mánudagur, febrúar 26, 2007

Mart-raðir

Ætli orðið 'mart-raðir' sé ekki komið úr ensku. Fólk sem þurfti alltaf að bíða í röðum í versluninni Wall-Mart dreymdi víst alltaf rosalega illa. Wall-Mart-raðir. Hljómar ekki vel og því var veggurinn felldur með Berlínarmúrnum. Ég hef leyst ráðgátuna eina ferðina enn!

Ég er alltaf að fá martraðir. Í nótt martraðaði* ég að pabbi væri að borða kokteilsósu í rúminu mínu sem á er hvítt rúmteppi. (Reyndar er það á rúminu svona einu sinni í mánuði en jæja) Faðir minn er mikill kokteilsósumaður og var búinn að klína allt rúmteppið út í sósunni. Sáust handaför á teppinu eins og að hann væri búinn að þurrka sér í teppið eins og ekkert væri. Ég varð alveg spinnigal og leitaði að pabba um allt hús. Fann ég kappann sitjandi í baðkarinu í öllum fötunum, sprautandi í sig Gunnars kokteilsósu. Eftir þessa martröð hata ég kokteilsósu meira en ég gerði áður. Skil ekki hvernig fólk getur borðað þetta. Öllabjakk!

Mig er líka búið að martraða tvisvar sinnum í röð að það sé búið að stela álfelgunum undan Cooper - bílnum mínum. Í fyrsta skiptið var martröðin svo raunveruleg að ég óð út á náttbuxum og hlýrabol í rigningarroki bara til að vera viss. Ótrúlegt hvað þessir andskotar geta verið raunverulegir.

Ps. Var að setja inn föllt af nýjum mendöm hér til hleðar. Vonandi fáið þið ekki mart-raðir eftir áhorfið... maðör veit aldrei.
* að martraða = það að dreyma illa. Martraða - martraðaði - martraði.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Blubbidíblu

Glöggir lesendur ættu að hafa séð þá gríðarlegu breytingu sem átt hefur sér stað á þessari síðu. Já mín var að fikta eitthvað og eyddi bara öllu dæminu. Öllum hrútspungum með p-máli og núna man ég ekki neitt. Ef ég gleymdi þér eða þú vilt verða hrútspungaður með p-máli þá er bara að láta vita með svita!

Ég var að fá túrplan. Einu sinni í mánuði með krömpum tilheyrandi og útblæðslu. Nei djók, Bjarkartúrplan. Verð alveg slatta mikið heima í sumar og þá er bara að byrja að panta mig í hitt og þetta. Ég verð heim eins og hér segir:

Frá og með deginum í dag til 20. apríl
27. maí - 21. júní
26. júlí - 19. ágúst
4. október - ??. ???

Þá er bara að byrja að panta. Verslunarmannahelgin er þó fullbókuð því aðeins ein mannsveskja er þess verðug að fá mig þá helgi. Habbahabba! Svo er ég búin að fá að vita launin mín. Uss ég hefði nú gert þetta ókeypis en ekki eru þessi laun af verri endanum. Svo fæ ég líka laun fyrir að vera heima í sumar að bora í nefið með ykkur. Ég get þá kannski splæst í kleinu og kókómjólk.

Og núna koma suddalegar myndir frá því um síðustu helgi:


Sippin' on strawberrystuff. Laid back!


Hver dó?


Svo skrapp ég á Óðal og þessar tóku vel á móti mér :)


Ég reyndi að kyssa þær fyrir greiðann. Gekk illa.


Gunni Hó þó að taka mig í bakaríið.


Speglamyndir eru alltaf sniðugar

Svo kem ég með eitthvað meira djúsí stöff næst. Lofa!

laugardagur, febrúar 17, 2007

Viðburðarríki

Það er allt að gerast krakkar! Til dæmis fór ég að hitta túrstelpurnar tilvonandi heima hjá henni Brynju túbu í gær. Við vorum hressar og ég smakkaði pizzu frá Eldsmiðjunni í FYRSTA SKIPTIÐ! Mín afsökun: Ég á heima í Hafnarfirði. Við spjölluðum um ferðalagið á okkur og vorum sammála um eitt: við getum ekki beðið. Tókum svo Trivialið á þetta og auðvitað var ég í sigurliðinu. Ekki frekar en hinn daginn. Síðan bauðst ég til að gera mojito handa okkur stelpunum en viti menn. Hann varð óáfengur af því að ég gleymdi að setja aðalstöffið í hann. Hahaha. Algjör lúði. Ég fæ því ekki starfið sem barþjónn ferðarinnar.

Ég og Oddný skelltum okkur svo í bæinn og hittum nokkar fyrrverandi MR píur sem voru í essinu sínu. Ég á myndir því til sönnunnar en þær eru kannski aðeins of sveittar. Svo rann ég í ælu. Í stiga. Ojojoj. En það voru nú bara strákarnir sem voru alltaf að káfa á rassinum á mér sem fengu að finna fyrir því. Hohoho. Svo sá ég Júdda Law! Ætlaði nú að elta hann upp Laugarveginn með kameruna en litla gáfaða röddin mín sagði mér annað. Heim var brummað.

Í morgun bompaði ég svo stigann heima hjá mér og sést það heldur betur á nefinu mínu. Ég er alltaf að verða óheppnari og óheppnari sveiettan. Öll út í marblettum og kúlum á hausnum sem eru ekki mér að kenna reyndar. Og bitfar á nefinu og sogblett á hálsinum. Nei djók fáðér smók! Og núna er ég bara heima. Já.

Ábót:
Ég gleymdi alltaf að tala um snillinginn hann pabba minn. Hann gaf nefnilega mömmu Valentínusar/konudagsgjöf um daginn: Þurrkara og nýja uppþvottavél. Hahaha! Þessi gjöf ætti allavega að létta mömmu lífið þótt þetta virki allt saman mjög karlrembulegt. En allir sáttir! Og mamma sem bað bara um nýja Ladda diskinn til að hita upp fyrir fjölskylduferðina á Laddasýninguna sem hún planaði. Já og svo átti ég 21. árs getnaðarafmæli á degi Valentínusar. Þetta reiknaði maður allt út í sínum tíma...

föstudagur, febrúar 16, 2007

Ég man

Ég man þegar DVD kom fyrst til landsins
Ég man þegar við keyptum fyrsta DVD diskinn
Ég man að það var Bugs Life
Ég man að við áttum ekki DVD spilara en gátum spilað DVD í nýju tölvunni okkar
Ég man að nú er sú tölva komin á haugana

Ég man þegar ég var 5 ára
Ég man að þá var litla systir mín lítið krumpufés
Ég man þegar ég sagði við mömmu: "Mamma, ekki gefa henni meiri barnamat. Hún er búin að fá nóg. Hún verður bara feit"
Ég man af hverju
Ég man að það var af því að ég vildi borða barnamatinn hennar
Ég man að ég fékk alltaf að sleikja lokið og innan úr krukkunni

Ég man þegar ég var að keyra áðan og sá lítinn strák
Ég man að hann var að sleikja ljósastaur
Ég man að ég bibaði á hann
Ég man að hann beit í tunguna

Ég man að ég verð bara að kaupa mér súkkulaðigosbrunn í Vörutorginu.
Ég man að ég verð að fara í sleik við gaurinn í Vörutorginu

Ég man ekki af hverju ég er ennþá leyfð í bloggheiminum.

Ég man ekki þegar ég tók þessa mynd:

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Ég blogga á eftir

Lofa!

Sjúgið á þessu á meðan þið bíðið:

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Örsaga

Lónið var hálftómt. Aðeins plástrar og bikinítoppur flutu á yfirborðinu og hárteygjur og snæri grófu sig ofan í kísilinn sem var síðan makað á þreytt og saltlegin túristaandlit. Gæslumennirnir gengu ákveðnum skrefum með volkítolkístöðvarnar í plastpoka. "Allt seif í vestur. Roger. Er að fara suður. Yfir og út." Skærgulu úlpurnar létu túristana fá ofbirtu í augun í myrkrinu. Aðeins stjörnurnar og flóðljósin lýstu leiðina. Einn túristinn fór úr spídósundskýlunni sinni og veifaði til félaganna til að sýna hvað hann er rosalega flippaður. Hann fékk kísil í sparigatið fyrir vikið. Parið vafði örmum sínum um hvort annað og engin önnur manneskja var til í heiminum. Bara ég og þú. Kossinn var saltur en hverjum var ekki sama. Ung stúlka bjó til væna kísilkúlu og skellti innan á bikinítoppinn sinn. Alveg eins hinum megin. Brjóstin stækkuðu um helming og voru raunverulegri en nokkru sinni fyrr. Hún kallaði þetta kísílíkon og er búin að fá einkaleyfi. Stúlkan hét Særún.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Riddari götunnar

Kæra fólk,
ég hef fest kaup á tæki sem gengur fyrir bensíni. Ekki sláttuorf og ekki vélsög. Heldur bíl. Það var held ég bara kominn tími til. Bílaklukkan mín var byrjuð að tifa og sprengjan farin að tikka. Þetta ferli tók nú lítinn tíma, nokkra klukkutíma eða svo og áður en ég vissi af var ég búin að fá bíllyklana í hendurnar. Bíllin lítur svona út:



Og auðvitað er hún sjálfskipt þessi elska. En svo er málið: Hvað á ég að skíra kvikindið? Og af því að ég er í svo góðu skapi þá ætla ég að hafa smá nafnasamkeppni og leyfa ykkur, lesendur góðir, að koma með tillögur af nafni/nöfnum. Og ekkert búllsjitt! Verðlaunin eru af betri endanum: rúntur með mér og ís af eigin vali. Fire away!

Ps. Hver er að fara að spila á Hróarskeldu í sumar? ÉG!