Fimmtán Lög sem láta þig og mig hugsa
1. Mmmmm - Crash Test Dummies. Þetta lag var uppáhaldslagið mitt í 6. bekk og er það því ennþá. Þegar ég heyri þetta lag, hugsa ég um hvað það var yndislegt að vera í 6. bekk í SPK og ABC við Hamarinn.
2. Space Oddity - David Bowie. Mig langar alltaf svo að fara út í geim þegar ég heyri þetta lag. Veit samt ekki af hverju.
3. Never Known a Girl Like You - Edwin McCain. Þetta er það sem ég kalla typpalag. Af því að söngvarinn er með typpi. Lífstyppi. Svo er þetta bara svo helvíti flott lag.
4. Borgin - Hjálmar. Lætur mig hugsa um það hvernig það hafi verið að vera Bob Marley.
5. A Horse With No Name - America. Það er örugglega ömurlegt að vera nafnlaus hestur.
6. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveit - Vilhjálmur Vilhjálmsson. Ég ætla að stofna þannig hljómsveit. Hver vill vera með? haha
7. Two Out Of Three Ain't Bad - Meat Loaf. Minnir mig á jarmandi rollu.
8. Tequila Sunrise - The Eagles. Æi, mig langar bara í tekíla þegar ég heyri þetta lag.
9. Hallelujah - Jeff Buckley. Stunurnar í Jeff í byrjun lagsins eru svo svakalegar.
10. Dry Your Eyes Mate - The Streets. Strákar kunna líka að gráta.
11. The Logical Song - Supertramp. Ég átti einu sinni að hlusta á þetta lag í ensku í 9. bekk og ekki datt mér þá í hug að það myndi vera gerð teknóútgáfa af þessu lagi af þýskum aflituðum leðurmönnum.
12. 74' - 75' - The Connells. Amma mín og afi eru einmitt 74 og 75 ára. Merkilegt.
13. Creep - Radiohead. Minnir mig á að ég get verið algjört kríp stundum. Og vírdó.
14. Maps - Yeah Yeah Yeahs. Ég hata kort. Sérstaklega landakort af því að ég kann ekki að brjóta þau aftur saman.
15. Pretty Fly For A Rabbi - Weird Al Yankovic. Ég var einu sinni með Weird Al æði. Skjótið mig!
sunnudagur, október 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli