fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Riddari götunnar

Kæra fólk,
ég hef fest kaup á tæki sem gengur fyrir bensíni. Ekki sláttuorf og ekki vélsög. Heldur bíl. Það var held ég bara kominn tími til. Bílaklukkan mín var byrjuð að tifa og sprengjan farin að tikka. Þetta ferli tók nú lítinn tíma, nokkra klukkutíma eða svo og áður en ég vissi af var ég búin að fá bíllyklana í hendurnar. Bíllin lítur svona út:



Og auðvitað er hún sjálfskipt þessi elska. En svo er málið: Hvað á ég að skíra kvikindið? Og af því að ég er í svo góðu skapi þá ætla ég að hafa smá nafnasamkeppni og leyfa ykkur, lesendur góðir, að koma með tillögur af nafni/nöfnum. Og ekkert búllsjitt! Verðlaunin eru af betri endanum: rúntur með mér og ís af eigin vali. Fire away!

Ps. Hver er að fara að spila á Hróarskeldu í sumar? ÉG!

Engin ummæli: