Babb í bátnum
Ég þarf að fara í einhverja fermingaveislu í Mosó. Málið er samt að ég virkilega hata fermingabarnið, eða ætti ég að segja fermingardjöfulinn. Þannig er mál með vexti að þegar ég var í 5. bekk fór ég í heimsókn til æskuvinar hans pabba, jú ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann átti brjálaða krakka og á enn, sem leyfðu engum öðrum að snerta dótið sitt. En af því að ég var svo frek, þá tók ég bara Geimbój sem elsti strákurinn átti og fór í hann. Samt ekki INNí hann. Hann varð alveg fúríús, tók körfubolta og sparkaði honum framan í mig. Ég varð líka alveg fúríús af því að ég meiddi mig svo mikið en hann var svo lítill að ég hætti við að lemja hann. Svo var ég svo mikil gelgja að ég kunni ekki að lemja. Fór á klóið, leit í spegil og þá var bara allt í blóði, nefbrjóskið stóð upp úr nefinu og ég leit út eins og ... flatbaka eða Mækúl Djakkson. Öskraði og mér var hent inn á spítala þar sem nefið mitt var bara í kássi. Á meðan ég beið horfði ég á Sabrinu og öll börn flúðu þegar þau sáu mig. Það þurfti að ýta brjóskinu inn aftur og sauma fyrir en enginn veit af hverju eða hvernig þetta gerðist. Læknirinn talaði eitthvað um að eitthvað hafi sprungið og þess vegna ákvað ég að nefið mitt hafi sprungið, bara í tætlur. Auglýsti það um allan skóla að ég væri með sprungið nef og já, mér var strítt. Og síðan þá hefur nefið mitt aldrei verið samt við sig, bara allt í tætlum. Enn ekki þýðir að gráta það. Ég verð því bara að hefna mín í eitt skipti fyrir öll, koma með körfubolta í veislu fermingardjöfulsins og dúndra í hann af öllu afli. Það ætti að kenna honum lexíu. Svo ætti ég kannski að taka með mér eins og eitt fermingaumslag um leið og ég helyp út, svona til að bæta fyrir allan andlegan skaða sem ég varð fyrir.
fimmtudagur, mars 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli