fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Plömmer

Svo virðist sem að ég fari ekki á jólaball MR þetta árið. Busapussurnar kláruðu alla miðana. En ég verð að líta að björtu hliðarnar: ég er nr. svona 20 á biðlista. Vúhú! Og ég sem var búin að hlakka svo mikið til. Ég held þá bara partí fyrir biðlistafólkið eða ræni miða af einum busanum.

Fregnir af jólaundirbúningi móður minnar

Hún er búin að baka 3 sortir af smákökum, allar í gærkveldi. Jólaseríur eru komnar í glugga og aðventukrans á borð. Einnig jóladúkar.

Hrútspungalistinn

Það er komið nýtt system á þetta allt. Ég vildi ekki vera að eyða lötu fólki útaf en í staðinn refsaði ég því með því að gefa þeim ekki p-málið á nafnið sitt. Þeir sem eru duglegir fá einnig umbun en hún er einmitt p-málið á nafnið þeirra. En þeir sem taka sig til og hætta að vera latir, fá p-málið á nafnið sitt. Og aumingja þeir sem skilja ekki p-málið. Þipið gepetipið baparapa boporapað í nepefipið ápá öpömmupu ypykkapar!

Pælingin er að fara að læra fyrir latínupróf.

Engin ummæli: