Ég var að koma úr toppaklippingu og mig langar helst að skjóta kellinguna sem gerði mér þetta. Ég mun ekki fara út úr húsi hvað sem hver segir á næstu dögum. Á endanum verð ég þó að gera það og þá með hatt. Ég missti meira að segja af tónheyrnartíma af því að ég varð bara að fara heim og grenja úr mér augun og það er ég búin að gera. Loksins náði ég að róa mig niður en svo lít ég aftur í spegilinn og þá kemur sprengjan. Dettifoss má fara að vara sig. Ég er líka á þeim tíma mánaðarins og hormónaflæðið er að killa mig hérna. Og núna er ég að hlusta á Mmmmmm með Crash Test Dummies en það er einmitt á plötu vikunnar. Ef ég vil gráta, þá hlusta ég á það. Já, Særún kann sko að gráta, skammast sín ekki fyrir það og mælir með því.
miðvikudagur, október 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli