Rosalega er ég glöð
að þurfa ekki að skrifa á 50 jólakort þetta árið. Foreldrar mínir hafa nefnilega fundið upp tæknina, tölvuna, Word og prentarann. Núna verður textinn bara pikkaður inn, prentaður og skellt inn í heimatilbúnu kortin sem voru tilbúin í október. Í fyrra fóru foreldar mínir ótroðnar slóðir og létu hvern og einn fjölskyldumeðlim skrifa sitt nafn undir og það í aldursröð. Og af því að heimilishundurinn kann ekki að skrifa, þá þurfti ég að teikna loppufar inn í öll kortin. Viðtakendur kortanna hafa örugglega haldið að við værum nett brjáluð, svona eins og The Brady Bunch.
Þetta verður því gott kortaár í ár.
föstudagur, desember 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli