Merkisdagur
Opnaði hólf á skólatöskunni minni sem ég kýs að kalla nestishólf. Á móti mér kom þessi svakalegi fnykur. Tók upp glæran plastpoka með framandi innihaldi. Það var mjúkt, svart með doppum. Svo rann það upp fyrir mér: þetta var epli sem var búið að vera í töskunni síðan í nóvember. Ég er viss um að einhver brjálaði vísindamaðurinn hefði borgað morðfjár fyrir að fá að skoða þennan grip. En hann þarf þá að grafa í ruslinu.
Keypti mér súkkulaðibitaköku í tilefni þess að jólin eru að verða búin og eftir þau verð ég að hætta þessum bakaríisferðum. En jæja, tók vænan slurk af köku og beit svo í eitthvað hart. Tók aðskotahlutinn út úr mér. Sesamfræ. Sesamfræjakaka. Virkar ekki spennandi og er það heldur ekki.
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli