Handaband
er sérstakt fyrirbæri. Það er hægt að taka í hendina á hverjum sem er er samt er engin sérstök meining á bak við það. Það lýsir ekki hvort umræddum aðila sé vel við þig eða ekki, heldur bara... ég veit það ekki. En ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það laust handaband. Svona veimiltítulegt handaband sem segir ekkert annað en að umræddur aðili hafi engan áhuga á að taka í hendina á þér eða er nýbúinn að vera á klósettinu og fattar allt í einu að hann/hún gleymdi að þvo sér eftir á. Sterkt og þétt handaband, það er sko málið! Við viljum enga auminga, nei takk!
Handaband er eiginlega bara ósjálfrátt viðbragð. Þú hugsar ekki: ,,Nei þarna er hann Jón! Best að gefa honum almennilegt handaband." Hendin fer bara í þessa stöðu og ætlast til þess að tekið sé í sig tilbaka. Stundum tek ég ekki einu sinni eftir því að hafa tekið í hendina á einhverjum. Það er alveg magnað! Handaband er ekki eins og faðmlag, þvert á móti. Þú faðmar ekki hvern sem er nema að þú sért í jarðarför eða að partýstandast*. Handaband getur líka verið alveg stórhættulegt heilsunni. Ég þekkti einu sinni konu sem fór úr lið við að taka í hendur ættingja sinna á ættarmóti**. Það er því mikilvægt að stunda handaband í hófi því annars getur þetta bara endað illa.
Drekkum hland, borðum sand og notum hóflega handaband!
*ég ætla að hætta að nota orðið að djamma. Ég fæ gæsahúð við það eitt að heyra það viðurstyggilega orð. Þetta orð er bara bráðarbirgðaorð.
**reyndar datt hún á tjaldstæðinu um tjaldhæl vegna mikils áfengismagns í blóði hennar. Kannski átti það sinn þátt í handaeymslunum, hver veit.
Greinilega þrísomm í uppsiglingu
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli