Kvef
hrjáir mig og ef það væri hægt að deyja úr kvefi (sem er kannski hægt) þá væri ég dáin. Nú get ég ekki sofnað út af hugsunum, heldur út af kvefi. Svo tala ég líka eins og afi minn af einhverjum ástæðum. En kvef er líka gleðigjafi. Áðan var ég að snýta mér í svona sjötta skiptið í dag og mér var litið í snýtubréfið. Það gera það allir, kommon. Og við mér blasti stórt horfiðrildi sem hafði myndast í snýtubréfinu. Ó hvað það var fullkomið og fallegt. Hélt hreinlega að það myndi fljúga í burtu. En það er ennþá fast í bréfinu sem ég ætla að hengja upp í skólastofunni minni á næstu dögum svo að aðrir geti litið dýrgripinn augum. Hor er svo sannarlega gleðigjafi, sérstaklega ef það er í fiðrildalíki.
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli