Þú hýri Hafnarfjörður!
Í Hafnarfirði gerist aldrei neitt þrátt fyrir að þetta sé hinn besti bær. Það sannast kannski best þegar að eina hafnfirska fréttablaðið er lesið, öðru nafni Fjarðarpósturinn. Ég ætla að koma með nokkur dæmi um allt það bitastæða sem gerist í þessum bæ:
Elín Ósk Óskarsdóttir fékk ein tónlistarmanna hæstu listamannalaun, listamannalaun í 3 ár. Þetta er geysileg viðurkenning fyrir okkar frábæru söngkonu.
Allt of víða hertaka bæjarbúar gangstéttar með því að leggja þar bílum sínum, kerrum eða öðru eins og þetta dæmi á Öldugötunni sannar. (sýnd mynd af einmana kerru á gangstétt) Íbúi segir ekkert að gert þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir.
Mörgum brá í brún er þeir tóku eftir að klukkurnar á Hafnarfjarðarkirkju voru horfnar. Þó þær hafa ekki alltaf verið samstíga þykja þær þó ómissandi hluti af miðbæjarstemningunni enda fylgir klukknahljómur með. (Vá!) Nú hefur vísum og öðrum sýnilegum hlutum klukknanna verið komið í viðgerð og verða klukkurnar vonandi komnar innan skamms og þá að sjálfsögðu í sparibúningi.
Í fríið með foreldrunum Ef einhver heldur að unglingarnir vilji ekki í frí með foreldrunum þá afsannar þesski mynd slíkar fullyrðingar! (mynd af móður að draga barn sitt út í bíl sem rígheldur utan um tölvuna sína.)
Þessi ungi maður (mynd af ungum manni) mætti á torgið fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju eitt síðdegið og hóf þar mikinn dans á bekk. Félagi hans tók herlegheitin upp á myndband en ungir vegfarendur stóðu hjá og undruðust aðfarirnar enda ekki á hverjum degi sem ungir menn dansa á stuttbuxum í miðbænum. Betra ef svo væri og þá talaði enginn um dauðan miðbæ. Miðbærinn er aðeins það sem íbúarnir gera hann að. Ekki er vitað um ástæðu uppátækisins en líklega tengist það vakningardögum Flensborgarskólans.
Forsíðufyrirsögnin: Fann skjal frá 1920 í skorsteini Herkastalans - Nöfn allra sem komu að byggingu hússins.
Eins og lesa má, þá eru hlutirnir allir að gerast í Hafnarfirði.
fimmtudagur, mars 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli