Njála pjála
Í dag fór ég á Njáluslóðir og skemmti mér konunglega í góðra manna yfirlæti. Rúllaði mér niður brekku í Odda í lopapeysu og var gangandi mosi eftir það. Sagði einnig afar lélega sögu:
"Þegar ég var lítil, sagði mamma alltaf þegar eitthvað gerðist: Og hvað gera bændur í því? Ég svaraði því alltaf bara: Nú, þeir raka og þeir slá." En ég heyrði líka lélega sögu: "Pabbi kærasta míns fer oft á 4 fætur, setur á sig gæru og leikur hest þegar að börn koma í heimsókn." Þetta var nú bara smá útúrdúr. Fjölnir Þorgeirs, folinn mikli, sást víst í sjoppunni sem við vorum í á Hvolsvelli en ég missti af honum, því miður. En ég hef nú farið með honum í reiðtúr og reynið að toppa það! Kakóið góða í Thermos brúsanum klikkaði ekki sem fyrri daginn. Lag dagsins var án efa Ringringringringring Bananaphone. Ég er greinilega með sanna partýblöðru því ég gat haldið í mér frá Hvolsvelli og heim.
Og í tilefni þess að komið er nýtt og betra kommentakerfi, þá eiga ALLIR að kommenta. Jei!
Partýblaðra
fimmtudagur, október 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli