þriðjudagur, janúar 23, 2007

Ble!

Lífið gengur sinn niðurgang. Ég var að tralla um helgina og fékk þessa svaðalegu línu frá einum útlendningnum: "There's an afterparty at my body and you're invited." Ekki spurning hvað ég gerði eftir þennan gullmola! Fattaði svo að þetta er texti við lag með J Lo. Þá varð ég ekkert eins spennt. En á meðan ég man, þá var ég að setja inn gamlar og nýjar partýmyndir hérna einhvers staðar. Bara leita því ég kann ekkert á þessa myndasíðu eftir að henni var breytt. Alveg gagagúgú. Og takið eftir því að ég er með þrjá mismunandi háraliti á myndunum. Geri aðrir betur í vetur.

Jájá. Handboltinn. Mikið væri ég nú til í að setja bara á mute þegar kallarnir eru að góla með þjóðsöngnum. Mute á undirspilið það er og geta heyrt hvernig þeir syngja. Eða hvort þeir syngja yfir höfuð. Útlensku kallarnir syngja samt ekki enda ekki komnir það langt í íslenskukennslunni. Ég var að frétta það sko. Svo er svo fyndið að fylgjast með markverðinum okkar. Hann getur aldrei fagnað með hinum köllunum og er alltaf að segja "Jess!" og gerir svona "awwwright!" með hendinni. Svo gefur hann bara markstönginni fæv enda getur hann varla hlaupið út á völl til að gefa einhverjum öðrum fæv. En bara að gefa sjálfum sér fæv? Ég myndi bara gera það. Gemmér fimmuna Særún! Fimmuna! Awwwright!

Aaaa! Svo get ég sagt ykkur eitt í sambandi við túrinn minn blóðuga. Fyrsta giggið verður á Coachella hátíðinni í Palm Springs, US and A 27. apríl og er dagskráin ekki af verri endanum. Rage Against The Machine mun koma saman aftur við þetta tækifæri og jidúddamía ekki ætla ég að missa af því. Líka Willie Nelson. Vonandi lendi ég í jakúsí með honum marr! Verð bara að vera með háf með mér til að veiða upp dauðu húðina. Oj þessir gömlu flagna svo. En dagskrána er hægt að sjá hérna. Stór nöfn og stór hátíð. Svo eru líka fullt af þessum litlu böndum sem ég hef verið að hlusta svolítið á núna eins og The Rapture og The Kooks. Og Hot Chip! Og Air! Og Interpol! Ég er farin að ná í tissjú. Pissaði heldur betur á mig af spenningi. Ji.

Engin ummæli: