miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ojá

Bæjarvinnan búin en við tekur önnur vinna í næstu viku. Búin að kaupa miða á Djeims Brán. Tek bóklega ökuprófið á mánudaginn. Ég held hreinlega að ég hafi bara aldrei verið jafn hamingjusöm og ég er þessa dagana. Gleði gleði!

Það hefur alltaf verið minn draumur að búa til mína eigin teiknimynd. Ég er komin með hugmynd að einni og líst mér bara vel á hana. Teiknimyndin á að fjalla um brjáluðu beljuna Söru og aðra íbúa sveitabæjarins Geldingastaðir. Sara er gædd þeim hæfileika að mjólka rídalínmjólk með aprikósubragði og allir verða snargeggjaðir þegar þeir drekka hana. Ásamt Knúti, gæsinni hugdjörfu og Gulla, geitinni fífldjörfu ná þau yfirráðum á Íslandi og setja alla geðveiku Íslendingana ofan í Þingvallavatn og segja þeim að synda hundasund. Þó halda þau nokkrum, setja í BT músabúning og nota þá sem þjóna. Á meðan búa þau til plan um heimsyfirráð. Meira er ég ekki komin með. Ef teiknimyndin myndi svo slá í gegn hérna heima, myndi ég auðvitað talsetja hana fyrir enskan markað. Þá myndi hún heita Sarah The Wacko Cow og upphafsstefið væri nýjasta lagið með Pixies, Bam Thwok af því að mér finnst það barna- og teiknimyndalegt. Sa-rah, wacko wacko wacko! Og svo framvegis. Ég hreinlega sé peningana flæða inn í huganum!

Engin ummæli: