þriðjudagur, mars 15, 2005

Merkisdagur

Í dag er merkisdagur, tvöfaldur merkisdagur.

Merkisdagur nr. 1: Í dag er Idvs Martii, en þennan dag, 44 f. Kr. dó Caesar. Þar sem ég er nú á fornmálabraut var deginum fagnað með útkomu Latínublaðsins og síðan gekk "góði hluti" bekkjarins um í tógu í hádegishlénu og boðaði latneskan boðskap. Salve, amice carissime!

Merkisdagur nr. 2: Samkvæmt Morkinskinnu, dagbók okkar mringa, er HA-dagurinn. Jú því þeir þrír nemendur sem eiga afmæli dag, eiga öll nöfn sem byrja á Ha. HAraldur, HArpa og HAnna. Hér með vil ég því óska þeim til hamingju með daginn og ég vona að engir busar eyðileggi HA-daginn að ári með því að eiga kannski nafn sem byrjar á BY. Þá er allt ónýtt.

Engin ummæli: