mánudagur, janúar 03, 2005

Hugsjónadruslan

Það er ég. Nei haha, það er bók sem ég las í einum rikk í nótt. Það er af því að ég er alltaf andvaka. Hélt alltaf að gæti ekki sofnað og fór þá bara að hugsa rosalega mikið um allan fjandann svo að ég gæti kannski sofnað. Fattaði það eiginlega í nótt að ástæðan fyrir því að ég get ekki sofnað er að ég hugsa svo mikið. Hversu súrt er það? En í nótt las ég heila bók og samdi nokkurnveginn íslenskan texta við uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Ojá börnin góð. Ég og Guðný erum að fara að taka þátt í söngvakeppninni. Annað árið í röð. Og í þetta skiptið ætla ég að vinna. Þótt ég kunni ekkert að syngja. Lengur. Kunni það einu sinni þegar ég var í kór. En svo hætti ég og þá bara kunni ég ekki lengur að syngja. Röddin mín dýpkaði bara ef það er eitthvað. En í þetta skiptið ætlum við ekki að rappa, heldur að rokka. Feitt. Samt spurning hvort ég komist á keppnina sjálfa. Ég verð svo upptekin í janúar. Brjálaðar æfingar með Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Brjálaður skítur.

Engin ummæli: