Ég ætla
- að gerast ofurbloggkona.
- að prófa að nota grænakortið sem skilríki á skemmtistöðum. Segi bara að ég sé fædd 24. 11 '04 (1904) og á þeim tíma voru myndavélar óalgengar og þess vegna sé engin mynd af mér. Það hljóta að vera einhverjir loftheiladyraverðir sem gleypa við þessu.
- aldrei aftur að halda matarboð. Ég gerði það um helgina í fyrsta skipti og það var það síðasta. Ég var búin að eyða þónokkuð mörgum krónum í þennan dýrindismat og eftirrétt og svo var bara ekkert borðað af þessu. "Ég borða ekki papriku. Ég er í aðhaldi." BAAAA! Mér er alveg sama! Svo átti að vera smá teiti með áfengi og huggulegheitum en nei, klukkan 11 eftir að hafa sungið öll lögin í SingStar, mér til mikillar mæðu, byrjuðu allir að geispa, náðu sér í teppi og lögðust til hvílu. Nú segi ég stopp: Stopp.
- að gerast smámæltur Þjóðverji. Það verður áhugavert. Ich þþþþþþmieþþþþþe dich auf dem Fenþþþter. (Ég hendi þér út um gluggann)
- að brjóta Abba Greatest Hits diskinn hennar mömmu og líka Papana.
fimmtudagur, október 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli