mánudagur, október 04, 2004

Júsless informeisjon

- Samkvæmt Fréttablaðinu er Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, 68 ára í dag.
- Samkvæmt Fréttablaðinu er Jóhanna Sigurðardóttir, samkynhneigð alþingiskona, 62 ára í dag.
- Það er stelpa að vinna með mér sem heitir Hneta.
- Ef allar manneskjur heimsins væru settar á risastóra vogarskál og allir termítar heimsins hinum megin, myndu termítarnir vera þyngri.
- Ég er að fara á kaffinámskeið á morgun.
- Núna kann ég að nudda eins og pró eftir vinnupartýið skemmtilega.
- Ég fór á viðbjóðslegasta skemmtistað sem ég hef augum litið - Boomkikker. Öllum klósettsetinum hafði greinilega verið stolið.
- Um helgina hitti ég 4 ítalska ameríkana sem voru að leita að hokkíleikurum á Íslandi. Þeir hefðu fyrst átt að horfa á Mighty Ducks 2 og þá hefðu þeir pottþétt skipt um skoðun.


Engin ummæli: