Ég ætti að vera að gera eitthvað gáfulegt núna eins og að t.d. læra undir Ljóðamálapróf. En nei. Í staðinn ætla ég að gera lista yfir allt það sem ég ætla að gera:
Ég ætla að prófa eitt: að borða ekki eða drekka í heila viku.
Ég ætla að hætta að tjá mig. Bæla allt inni í mér og ekki segja sálu frá neinu sem er að gerast hjá mér. Það ætti að þagga niður í þessum kjaftakellingum.
Ég ætla að kaupa mér bananasíma. Þá get ég sungið Ring ring ring ring ring ring ring bananaphone, og virkilega meint það.
Ég ætla að hætta að skrifa. Leggja bara allt á minnið í staðinn. Skrifa það bak við eyrað í öðrum orðum.
Ég ætla að hætta að ganga í nærfötum. Sparar mömmu örugglega heilmikinn þvott.
Ég ætla að byrja að dýrka guðinn Ammahalla sem er guð ölmusunnar. Bráðum munið þið því sjá róna og geðveika í fötunum mínum.
Ég ætla að útskúfa allt fólk sem hefur gert mér eitthvað illt í lífinu. Fyrirgefning er svo sannarlega ekki til í mínum orðaforða.
Ég ætla að labba í skólann í framtíðinni. Ég hef bara gott af því og svo sparar það pening og pláss í strætó.
Ég ætla að hætta að skrifa þennan lista og reyna að gera eitthvað af ofantöldu.
sunnudagur, október 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli