Stolt siglir fleyið mitt!
Hérna kemur rosalega léleg saga:
Mamma og pabbi voru í matarboði í gær hjá snobbfrændfólki okkar. Þau voru að horfa á ídolið og þar var einhver feit kona að syngja. Þá sagði snobbfrænka mín: "Gvöð hún á ekki að vera í svona þverröndóttri peysu, það gerir hana bara enn feitari." Svo kemur bomban: pabbi sat við hliðina á henni í þverröndóttri peysu. Haha!
Ég fékk óvæntan glaðning í morgun þegar ég vaknaði, skelþunn að vanda. Við hlið mér lá miði á Robert Plant tónleikana. Pabbi var því ekki að grínast þegar hann sagðist ætla að bjóða mér. En auðvitað er alltaf einhver hængur á. Ég þarf að fara með gömlum vinum hans pabba líka og fara í eitthvað "fyrirpartí" fyrir tónleikana. Þetta verður skrautlegt.
Gríp' í pung!
laugardagur, mars 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli