miðvikudagur, október 13, 2004

Á næstunni

er árshátíðin langþráða auðvitað. Það heillar mikið að drekka einhvern viðbjóð og vera útúrrugluð á ballinu. En bjór, Woodys og tequila í blandara heillar meira. Ég mæli með því að fólk taki mig á háhest á ballinu. Ég verð nefnilega í snípsíðu pilsi og í engum nærfötum. Er að spara mömmu þvottinn sko. Og eins gott að þetta er haldið í SÚLNAsalnum. Ég er búin að vera að æfa dansa alveg í mánuð núna. Er náttúrulega komin á samning hjá Goldfinger eins og allir karlkynskennarar skólans ættu að vita nú þegar. Ég er bara orðin blaut, ég hlakka svo til.

Föstudagsmorguninn verður án efa slæmur því ég lofaði víst systur minni að fara með henni og kaupa buxur á hana. Vonandi er nóg af ruslatunnum í Kringlunni til að æla í.

Svo um nónið brumma ég á eitthvað hótel og mun eiga þar sælustundir með Jóni. Með öðrum orðum þá er ég að fara í æfingabúðir. One time in band camp..., já haha ég hef heyrt þennan áður. Þetta verður feitt fyllerí eins og alltaf í öllum ferðum þessarar sveitar og verður slummað upp í alla munna og öll göt. Handrið! Svo verður auðvitað "Ég hef aldrei..." tekinn á þetta eins og alltaf en við komumst alltaf að einhverju nýju í hvert skipti. Og auðvitað verður partýskrúðgangan víðfræga og verður hún nú á Hveragerði. Ég mæli með að þeir sem eiga leið hjá, kíki og sjái ælandi hausa í túbum og graða trompetleikara með njálg. Og hver segir að lúðrasveitir samanstandi einungis af nördum? Við kunnum sko að skemmta okkur!

Ábyrgðarmaður: Jólasveinninn

Lag dagsins

Goldie Looking Chains - Guns Don't Kill People, Rappers Do

Engin ummæli: