Dagurinn í dag
var ekki dagurinn í gær. Onei. Vinnudagurinn var langur en skemmtilegur. Rakstur á leikskólum hefur marga kosti, þá aðallega leiktæki. Ramban stóð fyrir sínu. Vega-saltið fyrir ykkur borgarkvikindin. Grýla fíla appelsína var rifjuð upp. Henni var ég búin að gleyma. Stuð að raka á táslunum og bera svo saman tær sínar. Nú berum við ekki lengur saman bækur okkar, heldur tær okkar. Svo er kitlandi að raka hrífum undir iljar. Aulahúmor minn er ekkert að dvína. Ég bara get ekki að þessu gert. Þetta er pottþétt sjúkdómur. Dæmi:
Vala: "Við erum alveg að bonda hérna!"
Ég: "Ha, James Bonda?"
Fólki er hætt að finnast þetta fyndið. Þetta er orðið daglegt brauð. Bara ein vika eftir af slætti. Þá ætla ég að slá mér upp með einhverjum og slá svo í gegn! Svo er pælingin að slá á létta strengi eftir að hafa slegið nokkra rassa.
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli