mánudagur, mars 28, 2005

Viltu gerast Særún?

Farðu þá eftir þessum leiðbeiningum:

Lúkkið
1. Fáðu þér brjálað dýra klippingu á snobbhárgreiðslustofu og láttu hana duga næsta árið. Slitnir endar eru bara kúl.
2. Slepptu brjóstarhaldaranum, túttuför eru svöl.
3. Peysur eru fyrir aumingja, vertu því í langermabol.
4. Kauptu dýrar buxur, ferð svo í þær heima hjá þér, ert ekki að fíla þær og hendir þeim aftast í fataskápinn.
5. Búðu til pils úr gömlum vinnubuxum af pabba þínum.
6. Vertu í nýlonsokkabuxum undir buxunum, þær halda öllu á sínum stað.
7. Notaðu hvítan ælæner og blátt naglalakk. Líka á táslurnar.

Fasið

1. Kallaðu alla mússímúss sem tala við þig og vinsældirnar blómstra.
2. Sýndu foreldrum þínum virðingu, kallaðu þau uppalanda 1 og 2.
3. Notaðu línur eins og: "Ég er svo feit!", "Stelpur sjáiði, inngróið hár!" og "Æi getum við ekki bara farið heim til þín?". Bara upp úr þurru.
4. Farðu niður í bæ og rúllaðu þér niður Laugarveginn. Þannig veiðirðu þér í matinn.
5. Vingastu við strætóbílstjóra. Þeir geta komið sér vel á gúrkutíðum.
6. Fáðu æði fyrir nýrri tónlist á viku fresti og hlustaðu ekki á annað. Dæmi: Súkkat > Van Morrison > Billy Joel > Lögin úr Stone Free > 80' tónlist > Meat Loaf > Toni Braxton.

Skemmtanalífið

1. Í veskinu þínu eiga eftirtaldir hlutir að vera til staðar: smokkur (helst rifflaður), túrtappi, nafnspjaldið þitt, sprettunál, bauluolía og tómt nótnablað. Ef penna vantar er alltaf hægt að skrifa á nótnablaðið með blóði.
2. Hringdu í núverandi og fyrrverandi vini þína undir áhrifum áfengis. Báðir aðilar hafa svo gaman að því.
3. Farðu heim með einhverjum eftir fyllerí. Bara einhverjum.
4. Skildu greiðslukortið þitt eftir heima. Þú átt það til að eyða.
5. Ekki gefa mönnum númerið þitt sem bjóða þér fyrst í pulsu og svo í partí. Pulsupartí eru fyrir litla krakka.
6. Vertu búin að teipa fyrir munninn á þér áður en þú byrjar að drekka. Þá sleppurðu við þynnkuna morguninn eftir.

Ef þið farið eftir þessum leiðbeiningum er útkoman falleg og góð Særún. Ekki sitja á rassgatinu, gerðu eitthvað!

Engin ummæli: