miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hundslappadrífa

Um daginn gerði ég snjókall á djamminu, nánar tiltekið á Austurvelli kl. 6 að morgni sunnudags. Honum var eytt nokkrum sekúndum síðar af drukknu fólki á minni ábyrgð.



Þarna er Villi að gera neðstu kúluna. Úllala!


Björk fer mjúkum höndum um boltann sinn. Mmmm.


Djammsnjókarlinn í allri sinni guðslegu dýrð. Og einhver að pissa á hann. Og já, ég gerði hausinn eins og sést.


Nokkrum sekúndum seinna. Þjáningum snjókallsins var linað. Hvíl þú í friði.
Vegna þess hvað ég dýrka hana Björk mína mikið, þá ætla ég ekki að setja myndirnar hérna sem voru teknar í bílnum eftir snjóleikinn. Hún var soldið sjúskuð. En í staðinn er hérna mynd af mér og Hildi á Kaffibarnum. Við erum alltaf sætar.



Og ein af okkur píunum. Og vá, bingóvöðvinn minn í essinu sínu



Síðan keyrði ég næstum því á skilti. Guði sé lof fyrir snjóskaflinn sem skildi að bílinn og skiltið.

Í fyrradag fór ég svo á snjóbretti í fyrsta skipti á ævinni. Ég á sko allar græjur nema brettið og skóna. Og allar hlífar sem ég þyrfti eiginlega að hafa til að halda lífi. Ég var nefnilega alltaf í snjóbrettaúlpu í 10. bekk og byrjun menntó. Móa hélt líka fyrst þegar hún sá mig að ég væri annaðhvort snjóbrettastelpa eða hástökkvari. Góður mannþekkjari hún Móa. En ég hætti að telja eftir 20. skiptið hvað ég var búin að detta oft. Ég náði þó að komast niður brekku einu sinni án þess að detta. Þetta er allt að koma! Næst eru það bara Bláfjöll. Eða kannski fyrst að komast í T-lyftinu í barnabrekkunni og passa að klessa ekki á eitthvað hús eins og síðast.

Ég fór á fund með aðstoðarkonu Bjarkar Gvöðmunds áðan með öllum hinum stelpunum líka. Sjitturinn titturinn hvað ég er orðin spennt! Einkarúta með rúmum, partí eftir öll festivöl með fræga fólkinu, brjálaðir búningar eftir einhvern frægan hönnuð, aðstoðarkona sem sér bara um okkur stelpurnar! En svo má ég ekkert tala um dag- og staðsetningar á tónleikum því þetta er allt eitt risastórt leyndó. En mig langar það svo!! Jæja, ég kaupi mér munnrennilás á morgun.

Engin ummæli: