Hamingjuóskir óskast
því að ég náði þessu blessaða bóklega ökuprófi, prófi sem ég hélt að ég myndi aldrei ná. Fékk 2 villur í A-hluta og enga í B-hluta sem er víst mjög óalgengt að sögn prófdómarans. Ég er óalgeng. En hvað það hefði verið svekkjandi að fá 3 villur í A en enga í B. Þá hefði ég nú orgað á Guð og alla hans engla. Svo er það bara verklega eftir sem verður erfiðara. MUN erfiðara.
Bekkurinn minn
verður og er frábær. Ég er sátt við svona flest alla kennarana en finn á mér að þetta á eftir að verða frábært skólaár, eflaust það besta hingað til. Mig þyrstir líka í þekkingu og vil sjúga í mig hvern einasta dropa af safa latínublómsins. Amen og hallelúja fyrir því!
Sátt
við nýja útlitið á blogginu þótt að ég hafi nú ekki gert það sjálf. En það er gaman þegar aðrir taka sig til og breyta hlutum fyrir mig. Þetta er líka svo... póstmódernískt. Já, það er orðið sem ég var að leita að. En ef einhver kann að laga þetta, þá væri það vel þegið að sá sami/sú sama myndi láta mig vita að hann/hún er til því ég er ekki mjög minimalísk í mér eins og margir ættu nú að vita.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli