.

Ps. Kann einhver gott ráð við óviðráðanlegri táfýlu? Skil ekkert í þessu...