Mean Girls
Af hverju í ósköpunum eyddirðu 1 1/2 klukkutíma í að horfa á þessa mynd? Af hverju Særún, af hverju?
í þessum pikkuðu orðum er móðir mín að taka upp jólaskrautið. Það verður nefnilega allt jólaskraut að vera komið upp fyrir fyrsta í aðventu en hann er núna á sunnudaginn. Hún er samt löngu byrjuð því að í síðustu viku bakaði hún piparkökur, gerði heitt súkkulaði og lét okkur drekka úr jólabollunum okkar en hver og einn fjölskyldumeðlimur á sinn jólabolla. Á mínum stendur: Mom gave me this cup. Hún kláraði líka handgerða aðventukransinn í október og heimatilbúna pappírinn fyrir jólakortin í byrjun nóvember. Ekki halda að hún sé klikkuð, ónei, hún er bara svo mikið jólabarn.
Kosningar á morgun fyrir útskriftarferðina. Mexíkó, (hvítar strendur við Karabíahafið og áfengið drýpur af pálmatrjánum) Krít, (rústir) eða Slóvenía? (nýkomið úr stríði, eða eitthvað) Erfitt val.
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli