Kvöld gamla ársins
Í stuttu máli:
- fór í teiti til Sóleyjar og drakk af mér rassgatið. Freyðivínsflöskunni minni var stolið og ég fékk bara slef en það var gott slef.
- MS gaur sem ég skutlaði heim um daginn hringdi. Við stelpurnar hittum hann og vin hans og fórum niður í bæ. Allt í einu var ég ein með stráknum og bara allir horfnir.
- Nújæja. Fórum á Nelly's. Ekki spyrja af hverju. Þegar ég var að laga skóinn minn var togið í pjötlubuxurnar mínar upp á bak. Ástæða: þær voru bara þarna. Ég sneri mér við og við mér blasti frændi minn sem ég hef ekki séð í mörg ár. Frábært! Ég hef séð annan frænda minn á typpalingnum og núna hefur annar frændi brókað mig með það í huga að fá eitthvað út úr því. Þannig að þetta voru gleðifundir!
- MS gaurinn var glaður. Mjög glaður. Eiginlega bara alltof glaður þannig að ég losaði mig bara við hann. Á sérstaka vini sem sjá um það fyrir mig sko. Fann aftur Oddnýju, skonsuna mína og við fórum til systur hennar þar sem ég sofnaði hálfnakin í litlum sófa. Þá var klukkan 7.
- Vaknaði kl. 1 í sófanum, hissa á því að vera buxnalaus. Brummaði heim og horfði á Skaupið til að reyna að fatta suma brandarana. Er svo núna að fara í eitthvað innflutningsstaffapartí. Vúhú!
Í heildina litið var þetta bara ágætis kvöld. Betra en það síðasta.
laugardagur, janúar 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli