sunnudagur, nóvember 28, 2004

Ég átti víst 18 ára afmæli í gær, eða eitthvað svoleiðis. Satt best að segja þá var þetta ekki mjög góður dagur. Kvef, tónleikaspilerí, jólaþorpsspilerí, vinna, partý sem endaði með ósköpum. En ég verð að líta á björtu hliðarnar sem eru þær að ég er orðin sjálfráða og má gifta mig. Planið var samt að gera það í gær en ég fann ekki þann rétta. Spurði rosalega marga á Hereford en þeir voru allir giftir eða of fullir til að skilja spurninguna. Ég fékk einnig góðar gjafir, gjafir sem hlýjuðu mér um hjartarætur. Mörg símtölin fékk ég, einnig smáskilaboðin og meira að segja eitt frá Glasgow. Takk fyrir þau. Núna er planið að fara út að borða af því að ekki gafst tími til þess í gær. Pabbi er samt búinn að vera í fýlu í allan dag útaf einhverju skyri, held að við skiljum hann bara eftir heima. Sem sagt lala afmælisdagur, ekki sá besti.

Engin ummæli: