Árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka, nema kannski í myndinni Back to the future. Þetta er búið að vera gott ár, þá sérstaklega námslega séð en ástarmálalega séð þá var þetta slæmt ár. En hver getur ekki lifað án ástar? Ef það er einhver þá er það ég. Vinalega séð var þetta mjög gott ár á köflum. Missti og eignaðist vini en eignaðist þó fleiri sem hafa gengið með mér í gegnum súra og sæta sósu. Og súkkulaðisósu líka. Þetta var ár gleði og kætis og er það eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið jafn dugleg og á þessu ári. Þetta er ekkert mont ónei, heldur bara pjúra sannleiki. Ég hef líka aldrei drukkið jafn mikið strumpagos og á þessu ári. Það var ekki ein strumpagoslaus helgi í sumar sem er alveg rosalegt. Það er kannski ástæðan fyrir þessari bumbu minni sem hefur myndast hægt og bítandi. Kannski bara. En ég vil þakka öllum sem ég þekki fyrir þetta góða ár og vonandi verður hið nýja ennþá betra. Og meira strumpagos!
föstudagur, desember 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli