Berjum mæður annarra barna!
Á fimmtudaginn var ég í fúlu skapi. Ekki nóg með það að bekkurinn minn ágæti tapaði ræðukeppninni og að aðeins nokkrar hræður úr mínum ágæta bekk létu sjá sig, (núna er bekkurinn orðinn semi-ágætur) heldur varð ég fyrir árás. Ég gekk í hægindum mínum heim úr strætó með allar mínar blýþungu töskur á bakinu, þegar að brjálað barn hleypur á mig og lendir á íþróttatöskunni minni sem hékk á öxlinni minni. Krakkinn fór að gráta og þá kom mamma hans öskrandi. Ég hélt að hún væri að öskra á krakkann fyrir að hlaupa á mig, en nei, hún var að öskra á mig! Hún hélt því fram að ég hefði lamið hann með töskunni. Ég hélt nú ekki! Hún spurði því krakkann hvort ég hefði lamið hann með töskunni og hann öskraði því játandi. Mig langaði að kýla þau bæði en ég náði að halda aftur hnefunum með erfiðleikum. Samtal okkar var einhvern veginn svona:
Ég: ,,Heyrðu góða mín! Ég er búin að eiga nógu erfiðan dag og ég bara nenni þessu ekki! Þú ræður hvort þú trúir organdi krakkanum þínum frekar en mér, hálffullorðni manneskju, en ég hef enga ástæðu til að lemja hann."
Hún (á háa c-inu): ,,En hann sagði að þú hefðir gert það!"
Ég (líka á háa c-inu): ,,Krakkar ljúga!"
Svo strunsaði ég í burtu. Einn daginn mun ég finna krakkann í fjöru og kenna honum lexíu. Og mömmunni líka sem ætti að senda á hæli fyrir tens-mæður.
laugardagur, mars 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli