fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Blubbidíblu

Glöggir lesendur ættu að hafa séð þá gríðarlegu breytingu sem átt hefur sér stað á þessari síðu. Já mín var að fikta eitthvað og eyddi bara öllu dæminu. Öllum hrútspungum með p-máli og núna man ég ekki neitt. Ef ég gleymdi þér eða þú vilt verða hrútspungaður með p-máli þá er bara að láta vita með svita!

Ég var að fá túrplan. Einu sinni í mánuði með krömpum tilheyrandi og útblæðslu. Nei djók, Bjarkartúrplan. Verð alveg slatta mikið heima í sumar og þá er bara að byrja að panta mig í hitt og þetta. Ég verð heim eins og hér segir:

Frá og með deginum í dag til 20. apríl
27. maí - 21. júní
26. júlí - 19. ágúst
4. október - ??. ???

Þá er bara að byrja að panta. Verslunarmannahelgin er þó fullbókuð því aðeins ein mannsveskja er þess verðug að fá mig þá helgi. Habbahabba! Svo er ég búin að fá að vita launin mín. Uss ég hefði nú gert þetta ókeypis en ekki eru þessi laun af verri endanum. Svo fæ ég líka laun fyrir að vera heima í sumar að bora í nefið með ykkur. Ég get þá kannski splæst í kleinu og kókómjólk.

Og núna koma suddalegar myndir frá því um síðustu helgi:


Sippin' on strawberrystuff. Laid back!


Hver dó?


Svo skrapp ég á Óðal og þessar tóku vel á móti mér :)


Ég reyndi að kyssa þær fyrir greiðann. Gekk illa.


Gunni Hó þó að taka mig í bakaríið.


Speglamyndir eru alltaf sniðugar

Svo kem ég með eitthvað meira djúsí stöff næst. Lofa!

1 ummæli:

Vala sagði...

hahaha geðveikar myndir! hey þú verður heima þegar ég á afmæli þannig þú ert ekkert að fara að missa af partýi..!