sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ó-menning

Það orð ætti kannski að lýsa síðastliðnu nótt hvað best. Ég stóð ekki við það sem ég sagði. Ég drakk. Ég skeit í buxurnar hvað það varðar. Ég var samt í góðra manna hópi og skemmti mér konunglega. Brúðarbandið er frábært band. Hitti mikið af fólki sem ég hefði kannski ekkert átt að tala við, eins og til dæmis Emil, tónlistarkennarann minn og þýsku risakonuna hans. Ég sagði honum að ég væri með bilaða puttlinga og þess vegna hef ég ekkert getað æft mig í sumar. Ég talaði líka þýsku við konuna hans en hún skildi mig alveg örugglega ekki. Það var líka maður sem var næstum því búinn að berja mig og Oddnýju af því að við tókum fram úr honum í taxi-röðinni. En við vorum á undan að berja 'ann í klessu. Ég hef núna skemmtilega sögu að segja barnabörnunum mínum: ég pissaði á Arnarhól.

Engin ummæli: